Francesco Totti, fyrirliði Roma, hefur tilkynnt að hann sé að fara að skrifa undir nýjan samning við félagið. Totti mun spila næstu fimm ár í búningi Roma en samningurinn er til 2014.
Totti er lifandi goðsögn í Rómarborg en hann er leikja- og markahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins. Hann hefur allan sinn feril leikið með Roma.