Alonso til Ferrari á næsta ári og miklar mannabreytingar í kjölfarið 21. ágúst 2009 22:15 Samherjar á næsta ári? Alonso og Massa á verðlaunapalli. Nordicphotos/GettyImages Fernando Alonso fer til Ferrari á næsta ári frá Renault og mun það væntanlega hrinda af stað miklum mannabreytingum í Formúlu-1. Þetta er opinbert leyndarmál í Formúlunni en liðsstjóri McLaren, Martin Whitmarsh, varð í dag fyrsti háttsetti aðilinn til að greina frá þessu. Hinn tvöfaldi heimsmeistari Alonso er ætlað að aka við hlið Felipe Massa og herma fregnir að Ferrari sé í starfslokaviðræðum við Kimi Raikkonen sem er samningsbundinn út næsta ár hjá félaginu. „Ég held að við vitum öll af því að Fernando-Ferrari skiptin munu hafa dómínó-áhrif á önnur lið,“ sagði Whitmarsh. Alonso forðast spurningar um framtíð sínar eins og heitan eldinn þessa dagana. Talið er að McLaren vilji ráða Nico Rosberg í staðinn Heikki Kovalainen til að aka við hlið Lewis Hamilton en Brawn, Renault og Toyota eru öll talin hafa áhuga á Raikkonen, ef hann fer frá Ferrari. Ef Massa nær sér ekki að fullu af meiðslum sínum, sem þó er búist við, er ekki víst að Raikkonen fari neitt. Robert Kubica og Nick Heidfeld eru eðlilega í leit að nýjum liðum eftir að BMW ákvað að draga sig út úr Formúlunni. Kubica hefur verið orðaður við Williams en Brawn og Renault gætu einnig sýnt honum áhuga. Formúla Mest lesið Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Fernando Alonso fer til Ferrari á næsta ári frá Renault og mun það væntanlega hrinda af stað miklum mannabreytingum í Formúlu-1. Þetta er opinbert leyndarmál í Formúlunni en liðsstjóri McLaren, Martin Whitmarsh, varð í dag fyrsti háttsetti aðilinn til að greina frá þessu. Hinn tvöfaldi heimsmeistari Alonso er ætlað að aka við hlið Felipe Massa og herma fregnir að Ferrari sé í starfslokaviðræðum við Kimi Raikkonen sem er samningsbundinn út næsta ár hjá félaginu. „Ég held að við vitum öll af því að Fernando-Ferrari skiptin munu hafa dómínó-áhrif á önnur lið,“ sagði Whitmarsh. Alonso forðast spurningar um framtíð sínar eins og heitan eldinn þessa dagana. Talið er að McLaren vilji ráða Nico Rosberg í staðinn Heikki Kovalainen til að aka við hlið Lewis Hamilton en Brawn, Renault og Toyota eru öll talin hafa áhuga á Raikkonen, ef hann fer frá Ferrari. Ef Massa nær sér ekki að fullu af meiðslum sínum, sem þó er búist við, er ekki víst að Raikkonen fari neitt. Robert Kubica og Nick Heidfeld eru eðlilega í leit að nýjum liðum eftir að BMW ákvað að draga sig út úr Formúlunni. Kubica hefur verið orðaður við Williams en Brawn og Renault gætu einnig sýnt honum áhuga.
Formúla Mest lesið Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira