Kovalainen: Harður slagur í tímatökum 6. júní 2009 06:04 Heikki Kovalainen frá Finnlandi ekur hjá McLaren við hlið Lewis Hamilton. Mynd: Getty Images Finninn Heikki Kovalainen hjá McLaren telur að harður slagur verði í tímatökum fyrir tyrrkneska Formúlu 1 kappaksturinn, en þær verða í beinni útsendingu kl. 10.45 á Stöð 2 Sport. Kovalainen náði besta tíma dagsins á æfingum í gær. Lokaæfing keppnisliða er kl. 07.55 og er einnig sýnd beint. Gengi Kovalainen til þessa hefur ekki verið upp á´marga fiska, hann hefur fallið úr leik í fjórum mótum af sex, en tók til hendinni ´gær og var fljótastur. Þjóðverjinn Nico Rosberg var fljótastur á fyrri æfingur af tveimur, en Kovalainen á þeirri síðari. Munaði aðeins 0.7 sekúndum á fyrstu sextan bílunum á æfingunum og nýjar keppnisreglur eru að skila mikilli samkeppni og jafnræði. "Það sem mestu máli skiptir er að McLaren bíllinn er í góðu standi og við erum með betri bíl en áður. Það verður mjög harður slagur að komast í 10 manna úrslit og berjast um ráspólinn, fremsta stað á ráslínu. En það er mikið ánægjuefni að við höfum bætt bílinn", sagði Kovalainen. Forystumaðurinn í stigamótinu, Jenson Button var ekki meðal tíu fremstu í gær, en hann er með 16 stiga forskot í stigamóti ökumanna eftir sigur í 5 af 6 mótum ársins.Sjá brautarlýsingu og tölfræði Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Finninn Heikki Kovalainen hjá McLaren telur að harður slagur verði í tímatökum fyrir tyrrkneska Formúlu 1 kappaksturinn, en þær verða í beinni útsendingu kl. 10.45 á Stöð 2 Sport. Kovalainen náði besta tíma dagsins á æfingum í gær. Lokaæfing keppnisliða er kl. 07.55 og er einnig sýnd beint. Gengi Kovalainen til þessa hefur ekki verið upp á´marga fiska, hann hefur fallið úr leik í fjórum mótum af sex, en tók til hendinni ´gær og var fljótastur. Þjóðverjinn Nico Rosberg var fljótastur á fyrri æfingur af tveimur, en Kovalainen á þeirri síðari. Munaði aðeins 0.7 sekúndum á fyrstu sextan bílunum á æfingunum og nýjar keppnisreglur eru að skila mikilli samkeppni og jafnræði. "Það sem mestu máli skiptir er að McLaren bíllinn er í góðu standi og við erum með betri bíl en áður. Það verður mjög harður slagur að komast í 10 manna úrslit og berjast um ráspólinn, fremsta stað á ráslínu. En það er mikið ánægjuefni að við höfum bætt bílinn", sagði Kovalainen. Forystumaðurinn í stigamótinu, Jenson Button var ekki meðal tíu fremstu í gær, en hann er með 16 stiga forskot í stigamóti ökumanna eftir sigur í 5 af 6 mótum ársins.Sjá brautarlýsingu og tölfræði
Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira