Sýnir málverk af Grýlu og Gretti Freyr Bjarnason skrifar 4. apríl 2009 06:00 Þrándur sækir viðfangsefni sín í þjóðsögur og Íslendingasögurnar en einnig er á sýningunni heldur óvenjuleg sjálfsmynd Þrándar. Grýla, Grettir Ásmundarson og Egill Skallagrímsson birtast ljóslifandi í verkum Þrándar Þórarinssonar listmálara, sem opnar aðra einkasýningu sína í dag. Samkvæmt þjóðsögunni kemur Grýla til byggða og étur óþekku börnin og í málverki Þrándar er farið með söguna alla leið. „Maður er ekkert voðalega hræddur við að sjá kerlingu með stórt nef sem er skopmyndaleg. Ég málaði hana sem virkilega viðbjóðslega flökkukerlingu,“ segir Þrándur, sem sækir viðfangsefni sín bæði í þjóðsögur og Íslendingasögurnar. Á meðal annarra olíumálverka á sýningunni eru myndir af Heklugosinu, fjallkonunni, kristnitökunni og Flugumýrarbrennu. Einnig er á sýningunni heldur óvenjuleg sjálfsmynd Þrándar. „Ég málaði sjálfan mig sem flotaforingja. Ég vildi bara mála mig í eins huggulegum múnderingum og ég gat hugsað mér,“ segir hann. Þrándur, sem er fæddur 1978, nam málaralistina hjá norska listmálaranum Odd Nerdrum á árunum 2003 til 2006 eftir nám hér á landi í Listaháskóla Íslands og Myndlistaskólanum á Akureyri. Einkasýning hans verður haldin á Laugavegi 51 og opnuð kl. 14 í dag. Hún stendur yfir til 19. apríl og er opin daglega frá 13 til 17. Tengdar fréttir Grýla vekur alheimsathygli Hin gamla góða íslenska Grýla hefur vakið mikla athygli um helgina. Ástæðan er sú að ljósmynd af málverki sem listamaðurinn Þrándur Þórarinsson málaði fyrir listasýningu árið 2009 fer eins og eldur í sinu um internetið. Ljósmyndin var sett á tenglavefinn reddit og hafa tæplega 620 þúsund manns séð hana á einum sólarhring. Í texta með myndinni á reddit segir að samkvæmt gamalli þjóðsögu éti Grýla börn ef þau haga sér ekki vel um jólin. 25. nóvember 2012 22:03 Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Grýla, Grettir Ásmundarson og Egill Skallagrímsson birtast ljóslifandi í verkum Þrándar Þórarinssonar listmálara, sem opnar aðra einkasýningu sína í dag. Samkvæmt þjóðsögunni kemur Grýla til byggða og étur óþekku börnin og í málverki Þrándar er farið með söguna alla leið. „Maður er ekkert voðalega hræddur við að sjá kerlingu með stórt nef sem er skopmyndaleg. Ég málaði hana sem virkilega viðbjóðslega flökkukerlingu,“ segir Þrándur, sem sækir viðfangsefni sín bæði í þjóðsögur og Íslendingasögurnar. Á meðal annarra olíumálverka á sýningunni eru myndir af Heklugosinu, fjallkonunni, kristnitökunni og Flugumýrarbrennu. Einnig er á sýningunni heldur óvenjuleg sjálfsmynd Þrándar. „Ég málaði sjálfan mig sem flotaforingja. Ég vildi bara mála mig í eins huggulegum múnderingum og ég gat hugsað mér,“ segir hann. Þrándur, sem er fæddur 1978, nam málaralistina hjá norska listmálaranum Odd Nerdrum á árunum 2003 til 2006 eftir nám hér á landi í Listaháskóla Íslands og Myndlistaskólanum á Akureyri. Einkasýning hans verður haldin á Laugavegi 51 og opnuð kl. 14 í dag. Hún stendur yfir til 19. apríl og er opin daglega frá 13 til 17.
Tengdar fréttir Grýla vekur alheimsathygli Hin gamla góða íslenska Grýla hefur vakið mikla athygli um helgina. Ástæðan er sú að ljósmynd af málverki sem listamaðurinn Þrándur Þórarinsson málaði fyrir listasýningu árið 2009 fer eins og eldur í sinu um internetið. Ljósmyndin var sett á tenglavefinn reddit og hafa tæplega 620 þúsund manns séð hana á einum sólarhring. Í texta með myndinni á reddit segir að samkvæmt gamalli þjóðsögu éti Grýla börn ef þau haga sér ekki vel um jólin. 25. nóvember 2012 22:03 Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Grýla vekur alheimsathygli Hin gamla góða íslenska Grýla hefur vakið mikla athygli um helgina. Ástæðan er sú að ljósmynd af málverki sem listamaðurinn Þrándur Þórarinsson málaði fyrir listasýningu árið 2009 fer eins og eldur í sinu um internetið. Ljósmyndin var sett á tenglavefinn reddit og hafa tæplega 620 þúsund manns séð hana á einum sólarhring. Í texta með myndinni á reddit segir að samkvæmt gamalli þjóðsögu éti Grýla börn ef þau haga sér ekki vel um jólin. 25. nóvember 2012 22:03