Ábyrgð kjósenda Jónína Michaelsdóttir skrifar 3. mars 2009 06:00 Þegar ég var krakki og heyrði talað um bestu manna yfirsýn, velti ég því stundum fyrir mér hverjir þeir væru þessir bestu menn, og hvar þá væri að finna. Í dag er ég að vona að þeir séu önnum kafnir við uppbyggingu samfélagsins með alla sína yfirsýn. Ég treysti því líka að þá sé að finna í fylkingunni sem sækist eftir þingsætum í næstu kosningum. Við hin eigum mikið undir því að svo sé. Krafa um breytingar á ásýnd stjórnmálaflokka hefur verið hávær undanfarið, en spyrja má hvort þeir sem svarað hafa kalli séu almennt líklegir til stórræða í þeim efnum. Við ber að fólk sem býður sig fram í stjórnmálum hafi takmarkaðan skilning á eðli þeirra og umfangi. Er kannski að sækjast eftir virðingu og völdum, valdanna og virðingarinnar vegna. Aðrir hafa brennandi áhuga á þjóðmálum og langar til að leggja sitt af mörkum. En ekki er of oft á það bent hversu mikilvægt það er að Alþingi endurspegli með einum eða öðrum hætti samfélagið. Að þar sitji hæfir einstaklingar sem hafa skilning á þörfum og hagsmunum mismunandi stétta og byggðarlaga. Raunverulegan skilning. Ekki eingöngu kontóristar sem kunna skil á lögum og reglum, en eru ekki í tengslum við lifandi líf í landinu. Þegar litið er yfir þingheim á maður ekki að fá á tilfinninguna að megnið af þessu fólki gæti hafa verið í sama bekk. Þar ættu að vera bæði ungir, aldnir og miðaldra þingmenn. Iðnaðarmenn, háskólamenn, listamenn, atvinnurekendur, bændur, hagfræðingar, læknar, kennarar og verkamenn mættu gjarnan vera í þessum hópi. Karlar og konur. Vöndum við valið?Það er útlátalaust fyrir okkur sem ekki erum á vettvangi að gagnrýna einsleitni og kalla eftir litríkari og kröftugri frambjóðendum. Hins vegar er það kannski óþarfi, því að það erum við sem röðum á framboðslistana og berum ábyrgð á þeim. Vöndum við valið? Grundvallast það á hæfni viðkomandi eða vinargreiða? Skoðum við heildina þegar við merkjum við nöfnin? Erum við ábyrg? Auðvitað fer því fjarri að menn séu einhuga um hvað prýðir góðan stjórnmálamann. Það segir sig sjálft. Enda kemur það yfirleitt ekki í ljós fyrr en hann hefur sinnt þingmennsku um hríð. Þó að heilmikið sé rætt og ritað um þessa stétt manna nú um stundir er ekki mikið fjallað um hvað hún þurfi að hafa til brunns að bera. Það gerði hins vegar einn merkasti stjórnmálaleiðtogi lýðveldistímans, Bjarni Benediktsson, árið 1940 í ræðu sem hann flutti á fundi lýðræðissinnaðra stúdenta um það leyti sem hann sjálfur tók við borgarstjórastarfi í Reykjavík. Hann sagði meðal annars: Þor og þekking„Til þess að taka að sér forsjá í málum annarra, að stjórna þeim, þarf ætíð mikla þekkingu. Stjórnmálamaðurinn verður meðal annars að þekkja land sitt, gæði þess og torfærur, þjóð sína, kosti hennar og galla, viðskipti hennar við aðrar þjóðir og geta gert sér grein fyrir, hver áhrif atburðir með þeim muni hafa á hag hennar. Svo verður hann að þekkja sjálfan sig, mannlegt eðli, veilur þess og styrkleika. Ekki er nóg að gera sér grein fyrir möguleikum og hafa skyn á að velja það rétta. Til viðbótar verður að hafa kjark til að standa með því sem maður telur rétt, og þora að framkvæma það, hvað sem tautar. Starf stjórnmálamannsins hlýtur því ætíð að verða örðugt, en örðugast er það þar sem lýðræðisstjórn ríkir. Annars staðar geta stjórnmálamenn látið sér í léttu rúmi liggja, hverja dægurdóma störf þeirra fá. En í lýðræðislandi verður hver sá sem halda vill áhrifum sínum, hver sá, er trúir á eigin málstað, að sannfæra almenning um að ákvarðanir hans og athafnir séu réttar. Þetta leiðir þann, sem til forystu hefur verið settur, eðlilega oft í þá freistni að velja heldur þá leiðina sem almenningi er geðþekkari, en hina, sem forystumaðurinn telur rétta. En um leið er forystan farin og stjórnmálamaðurinn þar með búinn að bregðast skyldu sinni." Eigum við svona stjórnmálamenn í dag? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Michaelsdóttir Mest lesið 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun
Þegar ég var krakki og heyrði talað um bestu manna yfirsýn, velti ég því stundum fyrir mér hverjir þeir væru þessir bestu menn, og hvar þá væri að finna. Í dag er ég að vona að þeir séu önnum kafnir við uppbyggingu samfélagsins með alla sína yfirsýn. Ég treysti því líka að þá sé að finna í fylkingunni sem sækist eftir þingsætum í næstu kosningum. Við hin eigum mikið undir því að svo sé. Krafa um breytingar á ásýnd stjórnmálaflokka hefur verið hávær undanfarið, en spyrja má hvort þeir sem svarað hafa kalli séu almennt líklegir til stórræða í þeim efnum. Við ber að fólk sem býður sig fram í stjórnmálum hafi takmarkaðan skilning á eðli þeirra og umfangi. Er kannski að sækjast eftir virðingu og völdum, valdanna og virðingarinnar vegna. Aðrir hafa brennandi áhuga á þjóðmálum og langar til að leggja sitt af mörkum. En ekki er of oft á það bent hversu mikilvægt það er að Alþingi endurspegli með einum eða öðrum hætti samfélagið. Að þar sitji hæfir einstaklingar sem hafa skilning á þörfum og hagsmunum mismunandi stétta og byggðarlaga. Raunverulegan skilning. Ekki eingöngu kontóristar sem kunna skil á lögum og reglum, en eru ekki í tengslum við lifandi líf í landinu. Þegar litið er yfir þingheim á maður ekki að fá á tilfinninguna að megnið af þessu fólki gæti hafa verið í sama bekk. Þar ættu að vera bæði ungir, aldnir og miðaldra þingmenn. Iðnaðarmenn, háskólamenn, listamenn, atvinnurekendur, bændur, hagfræðingar, læknar, kennarar og verkamenn mættu gjarnan vera í þessum hópi. Karlar og konur. Vöndum við valið?Það er útlátalaust fyrir okkur sem ekki erum á vettvangi að gagnrýna einsleitni og kalla eftir litríkari og kröftugri frambjóðendum. Hins vegar er það kannski óþarfi, því að það erum við sem röðum á framboðslistana og berum ábyrgð á þeim. Vöndum við valið? Grundvallast það á hæfni viðkomandi eða vinargreiða? Skoðum við heildina þegar við merkjum við nöfnin? Erum við ábyrg? Auðvitað fer því fjarri að menn séu einhuga um hvað prýðir góðan stjórnmálamann. Það segir sig sjálft. Enda kemur það yfirleitt ekki í ljós fyrr en hann hefur sinnt þingmennsku um hríð. Þó að heilmikið sé rætt og ritað um þessa stétt manna nú um stundir er ekki mikið fjallað um hvað hún þurfi að hafa til brunns að bera. Það gerði hins vegar einn merkasti stjórnmálaleiðtogi lýðveldistímans, Bjarni Benediktsson, árið 1940 í ræðu sem hann flutti á fundi lýðræðissinnaðra stúdenta um það leyti sem hann sjálfur tók við borgarstjórastarfi í Reykjavík. Hann sagði meðal annars: Þor og þekking„Til þess að taka að sér forsjá í málum annarra, að stjórna þeim, þarf ætíð mikla þekkingu. Stjórnmálamaðurinn verður meðal annars að þekkja land sitt, gæði þess og torfærur, þjóð sína, kosti hennar og galla, viðskipti hennar við aðrar þjóðir og geta gert sér grein fyrir, hver áhrif atburðir með þeim muni hafa á hag hennar. Svo verður hann að þekkja sjálfan sig, mannlegt eðli, veilur þess og styrkleika. Ekki er nóg að gera sér grein fyrir möguleikum og hafa skyn á að velja það rétta. Til viðbótar verður að hafa kjark til að standa með því sem maður telur rétt, og þora að framkvæma það, hvað sem tautar. Starf stjórnmálamannsins hlýtur því ætíð að verða örðugt, en örðugast er það þar sem lýðræðisstjórn ríkir. Annars staðar geta stjórnmálamenn látið sér í léttu rúmi liggja, hverja dægurdóma störf þeirra fá. En í lýðræðislandi verður hver sá sem halda vill áhrifum sínum, hver sá, er trúir á eigin málstað, að sannfæra almenning um að ákvarðanir hans og athafnir séu réttar. Þetta leiðir þann, sem til forystu hefur verið settur, eðlilega oft í þá freistni að velja heldur þá leiðina sem almenningi er geðþekkari, en hina, sem forystumaðurinn telur rétta. En um leið er forystan farin og stjórnmálamaðurinn þar með búinn að bregðast skyldu sinni." Eigum við svona stjórnmálamenn í dag?
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun