Viðskipti erlent

Konur eru nákvæmari við skattskýrslugerð en karlar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Konur skila einfaldara og nákvæmara skattaframtali.
Konur skila einfaldara og nákvæmara skattaframtali.
Um helmingi fleiri karlar en konur svindla eða gera mistök þegar þeir gefa upp til skatts. Þetta sýnir rannsókn dönsku skattstofunnar.

Meira en 16% af öllum körlum sem gefur upp til skatts svindlar eða gerir mistök við skattskýrslugerð, en einungis 11% kvenna gera mistök eða svindla.

Hið sama gildir þegar verið er að tala um fólk sem hefur mjög einfalt heimilisbókhald, eins og Danirnir kalla það. Í slíkum tilfellum gera 6% karla og 4% kvenna mistök eða svindla.

Danska skattstofan telur að skýringuna á þessum kynjamun megi rekja til þess að skattskýrslan hjá körlum sé yfirleitt flóknari en hjá konum. Karlar eru til dæmis líklegri til þess að eiga verðbréf. Þá eru karlmenn líka líklegri til að eiga sumarhús, sem þeir leigja jafnvel út.

Rannsókn dönsku skattstofunnar byggði á gögnum frá 10 þúsund dönskum borgurum, eftir því sem fram kemur á fréttavef DR.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×