Nýting og niðurrif Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar 29. júní 2009 06:00 Nú á miðju sumri hopar jafnvel ljótleiki kreppunnar dálítið fyrir birtunni, næstum allt virðist fallegra í góðu veðri. Ummerki hrunsins eru þó hvarvetna sýnileg, jafn sorglega æpandi og daglegar fréttir af atvinnuleysi og gjaldþrotum. Enginn er ósnortinn, nema að því er virðist þeir sem í eigin þágu hjuggu harðast í undirstöðurnar en sýna nú ekki snefil af eftirsjá. Um daginn birtist lítil en athyglisverð frétt í Mogganum. Þar segir frá bandarískri hugmynd um að rífa hverfi í niðurníðslu til að stemma stigu við hnignun borga og því líkt við það þegar visin grein er sniðin af annars lifandi tré. Í stað þess að bíða eftir því að yfirgefnar byggingar smiti vesöldinni út í umhverfið sé betra að skipuleggja borgina upp á nýtt, fjarlægja ræksnin. Sjaldan höfum við haft meiri þörf fyrir gagnlegt ímyndunarafl og nú. Vissulega er hér enn ekki að finna niðurnídd hverfi sambærileg þeim sem kveiktu umrædda hugmynd, en kannski getum við staðfært hana og notað, því nógur er efniviðurinn. Til dæmis fjöldinn allur af óseldum íbúðum, hálfköruðum byggingum og verklausum vinnuvélum. Sívaxandi atvinnuleysi. Félagslegar íbúðarblokkir. Og skortur á fangelsisrými svo nú þurfa brotamenn jafnvel að deila herberginu sínu. Varðandi það síðasta verð ég reyndar að játa að samúð mín er dálítið upptekin, til dæmis hjá heiðarlegu fólki á elliheimilum sem allt of lengi hefur þurft að sætta sig við að kúldrast síðustu æviárin með herbergisfélögum. En burtséð frá mínum prívat skoðunum höfum við ýmis verkefni við höndina. Í fyrsta lagi eiga ríkisbankarnir nú þegar fjölda auðra íbúða vítt og breitt. Samansöfnuð vandamál hafa tilhneigingu til að eflast fremur en leysast. Í stað þess að hrúga þeim félagslega þurfandi saman á fáa fátæktarstimplaða staði væri hægt að bjóða þeim betri kosti og nýta þannig þetta ónotaða húsnæði. Í öðu lagi eru niðurníddu félagsíbúðarblokkirnar hvergi betur komnar en á haugunum og til þess höfum við nú margar margar verklausar, en vinnufúsar hendur. Í þriðja lagi standa efstu hæðirnar á ljóta glerturninum í Borgartúninu auðar og eru upplagðar í nýtt fangelsi. Glæsilegt skuldafangelsi fyrir til dæmis þá sem komu okkur á kaldan klakann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun
Nú á miðju sumri hopar jafnvel ljótleiki kreppunnar dálítið fyrir birtunni, næstum allt virðist fallegra í góðu veðri. Ummerki hrunsins eru þó hvarvetna sýnileg, jafn sorglega æpandi og daglegar fréttir af atvinnuleysi og gjaldþrotum. Enginn er ósnortinn, nema að því er virðist þeir sem í eigin þágu hjuggu harðast í undirstöðurnar en sýna nú ekki snefil af eftirsjá. Um daginn birtist lítil en athyglisverð frétt í Mogganum. Þar segir frá bandarískri hugmynd um að rífa hverfi í niðurníðslu til að stemma stigu við hnignun borga og því líkt við það þegar visin grein er sniðin af annars lifandi tré. Í stað þess að bíða eftir því að yfirgefnar byggingar smiti vesöldinni út í umhverfið sé betra að skipuleggja borgina upp á nýtt, fjarlægja ræksnin. Sjaldan höfum við haft meiri þörf fyrir gagnlegt ímyndunarafl og nú. Vissulega er hér enn ekki að finna niðurnídd hverfi sambærileg þeim sem kveiktu umrædda hugmynd, en kannski getum við staðfært hana og notað, því nógur er efniviðurinn. Til dæmis fjöldinn allur af óseldum íbúðum, hálfköruðum byggingum og verklausum vinnuvélum. Sívaxandi atvinnuleysi. Félagslegar íbúðarblokkir. Og skortur á fangelsisrými svo nú þurfa brotamenn jafnvel að deila herberginu sínu. Varðandi það síðasta verð ég reyndar að játa að samúð mín er dálítið upptekin, til dæmis hjá heiðarlegu fólki á elliheimilum sem allt of lengi hefur þurft að sætta sig við að kúldrast síðustu æviárin með herbergisfélögum. En burtséð frá mínum prívat skoðunum höfum við ýmis verkefni við höndina. Í fyrsta lagi eiga ríkisbankarnir nú þegar fjölda auðra íbúða vítt og breitt. Samansöfnuð vandamál hafa tilhneigingu til að eflast fremur en leysast. Í stað þess að hrúga þeim félagslega þurfandi saman á fáa fátæktarstimplaða staði væri hægt að bjóða þeim betri kosti og nýta þannig þetta ónotaða húsnæði. Í öðu lagi eru niðurníddu félagsíbúðarblokkirnar hvergi betur komnar en á haugunum og til þess höfum við nú margar margar verklausar, en vinnufúsar hendur. Í þriðja lagi standa efstu hæðirnar á ljóta glerturninum í Borgartúninu auðar og eru upplagðar í nýtt fangelsi. Glæsilegt skuldafangelsi fyrir til dæmis þá sem komu okkur á kaldan klakann.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun