Button stal ráspólnum af Vettel 9. maí 2009 13:11 Jenson Button er fyrstur á ráslínu í þriðja skipti á árinu. Mynd: Getty Images Bretinn Jenson Button á Brawn stal ráspólnum af Sebastian Vettel á síðustu sekúndum tímatökunnar í Barcelona. Button varð 0.1 sekúndu á undan Vettel eftir mjög harða og spennandi tímatölku. Rubens Barrichello á Brawn náði þriðja besta tíma, en Felipe Massa á Ferrari varð fjórði. Heimsmeistarinn Lewis Hamilton á McLaren varð aðeins fjórtándi og fyrrum meistari, Kimi Raikkönen á McLaren sextándi. Raikkönen vann mótið í Barcelona í fyrra en varð að sæta sig við að falla út í fyrstu umferð tímatökunnar. Hamilton féll út í annarri umferð tímatökunnar, en mjótt var á munum og Fernando Alonso var 0.022 sekúndum frá því að komast ekki áfram í 10 manna úrslit. Alonso endaði svo í áttunda sæti, heimamönnum til sárra vonbrigða. "Ég rétt slapp í lokahringinn eftir að liðið sendi mig seint af stað. Það munaði bara tveimur sekúndum á því að ég gæti ekki ekið síðasta sprettinn. Ég trúði því svo varla að ég hefði slegið Vettel við í blálokin", sagði Button glaðreifur eftir tímatökuna. Sjá nánar um tímatökuna Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Bretinn Jenson Button á Brawn stal ráspólnum af Sebastian Vettel á síðustu sekúndum tímatökunnar í Barcelona. Button varð 0.1 sekúndu á undan Vettel eftir mjög harða og spennandi tímatölku. Rubens Barrichello á Brawn náði þriðja besta tíma, en Felipe Massa á Ferrari varð fjórði. Heimsmeistarinn Lewis Hamilton á McLaren varð aðeins fjórtándi og fyrrum meistari, Kimi Raikkönen á McLaren sextándi. Raikkönen vann mótið í Barcelona í fyrra en varð að sæta sig við að falla út í fyrstu umferð tímatökunnar. Hamilton féll út í annarri umferð tímatökunnar, en mjótt var á munum og Fernando Alonso var 0.022 sekúndum frá því að komast ekki áfram í 10 manna úrslit. Alonso endaði svo í áttunda sæti, heimamönnum til sárra vonbrigða. "Ég rétt slapp í lokahringinn eftir að liðið sendi mig seint af stað. Það munaði bara tveimur sekúndum á því að ég gæti ekki ekið síðasta sprettinn. Ég trúði því svo varla að ég hefði slegið Vettel við í blálokin", sagði Button glaðreifur eftir tímatökuna. Sjá nánar um tímatökuna
Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira