Mourinho og Lippi komnir í orðastríð Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. ágúst 2009 16:25 Mourinho er búinn að kynda vel undir Lippi. Það er heldur betur farið að hitna í kolunum á milli þeirra Jose Mourinho, þjálfara Inter, og Marcello Lippi, landsliðsþjálfara Ítala. Það sem í fyrstu leit út fyrir að vera saklaust rifrildi er orðið að hatrömmu orðastríði þar sem skítapillurnar fljúga á víxl. Málið byrjaði á því að Mourinho sagði Lippi sýna óvirðingu með því að spá Juventus ítalska meistaratitlinum. Lippi reyndi strax að róa öldurnar með því að biðjast afsökunar en undirliggjandi var skot á Mourinho fyrir að æsa sig yfir slíkum smámunum. Portúgalinn stóryrti hafði engan húmor fyrir því og sagði Lippi hafa rangt fyrir sér. Vildi ekki þiggja neina afsökunarbeiðni. Það fór illa í Lippi sem ákvað í kjölfarið að keyra af fullum krafti í Mourinho. „Það eru leikmennirnir sem fara á völlinn, ekki Mourinho, Leonardo (þjálfari Milan) eða Ferrara (þjálfari Juve). Ef þeir myndu aftur á móti gera það þá væru Leonardo og Ferrara betri en Mourinho," sagði Lippi sem skýtur fast. „Mourinho hefur margt gott með sér. Hinir hafa minni reynslu en eru samt jafn miklir karakterar. Maður vinnur ekki leiki fyrir framan myndavélarnar eða hljóðnemana. Leikir eru spilaðir og unnir í búningsklefanum þar sem maður undirbýr liðið," bætti Lippi við. Eins og búast mátti við sat Mourinho ekki þegjandi undir þessum skotum. „Ég vil alls ekki vera að eyða meiri tíma í að svara þessu því ég er í vinnu alla daga ólíkt sumum. Ég er ekki heima að eyða tímanum til einskis að bíða eftir örfáum leikjum," sagði Mourinho ákveðinn. „Það eru kannski ekki allir sammála minni skoðun. Mér er alveg sama um það en ég endurtek að landsliðsþjálfari á ekki að hafa svona sterkar skoðanir á útkomu deildarinnar. Myndi Fabio Capello eða Vicente Del Bosque svara eins um deildirnar á Spáni og Englandi? Ég hef ekki trú á því, þeir eru of gáfaðir til þess," sagði Mourinho og bætti við að hann skildi ekkert í því af hverju Lippi væri að draga Leonardo og Ferrara inn í málið. Við bíðum spennt eftir næstu viðbrögðum frá Lippi. Ítalski boltinn Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Leikbann á versta tíma en Kane lofar því að fagna meira en allir í liðinu Spila allar í takkaskóm fyrir konur Sjá meira
Það er heldur betur farið að hitna í kolunum á milli þeirra Jose Mourinho, þjálfara Inter, og Marcello Lippi, landsliðsþjálfara Ítala. Það sem í fyrstu leit út fyrir að vera saklaust rifrildi er orðið að hatrömmu orðastríði þar sem skítapillurnar fljúga á víxl. Málið byrjaði á því að Mourinho sagði Lippi sýna óvirðingu með því að spá Juventus ítalska meistaratitlinum. Lippi reyndi strax að róa öldurnar með því að biðjast afsökunar en undirliggjandi var skot á Mourinho fyrir að æsa sig yfir slíkum smámunum. Portúgalinn stóryrti hafði engan húmor fyrir því og sagði Lippi hafa rangt fyrir sér. Vildi ekki þiggja neina afsökunarbeiðni. Það fór illa í Lippi sem ákvað í kjölfarið að keyra af fullum krafti í Mourinho. „Það eru leikmennirnir sem fara á völlinn, ekki Mourinho, Leonardo (þjálfari Milan) eða Ferrara (þjálfari Juve). Ef þeir myndu aftur á móti gera það þá væru Leonardo og Ferrara betri en Mourinho," sagði Lippi sem skýtur fast. „Mourinho hefur margt gott með sér. Hinir hafa minni reynslu en eru samt jafn miklir karakterar. Maður vinnur ekki leiki fyrir framan myndavélarnar eða hljóðnemana. Leikir eru spilaðir og unnir í búningsklefanum þar sem maður undirbýr liðið," bætti Lippi við. Eins og búast mátti við sat Mourinho ekki þegjandi undir þessum skotum. „Ég vil alls ekki vera að eyða meiri tíma í að svara þessu því ég er í vinnu alla daga ólíkt sumum. Ég er ekki heima að eyða tímanum til einskis að bíða eftir örfáum leikjum," sagði Mourinho ákveðinn. „Það eru kannski ekki allir sammála minni skoðun. Mér er alveg sama um það en ég endurtek að landsliðsþjálfari á ekki að hafa svona sterkar skoðanir á útkomu deildarinnar. Myndi Fabio Capello eða Vicente Del Bosque svara eins um deildirnar á Spáni og Englandi? Ég hef ekki trú á því, þeir eru of gáfaðir til þess," sagði Mourinho og bætti við að hann skildi ekkert í því af hverju Lippi væri að draga Leonardo og Ferrara inn í málið. Við bíðum spennt eftir næstu viðbrögðum frá Lippi.
Ítalski boltinn Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Leikbann á versta tíma en Kane lofar því að fagna meira en allir í liðinu Spila allar í takkaskóm fyrir konur Sjá meira