Verðlaun Tómasar veitt 15. október 2009 06:00 Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Borgarstjórinn í Reykjavík, Hanna Birna Kristjánsdóttir, veitti á þriðjudag Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2009. Í ljóðasamkeppni bárust að þessu sinni 42 handrit. Í dómnefnd sátu Kolbrún Bergþórsdóttir formaður, Ingibjörg Haraldsdóttir og Jón Óttar Ragnarsson. Besta ljóðahandritið að mati dómnefndar var Hundgá úr annarri sveit og reyndist það vera eftir Eyþór Árnason. Eyþór er fæddur 2. ágúst 1954. Hann ólst upp í Skagafirði, á Uppsölum í Blönduhlíð, og stundaði almenn sveitastörf fram eftir aldri og tilfallandi vinnu, svo sem við brúarsmíði og grenjavinnslu. Vorið 1983 útskrifaðist hann úr Leiklistarskóla Íslands. Eftir það tóku við ýmis verkefni, svo sem leikstjórn hjá áhugaleikfélögum og vinna við auglýsingagerð. Árið 1987 hóf hann störf hjá Stöð 2 sem sviðsstjóri og vann þar til 2006 er hann flutti sig yfir til Saga Film. Sem stendur er hann sjálfstætt starfandi. Í umsögn dómnefndar segir: „Í bókinni streymir ljóðmálið fram, sterkt og hugmyndaríkt. Kímnin er aldrei langt undan og alls kyns furður gera vart við sig, eins og þegar rjúpurnar hans Guðmundar í Miðdal sem gerðar eru úr gleri lifna við og láta sig hverfa. Í öðru ljóði leggja skip að bryggju bak við mánann þar sem skuggalegir menn bíða með skjalatöskur. Og í enn öðru ljóði kemur Clint Eastwood ríðandi yfir Faxaflóann. Það er gnægð af skemmtilegri hugsun og hugmyndum í þessari ljóðabók.“ Eyþór Árnason hefur ekki áður sent frá sér bók. Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Borgarstjórinn í Reykjavík, Hanna Birna Kristjánsdóttir, veitti á þriðjudag Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2009. Í ljóðasamkeppni bárust að þessu sinni 42 handrit. Í dómnefnd sátu Kolbrún Bergþórsdóttir formaður, Ingibjörg Haraldsdóttir og Jón Óttar Ragnarsson. Besta ljóðahandritið að mati dómnefndar var Hundgá úr annarri sveit og reyndist það vera eftir Eyþór Árnason. Eyþór er fæddur 2. ágúst 1954. Hann ólst upp í Skagafirði, á Uppsölum í Blönduhlíð, og stundaði almenn sveitastörf fram eftir aldri og tilfallandi vinnu, svo sem við brúarsmíði og grenjavinnslu. Vorið 1983 útskrifaðist hann úr Leiklistarskóla Íslands. Eftir það tóku við ýmis verkefni, svo sem leikstjórn hjá áhugaleikfélögum og vinna við auglýsingagerð. Árið 1987 hóf hann störf hjá Stöð 2 sem sviðsstjóri og vann þar til 2006 er hann flutti sig yfir til Saga Film. Sem stendur er hann sjálfstætt starfandi. Í umsögn dómnefndar segir: „Í bókinni streymir ljóðmálið fram, sterkt og hugmyndaríkt. Kímnin er aldrei langt undan og alls kyns furður gera vart við sig, eins og þegar rjúpurnar hans Guðmundar í Miðdal sem gerðar eru úr gleri lifna við og láta sig hverfa. Í öðru ljóði leggja skip að bryggju bak við mánann þar sem skuggalegir menn bíða með skjalatöskur. Og í enn öðru ljóði kemur Clint Eastwood ríðandi yfir Faxaflóann. Það er gnægð af skemmtilegri hugsun og hugmyndum í þessari ljóðabók.“ Eyþór Árnason hefur ekki áður sent frá sér bók.
Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira