Sá er hlífa skyldi Steinunn Stefánsdóttir skrifar 30. mars 2009 06:00 Ein helsta ástæða þess hversu vel einelti þreifst lengi í skólum og á vinnustöðum er sú tilhneiging, ekki bara fjöldans heldur einnig þeirra sem með valdið fara, að leggjast á sveif með hinum sterkari í stað þess að snúast til varnar fyrir þann sem á undir högg að sækja. Sem betur fer hefur orðið vakning á þessu sviði og í það minnsta má vona að einelti þrífist ekki með sama hætti og var bara fyrir fáeinum árum og að áfram muni úr því draga. Þeir sem stjórna skólum og leikskólum eru sem betur fer allflestir vakandi fyrir því hlutverki sínu að standa vörð um þá einstaklinga sem þeim hefur verið trúað fyrir. Þó eru á þessu undantekningar sem birst hafa dæmi um síðustu vikur. Á dögunum virtist leikskólastjóri í Reykjavík telja að hlutverk hans væri fremur að standa vörð um réttindi og kjör starfsmanns síns en barns, nemanda við leikskólann, sem þessi starfsmaður hafði slegið til, jafnvel oftar en einu sinni. Leikskólastjórinn fékk stuðning baklands síns, Leikskólasviðs borgarinnar. Það var ekki fyrr en málið komst á borð borgarstjórans í Reykjavík að starfsmaðurinn var leystur frá störfum, að hagsmunir og öryggi leikskólabarnsins voru hafðir í fyrirrúmi en ekki kjaramál starfsmannsins brotlega. Í framhaldsskóla á Suðurlandi var 16 ára piltur barinn af skólabræðrum sínum í upphafi árs. Sömu gerendur voru nýlega dæmdir fyrir líkamsárás á annan pilt. Ofbeldismennirnir tveir stunda enn nám við skólann. Enn er taumur hins sterkari dreginn og aftur fær skólastjórinn stuðning baklandsins, í þessu tilviki menntamálaráðuneytisins. Og það er ekki fyrr en málið er komið á borð ráðherrans sjálfs að skólastjórinn er hvattur til að endurskoða ákvörðun sína. Í síðustu viku var framhaldsskólakennari dæmdur fyrir að hafa haft í fórum sínum barnaklám. Eftir að dómur var fallinn mætti kennarinn til sinna starfa eins og ekkert hefði í skorist. Að vísu beindist ofbeldið sem kennarinn var dæmdur fyrir ekki að nemendunum hans beint. Ljóst hlýtur þó að vera að aldrei á að bjóða táningum upp á kennslu manns sem haldinn er barnagirnd. Því hefði maðurinn vitanlega átt að víkja úr starfi sínu um leið og rannsókn hófst. Skilaboðin sem framannefndir skólastjórnendur senda nemendum sínum er að ofbeldi sé liðið innan skólans, að litið sé á það sem tiltölulega léttvæga yfirsjón að leggja hendur á barn, að ganga í skrokk á unglingi og horfa á klámfengnar myndir af börnum; að nemendurnir beri sjálfir ábyrgð á því að verjast ofbeldinu en skólinn gegni þar ekki hlutverki. Ekki má gleyma því að allir eiga rétt á uppreisn æru og að bæta fyrir brot sín. Það verður þó að gerast á öðrum stað og á öðrum tíma. Sem betur fer eru langflestir skólastjórnendur á öllum skólastigum algerlega meðvitaðir um ábyrgð sína gagnvart skjólstæðingum sínum, nemendunum. Hér er um undantekningadæmi að ræða. Þetta eru þó undantekningar sem aldrei ættu að eiga sér stað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Ein helsta ástæða þess hversu vel einelti þreifst lengi í skólum og á vinnustöðum er sú tilhneiging, ekki bara fjöldans heldur einnig þeirra sem með valdið fara, að leggjast á sveif með hinum sterkari í stað þess að snúast til varnar fyrir þann sem á undir högg að sækja. Sem betur fer hefur orðið vakning á þessu sviði og í það minnsta má vona að einelti þrífist ekki með sama hætti og var bara fyrir fáeinum árum og að áfram muni úr því draga. Þeir sem stjórna skólum og leikskólum eru sem betur fer allflestir vakandi fyrir því hlutverki sínu að standa vörð um þá einstaklinga sem þeim hefur verið trúað fyrir. Þó eru á þessu undantekningar sem birst hafa dæmi um síðustu vikur. Á dögunum virtist leikskólastjóri í Reykjavík telja að hlutverk hans væri fremur að standa vörð um réttindi og kjör starfsmanns síns en barns, nemanda við leikskólann, sem þessi starfsmaður hafði slegið til, jafnvel oftar en einu sinni. Leikskólastjórinn fékk stuðning baklands síns, Leikskólasviðs borgarinnar. Það var ekki fyrr en málið komst á borð borgarstjórans í Reykjavík að starfsmaðurinn var leystur frá störfum, að hagsmunir og öryggi leikskólabarnsins voru hafðir í fyrirrúmi en ekki kjaramál starfsmannsins brotlega. Í framhaldsskóla á Suðurlandi var 16 ára piltur barinn af skólabræðrum sínum í upphafi árs. Sömu gerendur voru nýlega dæmdir fyrir líkamsárás á annan pilt. Ofbeldismennirnir tveir stunda enn nám við skólann. Enn er taumur hins sterkari dreginn og aftur fær skólastjórinn stuðning baklandsins, í þessu tilviki menntamálaráðuneytisins. Og það er ekki fyrr en málið er komið á borð ráðherrans sjálfs að skólastjórinn er hvattur til að endurskoða ákvörðun sína. Í síðustu viku var framhaldsskólakennari dæmdur fyrir að hafa haft í fórum sínum barnaklám. Eftir að dómur var fallinn mætti kennarinn til sinna starfa eins og ekkert hefði í skorist. Að vísu beindist ofbeldið sem kennarinn var dæmdur fyrir ekki að nemendunum hans beint. Ljóst hlýtur þó að vera að aldrei á að bjóða táningum upp á kennslu manns sem haldinn er barnagirnd. Því hefði maðurinn vitanlega átt að víkja úr starfi sínu um leið og rannsókn hófst. Skilaboðin sem framannefndir skólastjórnendur senda nemendum sínum er að ofbeldi sé liðið innan skólans, að litið sé á það sem tiltölulega léttvæga yfirsjón að leggja hendur á barn, að ganga í skrokk á unglingi og horfa á klámfengnar myndir af börnum; að nemendurnir beri sjálfir ábyrgð á því að verjast ofbeldinu en skólinn gegni þar ekki hlutverki. Ekki má gleyma því að allir eiga rétt á uppreisn æru og að bæta fyrir brot sín. Það verður þó að gerast á öðrum stað og á öðrum tíma. Sem betur fer eru langflestir skólastjórnendur á öllum skólastigum algerlega meðvitaðir um ábyrgð sína gagnvart skjólstæðingum sínum, nemendunum. Hér er um undantekningadæmi að ræða. Þetta eru þó undantekningar sem aldrei ættu að eiga sér stað.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun