Button stal ráspólnum af Vettel 9. maí 2009 13:11 Jenson Button er fyrstur á ráslínu í þriðja skipti á árinu. Mynd: Getty Images Bretinn Jenson Button á Brawn stal ráspólnum af Sebastian Vettel á síðustu sekúndum tímatökunnar í Barcelona. Button varð 0.1 sekúndu á undan Vettel eftir mjög harða og spennandi tímatölku. Rubens Barrichello á Brawn náði þriðja besta tíma, en Felipe Massa á Ferrari varð fjórði. Heimsmeistarinn Lewis Hamilton á McLaren varð aðeins fjórtándi og fyrrum meistari, Kimi Raikkönen á McLaren sextándi. Raikkönen vann mótið í Barcelona í fyrra en varð að sæta sig við að falla út í fyrstu umferð tímatökunnar. Hamilton féll út í annarri umferð tímatökunnar, en mjótt var á munum og Fernando Alonso var 0.022 sekúndum frá því að komast ekki áfram í 10 manna úrslit. Alonso endaði svo í áttunda sæti, heimamönnum til sárra vonbrigða. "Ég rétt slapp í lokahringinn eftir að liðið sendi mig seint af stað. Það munaði bara tveimur sekúndum á því að ég gæti ekki ekið síðasta sprettinn. Ég trúði því svo varla að ég hefði slegið Vettel við í blálokin", sagði Button glaðreifur eftir tímatökuna. Sjá nánar um tímatökuna Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Bretinn Jenson Button á Brawn stal ráspólnum af Sebastian Vettel á síðustu sekúndum tímatökunnar í Barcelona. Button varð 0.1 sekúndu á undan Vettel eftir mjög harða og spennandi tímatölku. Rubens Barrichello á Brawn náði þriðja besta tíma, en Felipe Massa á Ferrari varð fjórði. Heimsmeistarinn Lewis Hamilton á McLaren varð aðeins fjórtándi og fyrrum meistari, Kimi Raikkönen á McLaren sextándi. Raikkönen vann mótið í Barcelona í fyrra en varð að sæta sig við að falla út í fyrstu umferð tímatökunnar. Hamilton féll út í annarri umferð tímatökunnar, en mjótt var á munum og Fernando Alonso var 0.022 sekúndum frá því að komast ekki áfram í 10 manna úrslit. Alonso endaði svo í áttunda sæti, heimamönnum til sárra vonbrigða. "Ég rétt slapp í lokahringinn eftir að liðið sendi mig seint af stað. Það munaði bara tveimur sekúndum á því að ég gæti ekki ekið síðasta sprettinn. Ég trúði því svo varla að ég hefði slegið Vettel við í blálokin", sagði Button glaðreifur eftir tímatökuna. Sjá nánar um tímatökuna
Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira