Umfjöllun: KR vann mikilvægan sigur í Keflavík Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. desember 2009 20:38 Tommy Johnson reyndist sínum gömlu félögum í Keflavík erfiður í kvöld. Mynd/Vilhelm KR vann í kvöld sigur á Keflavík í hörkuspennandi leik, 100-85, í Iceland Express deild karla.KR byrjaði með miklum krafti í leiknum í kvöld og skoraði fyrstu fimmtán stig leiksins. Staðan var orðin 20-2 þegar að heimamenn vöknuðu loksins til lífsins og fóru að veita gestunum einhverja samkeppni. Keflavík skoraði þá níu stig í röð og náði að minnka muninn í sjö stig áður en fyrsta leikhluta lauk. KR byrjaði leikinn á frábærri vörn en hún dalaði þó eftir því sem leið á leikinn. Keflavík að sama skapi náði upp ágætum varnarleik í öðrum leikhluta og beitti hröðum og árangursríkum sóknum. Til að bæta gráu á svart fyrir KR-inga fór dómgæslan mikið í taugarnar á þeim undir lok fyrri hálfleiks og fengu þeir dæmdar á sig tvær tæknivillur með skömmu millibili. Fyrir vikið náði Keflavík að jafna metin en KR hélt þó forystunni í hálfleik, 50-47. Leikmenn börðust af miklu harðfylgi um hvern einasta bolta í kvöld og var því oft mikill hiti í mönnum. KR-ingar voru áfram með undirtökin í leiknum í þriðja leikhluta og náði til að mynda góðum 12-0 spretti þá. En Keflavík var aldrei langt undan og kom sér aftur inn í leikinn með öflugum sóknarleik. Sverrir Þór Sverrisson kom Keflvíkingum yfir með ótrúlegum þristi úr horninu þegar um fimm mínútur voru eftir. En þá fór allt að ganga á afturfótunum hjá Keflavík. Þeir hættu einfaldlega að nýta skotin sín á meðan að það fór allt ofan í hjá gestunum. Tommy Johnson hafði átt mjög góðan fyrri hálfleik en var lengst af týndir í þeim síðari. Þar til að hann setti niður tvo þrista með skömmu millibili undir lok leiksins og fór langt með að tryggja sínum mönnum sigur. Brynjar Þór Björnsson fylgdi svo eftir með þriðja þristi KR í röð og þar með var ljóst að munurinn var orðinn það mikill að Keflvíkingar myndu ekki ná að brúa bilið á nýjan leik. Eins og tölurnar gefa til kynna var sóknarleikurinn í fyrirrúmi í kvöld en liðin hafa þó oft leikið betri varnarleik. Hörður Axel Vilhjálmsson var drjúgur hjá Keflavík en það dugði ekki til. Sigurður Þorsteinsson og Jón Nordal Hafsteinsson komust einnig ágætlega frá sínu. Mestu munaði að KR-ingar voru að nýta skotin sín mun betur en Keflvíkingar í kvöld. Johnson átti sem fyrr segir mjög góðan leik og annar fyrrum Keflvíkingur, Fannar Ólafsson, var í mjög stóru hlutverki eins og svo oft áður. Hann kórónaði góðan leik með ótrúlegri troðslu á lokamínútu leiksins og fiskaði hann meira að segja villu á Gunnar Einarsson um leið. KR er nú komið upp að hlið Njarðvíkur á toppi Iceland Express-deildar karla með sextán stig en Keflvíkingar eru ekki langt undan með fjórtán stig í fjórða sæti.Stig Keflavíkur: Hörður Axel Vilhjálmsson 21, Sigurður Þorsteinsson 19 (7 frák.), Gunnar Einarsson 14, Sverrir Þór Sverrisson 8, Jón Nordal Hafsteinsson 6, Elentínus Margeirsson 6, Þröstur Leó Jóhannsson 5, Almar Guðbrandsson 3, Davíð Þór Jónsson 3.Stig KR: Tommy Johnson 29, Fannar Ólafsson 23 (11 frák.), Brynjar Þór Björnsson 15, Semaj Inge 10, Darri Hilmarsson 8, Steinar Kaldal 4, Finnur Atli Magnússon 4, Ólafur Már Ægisson 3, Skarphéðinn Ingason 2, Jón Orri Kristjánsson 2 Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hörður Axel: Erfitt að elta Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, var vitanlega ósáttur við tap sinna manna fyrir KR á heimavelli í kvöld. 3. desember 2009 21:25 Tommy Johnson: Góður afmælisdagur Tommy Johnson hélt upp á afmælið sitt í kvöld með góðri frammistöðu gegn hans gömlu félögum í Keflavík er KR vann þar góðan sigur, 100-85. 3. desember 2009 21:39 Páll: Öflugt að vinna í Keflavík Páll Kolbeinsson, þjálfari KR, sagði að það hefði verið öflugt hjá sínum mönnum að vinna sigur á sterku liði Keflavíkur á útivelli. 3. desember 2009 21:32 Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Fleiri fréttir „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Sjá meira
KR vann í kvöld sigur á Keflavík í hörkuspennandi leik, 100-85, í Iceland Express deild karla.KR byrjaði með miklum krafti í leiknum í kvöld og skoraði fyrstu fimmtán stig leiksins. Staðan var orðin 20-2 þegar að heimamenn vöknuðu loksins til lífsins og fóru að veita gestunum einhverja samkeppni. Keflavík skoraði þá níu stig í röð og náði að minnka muninn í sjö stig áður en fyrsta leikhluta lauk. KR byrjaði leikinn á frábærri vörn en hún dalaði þó eftir því sem leið á leikinn. Keflavík að sama skapi náði upp ágætum varnarleik í öðrum leikhluta og beitti hröðum og árangursríkum sóknum. Til að bæta gráu á svart fyrir KR-inga fór dómgæslan mikið í taugarnar á þeim undir lok fyrri hálfleiks og fengu þeir dæmdar á sig tvær tæknivillur með skömmu millibili. Fyrir vikið náði Keflavík að jafna metin en KR hélt þó forystunni í hálfleik, 50-47. Leikmenn börðust af miklu harðfylgi um hvern einasta bolta í kvöld og var því oft mikill hiti í mönnum. KR-ingar voru áfram með undirtökin í leiknum í þriðja leikhluta og náði til að mynda góðum 12-0 spretti þá. En Keflavík var aldrei langt undan og kom sér aftur inn í leikinn með öflugum sóknarleik. Sverrir Þór Sverrisson kom Keflvíkingum yfir með ótrúlegum þristi úr horninu þegar um fimm mínútur voru eftir. En þá fór allt að ganga á afturfótunum hjá Keflavík. Þeir hættu einfaldlega að nýta skotin sín á meðan að það fór allt ofan í hjá gestunum. Tommy Johnson hafði átt mjög góðan fyrri hálfleik en var lengst af týndir í þeim síðari. Þar til að hann setti niður tvo þrista með skömmu millibili undir lok leiksins og fór langt með að tryggja sínum mönnum sigur. Brynjar Þór Björnsson fylgdi svo eftir með þriðja þristi KR í röð og þar með var ljóst að munurinn var orðinn það mikill að Keflvíkingar myndu ekki ná að brúa bilið á nýjan leik. Eins og tölurnar gefa til kynna var sóknarleikurinn í fyrirrúmi í kvöld en liðin hafa þó oft leikið betri varnarleik. Hörður Axel Vilhjálmsson var drjúgur hjá Keflavík en það dugði ekki til. Sigurður Þorsteinsson og Jón Nordal Hafsteinsson komust einnig ágætlega frá sínu. Mestu munaði að KR-ingar voru að nýta skotin sín mun betur en Keflvíkingar í kvöld. Johnson átti sem fyrr segir mjög góðan leik og annar fyrrum Keflvíkingur, Fannar Ólafsson, var í mjög stóru hlutverki eins og svo oft áður. Hann kórónaði góðan leik með ótrúlegri troðslu á lokamínútu leiksins og fiskaði hann meira að segja villu á Gunnar Einarsson um leið. KR er nú komið upp að hlið Njarðvíkur á toppi Iceland Express-deildar karla með sextán stig en Keflvíkingar eru ekki langt undan með fjórtán stig í fjórða sæti.Stig Keflavíkur: Hörður Axel Vilhjálmsson 21, Sigurður Þorsteinsson 19 (7 frák.), Gunnar Einarsson 14, Sverrir Þór Sverrisson 8, Jón Nordal Hafsteinsson 6, Elentínus Margeirsson 6, Þröstur Leó Jóhannsson 5, Almar Guðbrandsson 3, Davíð Þór Jónsson 3.Stig KR: Tommy Johnson 29, Fannar Ólafsson 23 (11 frák.), Brynjar Þór Björnsson 15, Semaj Inge 10, Darri Hilmarsson 8, Steinar Kaldal 4, Finnur Atli Magnússon 4, Ólafur Már Ægisson 3, Skarphéðinn Ingason 2, Jón Orri Kristjánsson 2
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hörður Axel: Erfitt að elta Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, var vitanlega ósáttur við tap sinna manna fyrir KR á heimavelli í kvöld. 3. desember 2009 21:25 Tommy Johnson: Góður afmælisdagur Tommy Johnson hélt upp á afmælið sitt í kvöld með góðri frammistöðu gegn hans gömlu félögum í Keflavík er KR vann þar góðan sigur, 100-85. 3. desember 2009 21:39 Páll: Öflugt að vinna í Keflavík Páll Kolbeinsson, þjálfari KR, sagði að það hefði verið öflugt hjá sínum mönnum að vinna sigur á sterku liði Keflavíkur á útivelli. 3. desember 2009 21:32 Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Fleiri fréttir „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Sjá meira
Hörður Axel: Erfitt að elta Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, var vitanlega ósáttur við tap sinna manna fyrir KR á heimavelli í kvöld. 3. desember 2009 21:25
Tommy Johnson: Góður afmælisdagur Tommy Johnson hélt upp á afmælið sitt í kvöld með góðri frammistöðu gegn hans gömlu félögum í Keflavík er KR vann þar góðan sigur, 100-85. 3. desember 2009 21:39
Páll: Öflugt að vinna í Keflavík Páll Kolbeinsson, þjálfari KR, sagði að það hefði verið öflugt hjá sínum mönnum að vinna sigur á sterku liði Keflavíkur á útivelli. 3. desember 2009 21:32
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli