Georg of ljótur fyrir Bandaríkjamenn Guðjón Helgason skrifar 12. júní 2009 18:55 Framleiðslufyrirtæki í Hollywood hefur tryggt sér réttinn á að endurgera íslensku gamanseríuna Næturvaktina. Ragnar Bragason leikstjóri heldur að það verði erfitt að finna amerískan Georg Bjarnfreðarson. Þáttaröðin Næturvaktin um þá Georg Bjarnfreðarson, sem Jón Gnarr lék, Ólaf Ragnar, sem Pétur Jóhann Sigfússon túlkaði, og Daníel, sem Jörundur Ragnarsson lék, sló í gegn á Stöð tvö haustið 2007. Dagvaktin var ekki síður vinsæl í fyrrahaust og tökum á Fangavaktinni lauk í dag en sú sería verður á Stöð tvö í haust. Í næstu viku hefjast tökur á kvikmyndinni Bjarnferðarson sem sýnd verður í kvikmyndahúsum um jólin. Framleiðslufyrirtækið Reveille í Hollywood hefur nú keypt tímabundið réttinn til að endurgera Næturvaktina fyrir bandarískan markað. Fyrirtækið hefur framleitt þætti á borð við Ljótu Betty og bandarísku útgáfu Office grínþáttanna bresku. Ragnar Bragason, leikstjóri Næturvaktarinnar, segir ekki öruggt að nýir þættir verði framleiddir en um stórt framleiðslufyrirtæki sé að ræða sem hafi gert margt gott. Kannski sjái einhver bandarísk sjónvarpsstöð ljósið og vilji að þeir geri fyrir þá sína útgáfu af Georg, Daníel og Ólafi Ragnari. Ragnar á ekki von á að hann komin nálægt nýrri Næturvakt en bandarískir framleiðendur vilji örugglega gera sína amerísku útgáfu af þáttunum. Hann reyni hins vegar að fylgjast með og fá að vera með í ráðum. Ragnar vill sjá grínleikarann Ben Stiller sem Ólaf Ragnar en segir erfiðara að ráða leikara í hlutverk Georgs Bjarnfreðarsonar. Hann efist um að hægt sé að finna betri leikara en Jón Gnarr í það hlutverk. Bandarísku framleiðendurnir myndu án efa vilja sýna mildari útgáfu af persónunni en Georg sé of ljót persóna fyrir ameríska sjónvarpsáhorfendur. Lífið Menning Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Sjá meira
Framleiðslufyrirtæki í Hollywood hefur tryggt sér réttinn á að endurgera íslensku gamanseríuna Næturvaktina. Ragnar Bragason leikstjóri heldur að það verði erfitt að finna amerískan Georg Bjarnfreðarson. Þáttaröðin Næturvaktin um þá Georg Bjarnfreðarson, sem Jón Gnarr lék, Ólaf Ragnar, sem Pétur Jóhann Sigfússon túlkaði, og Daníel, sem Jörundur Ragnarsson lék, sló í gegn á Stöð tvö haustið 2007. Dagvaktin var ekki síður vinsæl í fyrrahaust og tökum á Fangavaktinni lauk í dag en sú sería verður á Stöð tvö í haust. Í næstu viku hefjast tökur á kvikmyndinni Bjarnferðarson sem sýnd verður í kvikmyndahúsum um jólin. Framleiðslufyrirtækið Reveille í Hollywood hefur nú keypt tímabundið réttinn til að endurgera Næturvaktina fyrir bandarískan markað. Fyrirtækið hefur framleitt þætti á borð við Ljótu Betty og bandarísku útgáfu Office grínþáttanna bresku. Ragnar Bragason, leikstjóri Næturvaktarinnar, segir ekki öruggt að nýir þættir verði framleiddir en um stórt framleiðslufyrirtæki sé að ræða sem hafi gert margt gott. Kannski sjái einhver bandarísk sjónvarpsstöð ljósið og vilji að þeir geri fyrir þá sína útgáfu af Georg, Daníel og Ólafi Ragnari. Ragnar á ekki von á að hann komin nálægt nýrri Næturvakt en bandarískir framleiðendur vilji örugglega gera sína amerísku útgáfu af þáttunum. Hann reyni hins vegar að fylgjast með og fá að vera með í ráðum. Ragnar vill sjá grínleikarann Ben Stiller sem Ólaf Ragnar en segir erfiðara að ráða leikara í hlutverk Georgs Bjarnfreðarsonar. Hann efist um að hægt sé að finna betri leikara en Jón Gnarr í það hlutverk. Bandarísku framleiðendurnir myndu án efa vilja sýna mildari útgáfu af persónunni en Georg sé of ljót persóna fyrir ameríska sjónvarpsáhorfendur.
Lífið Menning Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Sjá meira