Massa spaír Button meistaratitlinum 4. júní 2009 19:36 Felipe Massa lítur á Istanbúl á sinn annan heimavöll eftir 3 sigra á 3 árum. Mynd: Kappakstur.is Felipe Massa hjá Ferrari telur allar líkur á því að Jenson Button og Brawn liðið verði heimsmeistari í Formúlu 1 í ár. Hann hefur unnið mótið í Tyrklandi þrjú ár í röð, en keppt er í Istanbúl um helgina. "Ég gefst ekki upp þótt á mót blási og mun berjast til síðustu beygju, síðasta mótsins. En reynslan segir mér að Brawn liðið landi titlunum í ár. Titilslagnum er lokið í mínum huga", sagði Massa við blaðamenn í Istanbúl í dag. "Red Bull menn eiga möguleika, en Ferrari er hvergi nærri toppnum. Við munum þó berjast til sigurs í öllum mótum og reyna vinna eins mörg og við getum. Tölfræðilega eigum við sjéns, en ég hef enga trú á að Brawn missi flugið. Ég tel að við séum með næsta besta bílinn og ég held að mótið í Istanbúl verði mjög spennandi. Brawn og Red Bull verða okkar helstu keppinautar og ég hlakka til að berjast um sigur", sagði Massa. Fjallið er um mótshaldið í Tyrklandi um helgina í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport kl. 20.00 í kvöld. Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Felipe Massa hjá Ferrari telur allar líkur á því að Jenson Button og Brawn liðið verði heimsmeistari í Formúlu 1 í ár. Hann hefur unnið mótið í Tyrklandi þrjú ár í röð, en keppt er í Istanbúl um helgina. "Ég gefst ekki upp þótt á mót blási og mun berjast til síðustu beygju, síðasta mótsins. En reynslan segir mér að Brawn liðið landi titlunum í ár. Titilslagnum er lokið í mínum huga", sagði Massa við blaðamenn í Istanbúl í dag. "Red Bull menn eiga möguleika, en Ferrari er hvergi nærri toppnum. Við munum þó berjast til sigurs í öllum mótum og reyna vinna eins mörg og við getum. Tölfræðilega eigum við sjéns, en ég hef enga trú á að Brawn missi flugið. Ég tel að við séum með næsta besta bílinn og ég held að mótið í Istanbúl verði mjög spennandi. Brawn og Red Bull verða okkar helstu keppinautar og ég hlakka til að berjast um sigur", sagði Massa. Fjallið er um mótshaldið í Tyrklandi um helgina í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport kl. 20.00 í kvöld.
Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira