Hamilton afskrifar titilmöguleka sína 6. júní 2009 16:57 Lewis Hamilton er ekki sáttur við gengi McLaren. McLaren reið ekki feistum hesti frá tímatökunni í Istanbúl í dag. Lewis Hamilton er sextándi á ráslínu og Heikki Kovalainen fjórtándi. "Staða okkar kemur mér á óvart, ég hélt að þetta myndi ganga betur og þetta var ágætt hjá okkur í gær. Við vorum ekki fljótastir en meðal tíu fremstu. En eftir því sem gripið jókst í brautinni, því verra gekk okkur", sagði Hamilton í dag. "Við breyttum uppstillingu bílsins fyrir tímatökuna og tókum mið af fyrstu æfingu föstudags, en það reyndust mistök. Bíllinn var út um alla braut. Ég náði ekki góðum hring og því fór sem fór. Ég get ekki sagt í dag að ég geti unnið tíu næstu mót og við lögum bílinn. Við verðum bara að huga að næsta ári og gæta þessa að við gerum ekki sömu mistök í hönnun og smíði bílsins og í ár", sagði Hamilton. Nánast engar líkur eru á þvi að Hamilton geti varið meistaratitilinn á árinu: Jenson Button er með 16 stiga forskot í stigakeppni ökumanna og Rubens Barrichello er annar á undan Sebastian Vettel. Þessir þrír ökumenn eru þrír fremstu ökumennirnir á ráslínu í kappakstrinum í Istanbúl á morgun. Bein útsending er frá mótinu á Stöð 2 Sport kl. 11:30 á sunnudag. Þá verður sýnt það besta úr mótinu í þættinum Endmarkið kl. 14.15 og 22:00 á sunnudagskvöld. Sjá meira um Hamilton Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
McLaren reið ekki feistum hesti frá tímatökunni í Istanbúl í dag. Lewis Hamilton er sextándi á ráslínu og Heikki Kovalainen fjórtándi. "Staða okkar kemur mér á óvart, ég hélt að þetta myndi ganga betur og þetta var ágætt hjá okkur í gær. Við vorum ekki fljótastir en meðal tíu fremstu. En eftir því sem gripið jókst í brautinni, því verra gekk okkur", sagði Hamilton í dag. "Við breyttum uppstillingu bílsins fyrir tímatökuna og tókum mið af fyrstu æfingu föstudags, en það reyndust mistök. Bíllinn var út um alla braut. Ég náði ekki góðum hring og því fór sem fór. Ég get ekki sagt í dag að ég geti unnið tíu næstu mót og við lögum bílinn. Við verðum bara að huga að næsta ári og gæta þessa að við gerum ekki sömu mistök í hönnun og smíði bílsins og í ár", sagði Hamilton. Nánast engar líkur eru á þvi að Hamilton geti varið meistaratitilinn á árinu: Jenson Button er með 16 stiga forskot í stigakeppni ökumanna og Rubens Barrichello er annar á undan Sebastian Vettel. Þessir þrír ökumenn eru þrír fremstu ökumennirnir á ráslínu í kappakstrinum í Istanbúl á morgun. Bein útsending er frá mótinu á Stöð 2 Sport kl. 11:30 á sunnudag. Þá verður sýnt það besta úr mótinu í þættinum Endmarkið kl. 14.15 og 22:00 á sunnudagskvöld. Sjá meira um Hamilton
Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira