Hryllingur í ríki Davíðs konungs Óli Kristján Ármannsson skrifar 3. janúar 2009 09:46 Hér er talað um að hörmungar ríði yfir í efnahagslífinu og má til sanns vegar færa að hrun gjaldmiðils og bankakerfis boði þrengingar fyrir land og þjóð. Í samfélagi þjóðanna getum við tæpast vænst mikillar samúðar vegna þessa. Verri hlutir hafa verið og eru enn látnir afskiptalausir. Nú horfir hinn vestræni heimur enn eina ferðina í hina áttina meðan Ísraelar drepa fólk á Gaza í Palestínu. Fregnir herma að fyrstu daga ársins séu börn um helmingur þeirra sem hafa verið drepnir. Á um viku hafa nálægt 430 Palestínuarabar verið drepnir. Sárir eru yfir 2.100, venjulegt fólk, konur og börn. Við hæfi er að við Íslendingar, sem vorum með fyrstu ríkjum til að viðurkenna Ísraelsríki, göngum fram með góðu fordæmi og slítum stjórnmálasambandi við landið og krefjumst þess að herveldið láti af ofríki sínu og aðskilnaðarstefnu. Ísraelar eiga að fara að alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Þótt fjármálakerfi okkar hafi beðið skipbrot vegna andvaraleysis íslenskra stjórnmála- og embættismanna þá þýðir það ekki að við eigum að draga okkur inn í skel einangrunar og skömmustu. Íslendingar drógu vagninn þegar að því kom að viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna og við höfum sýnt í verki að við getum látið að okkur kveða. Með því að standa upp til varnar fólki sem níðst hefur verið á áratugum saman myndum við sýna dug sem vonandi nægði til að auka þjóðinni trúverðugleika og reka af henni slyðruorð sem undirlægja Bandaríkjanna í heimspólitíkinni. Væri þar með að hluta bætt fyrir niðurlæginguna þegar Ísland slóst í hóp "viljugra þjóða" sem studdu innrás Bandaríkjanna í Írak. Með því að sýna dálítinn manndóm gæti jafnvel fengist önnur niðurstaða yrði síðar gerð önnur tilraun til að afla okkur sætis í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Búa þarf svo um hnúta að gyðingar, sem ekki geta hugsað sér sambýli við araba þar sem allir nytu jafnra réttinda, geti fengið inni í hverju því ríki sem þeir áttu áður ættir að rekja til, hvort heldur þeir komu frá Evrópu eftir stríð eða öðrum löndum á seinni árum. Vandséð er annað en knýja verði Ísraela til að láta af aðskilnaðarstefnu. Eðlilegast væri að fólk sem þarna deilir heimilisfesti búi í einu og sama landi og sé jafnrétthátt þegar kemur að kosningum og almannaþjónustu. Vonin er kannski veik um að ríkjum Ísraels og Palestínu verði slegið saman í friðar-ríkið "Peace-rael". Við núverandi ástand verður hins vegar ekki unað. Til eru sértrúarhópar sem vilja hlaða undir endurreisn Ísraelsríkis því þar með færist heimurinn skrefi nær hinsta degi þar sem drottinn allsherjar fari um dæmandi lifendur og dauða. Og ofsatrúarhópar gyðinga réttlæta landnám sitt með vísunum í Gamla testamentið. Stuðningur Bandaríkjanna við Ísrael á þó líkast til ekki rætur í trúarofstæki, heldur baráttu um auð, völd og áhrif í heiminum. Olíupólitík lætur sig mannslíf engu skipta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Hér er talað um að hörmungar ríði yfir í efnahagslífinu og má til sanns vegar færa að hrun gjaldmiðils og bankakerfis boði þrengingar fyrir land og þjóð. Í samfélagi þjóðanna getum við tæpast vænst mikillar samúðar vegna þessa. Verri hlutir hafa verið og eru enn látnir afskiptalausir. Nú horfir hinn vestræni heimur enn eina ferðina í hina áttina meðan Ísraelar drepa fólk á Gaza í Palestínu. Fregnir herma að fyrstu daga ársins séu börn um helmingur þeirra sem hafa verið drepnir. Á um viku hafa nálægt 430 Palestínuarabar verið drepnir. Sárir eru yfir 2.100, venjulegt fólk, konur og börn. Við hæfi er að við Íslendingar, sem vorum með fyrstu ríkjum til að viðurkenna Ísraelsríki, göngum fram með góðu fordæmi og slítum stjórnmálasambandi við landið og krefjumst þess að herveldið láti af ofríki sínu og aðskilnaðarstefnu. Ísraelar eiga að fara að alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Þótt fjármálakerfi okkar hafi beðið skipbrot vegna andvaraleysis íslenskra stjórnmála- og embættismanna þá þýðir það ekki að við eigum að draga okkur inn í skel einangrunar og skömmustu. Íslendingar drógu vagninn þegar að því kom að viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna og við höfum sýnt í verki að við getum látið að okkur kveða. Með því að standa upp til varnar fólki sem níðst hefur verið á áratugum saman myndum við sýna dug sem vonandi nægði til að auka þjóðinni trúverðugleika og reka af henni slyðruorð sem undirlægja Bandaríkjanna í heimspólitíkinni. Væri þar með að hluta bætt fyrir niðurlæginguna þegar Ísland slóst í hóp "viljugra þjóða" sem studdu innrás Bandaríkjanna í Írak. Með því að sýna dálítinn manndóm gæti jafnvel fengist önnur niðurstaða yrði síðar gerð önnur tilraun til að afla okkur sætis í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Búa þarf svo um hnúta að gyðingar, sem ekki geta hugsað sér sambýli við araba þar sem allir nytu jafnra réttinda, geti fengið inni í hverju því ríki sem þeir áttu áður ættir að rekja til, hvort heldur þeir komu frá Evrópu eftir stríð eða öðrum löndum á seinni árum. Vandséð er annað en knýja verði Ísraela til að láta af aðskilnaðarstefnu. Eðlilegast væri að fólk sem þarna deilir heimilisfesti búi í einu og sama landi og sé jafnrétthátt þegar kemur að kosningum og almannaþjónustu. Vonin er kannski veik um að ríkjum Ísraels og Palestínu verði slegið saman í friðar-ríkið "Peace-rael". Við núverandi ástand verður hins vegar ekki unað. Til eru sértrúarhópar sem vilja hlaða undir endurreisn Ísraelsríkis því þar með færist heimurinn skrefi nær hinsta degi þar sem drottinn allsherjar fari um dæmandi lifendur og dauða. Og ofsatrúarhópar gyðinga réttlæta landnám sitt með vísunum í Gamla testamentið. Stuðningur Bandaríkjanna við Ísrael á þó líkast til ekki rætur í trúarofstæki, heldur baráttu um auð, völd og áhrif í heiminum. Olíupólitík lætur sig mannslíf engu skipta.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun