Umfjöllun: KR vann mikilvægan sigur í Keflavík Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. desember 2009 20:38 Tommy Johnson reyndist sínum gömlu félögum í Keflavík erfiður í kvöld. Mynd/Vilhelm KR vann í kvöld sigur á Keflavík í hörkuspennandi leik, 100-85, í Iceland Express deild karla.KR byrjaði með miklum krafti í leiknum í kvöld og skoraði fyrstu fimmtán stig leiksins. Staðan var orðin 20-2 þegar að heimamenn vöknuðu loksins til lífsins og fóru að veita gestunum einhverja samkeppni. Keflavík skoraði þá níu stig í röð og náði að minnka muninn í sjö stig áður en fyrsta leikhluta lauk. KR byrjaði leikinn á frábærri vörn en hún dalaði þó eftir því sem leið á leikinn. Keflavík að sama skapi náði upp ágætum varnarleik í öðrum leikhluta og beitti hröðum og árangursríkum sóknum. Til að bæta gráu á svart fyrir KR-inga fór dómgæslan mikið í taugarnar á þeim undir lok fyrri hálfleiks og fengu þeir dæmdar á sig tvær tæknivillur með skömmu millibili. Fyrir vikið náði Keflavík að jafna metin en KR hélt þó forystunni í hálfleik, 50-47. Leikmenn börðust af miklu harðfylgi um hvern einasta bolta í kvöld og var því oft mikill hiti í mönnum. KR-ingar voru áfram með undirtökin í leiknum í þriðja leikhluta og náði til að mynda góðum 12-0 spretti þá. En Keflavík var aldrei langt undan og kom sér aftur inn í leikinn með öflugum sóknarleik. Sverrir Þór Sverrisson kom Keflvíkingum yfir með ótrúlegum þristi úr horninu þegar um fimm mínútur voru eftir. En þá fór allt að ganga á afturfótunum hjá Keflavík. Þeir hættu einfaldlega að nýta skotin sín á meðan að það fór allt ofan í hjá gestunum. Tommy Johnson hafði átt mjög góðan fyrri hálfleik en var lengst af týndir í þeim síðari. Þar til að hann setti niður tvo þrista með skömmu millibili undir lok leiksins og fór langt með að tryggja sínum mönnum sigur. Brynjar Þór Björnsson fylgdi svo eftir með þriðja þristi KR í röð og þar með var ljóst að munurinn var orðinn það mikill að Keflvíkingar myndu ekki ná að brúa bilið á nýjan leik. Eins og tölurnar gefa til kynna var sóknarleikurinn í fyrirrúmi í kvöld en liðin hafa þó oft leikið betri varnarleik. Hörður Axel Vilhjálmsson var drjúgur hjá Keflavík en það dugði ekki til. Sigurður Þorsteinsson og Jón Nordal Hafsteinsson komust einnig ágætlega frá sínu. Mestu munaði að KR-ingar voru að nýta skotin sín mun betur en Keflvíkingar í kvöld. Johnson átti sem fyrr segir mjög góðan leik og annar fyrrum Keflvíkingur, Fannar Ólafsson, var í mjög stóru hlutverki eins og svo oft áður. Hann kórónaði góðan leik með ótrúlegri troðslu á lokamínútu leiksins og fiskaði hann meira að segja villu á Gunnar Einarsson um leið. KR er nú komið upp að hlið Njarðvíkur á toppi Iceland Express-deildar karla með sextán stig en Keflvíkingar eru ekki langt undan með fjórtán stig í fjórða sæti.Stig Keflavíkur: Hörður Axel Vilhjálmsson 21, Sigurður Þorsteinsson 19 (7 frák.), Gunnar Einarsson 14, Sverrir Þór Sverrisson 8, Jón Nordal Hafsteinsson 6, Elentínus Margeirsson 6, Þröstur Leó Jóhannsson 5, Almar Guðbrandsson 3, Davíð Þór Jónsson 3.Stig KR: Tommy Johnson 29, Fannar Ólafsson 23 (11 frák.), Brynjar Þór Björnsson 15, Semaj Inge 10, Darri Hilmarsson 8, Steinar Kaldal 4, Finnur Atli Magnússon 4, Ólafur Már Ægisson 3, Skarphéðinn Ingason 2, Jón Orri Kristjánsson 2 Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hörður Axel: Erfitt að elta Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, var vitanlega ósáttur við tap sinna manna fyrir KR á heimavelli í kvöld. 3. desember 2009 21:25 Tommy Johnson: Góður afmælisdagur Tommy Johnson hélt upp á afmælið sitt í kvöld með góðri frammistöðu gegn hans gömlu félögum í Keflavík er KR vann þar góðan sigur, 100-85. 3. desember 2009 21:39 Páll: Öflugt að vinna í Keflavík Páll Kolbeinsson, þjálfari KR, sagði að það hefði verið öflugt hjá sínum mönnum að vinna sigur á sterku liði Keflavíkur á útivelli. 3. desember 2009 21:32 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Sjá meira
KR vann í kvöld sigur á Keflavík í hörkuspennandi leik, 100-85, í Iceland Express deild karla.KR byrjaði með miklum krafti í leiknum í kvöld og skoraði fyrstu fimmtán stig leiksins. Staðan var orðin 20-2 þegar að heimamenn vöknuðu loksins til lífsins og fóru að veita gestunum einhverja samkeppni. Keflavík skoraði þá níu stig í röð og náði að minnka muninn í sjö stig áður en fyrsta leikhluta lauk. KR byrjaði leikinn á frábærri vörn en hún dalaði þó eftir því sem leið á leikinn. Keflavík að sama skapi náði upp ágætum varnarleik í öðrum leikhluta og beitti hröðum og árangursríkum sóknum. Til að bæta gráu á svart fyrir KR-inga fór dómgæslan mikið í taugarnar á þeim undir lok fyrri hálfleiks og fengu þeir dæmdar á sig tvær tæknivillur með skömmu millibili. Fyrir vikið náði Keflavík að jafna metin en KR hélt þó forystunni í hálfleik, 50-47. Leikmenn börðust af miklu harðfylgi um hvern einasta bolta í kvöld og var því oft mikill hiti í mönnum. KR-ingar voru áfram með undirtökin í leiknum í þriðja leikhluta og náði til að mynda góðum 12-0 spretti þá. En Keflavík var aldrei langt undan og kom sér aftur inn í leikinn með öflugum sóknarleik. Sverrir Þór Sverrisson kom Keflvíkingum yfir með ótrúlegum þristi úr horninu þegar um fimm mínútur voru eftir. En þá fór allt að ganga á afturfótunum hjá Keflavík. Þeir hættu einfaldlega að nýta skotin sín á meðan að það fór allt ofan í hjá gestunum. Tommy Johnson hafði átt mjög góðan fyrri hálfleik en var lengst af týndir í þeim síðari. Þar til að hann setti niður tvo þrista með skömmu millibili undir lok leiksins og fór langt með að tryggja sínum mönnum sigur. Brynjar Þór Björnsson fylgdi svo eftir með þriðja þristi KR í röð og þar með var ljóst að munurinn var orðinn það mikill að Keflvíkingar myndu ekki ná að brúa bilið á nýjan leik. Eins og tölurnar gefa til kynna var sóknarleikurinn í fyrirrúmi í kvöld en liðin hafa þó oft leikið betri varnarleik. Hörður Axel Vilhjálmsson var drjúgur hjá Keflavík en það dugði ekki til. Sigurður Þorsteinsson og Jón Nordal Hafsteinsson komust einnig ágætlega frá sínu. Mestu munaði að KR-ingar voru að nýta skotin sín mun betur en Keflvíkingar í kvöld. Johnson átti sem fyrr segir mjög góðan leik og annar fyrrum Keflvíkingur, Fannar Ólafsson, var í mjög stóru hlutverki eins og svo oft áður. Hann kórónaði góðan leik með ótrúlegri troðslu á lokamínútu leiksins og fiskaði hann meira að segja villu á Gunnar Einarsson um leið. KR er nú komið upp að hlið Njarðvíkur á toppi Iceland Express-deildar karla með sextán stig en Keflvíkingar eru ekki langt undan með fjórtán stig í fjórða sæti.Stig Keflavíkur: Hörður Axel Vilhjálmsson 21, Sigurður Þorsteinsson 19 (7 frák.), Gunnar Einarsson 14, Sverrir Þór Sverrisson 8, Jón Nordal Hafsteinsson 6, Elentínus Margeirsson 6, Þröstur Leó Jóhannsson 5, Almar Guðbrandsson 3, Davíð Þór Jónsson 3.Stig KR: Tommy Johnson 29, Fannar Ólafsson 23 (11 frák.), Brynjar Þór Björnsson 15, Semaj Inge 10, Darri Hilmarsson 8, Steinar Kaldal 4, Finnur Atli Magnússon 4, Ólafur Már Ægisson 3, Skarphéðinn Ingason 2, Jón Orri Kristjánsson 2
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hörður Axel: Erfitt að elta Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, var vitanlega ósáttur við tap sinna manna fyrir KR á heimavelli í kvöld. 3. desember 2009 21:25 Tommy Johnson: Góður afmælisdagur Tommy Johnson hélt upp á afmælið sitt í kvöld með góðri frammistöðu gegn hans gömlu félögum í Keflavík er KR vann þar góðan sigur, 100-85. 3. desember 2009 21:39 Páll: Öflugt að vinna í Keflavík Páll Kolbeinsson, þjálfari KR, sagði að það hefði verið öflugt hjá sínum mönnum að vinna sigur á sterku liði Keflavíkur á útivelli. 3. desember 2009 21:32 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Sjá meira
Hörður Axel: Erfitt að elta Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, var vitanlega ósáttur við tap sinna manna fyrir KR á heimavelli í kvöld. 3. desember 2009 21:25
Tommy Johnson: Góður afmælisdagur Tommy Johnson hélt upp á afmælið sitt í kvöld með góðri frammistöðu gegn hans gömlu félögum í Keflavík er KR vann þar góðan sigur, 100-85. 3. desember 2009 21:39
Páll: Öflugt að vinna í Keflavík Páll Kolbeinsson, þjálfari KR, sagði að það hefði verið öflugt hjá sínum mönnum að vinna sigur á sterku liði Keflavíkur á útivelli. 3. desember 2009 21:32
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum