Gítarleikari The Stooges látinn 7. janúar 2009 08:00 The Stooges árið 2006 Í gær bárust þær sorgarfréttir að gítarleikarinn Ronald „Ron" Asheton væri látinn. Lögreglan fann hann látinn á heimili hans í Ann Arbor í Michigan-ríki Bandaríkjanna eftir tilkynningu um að ekkert hefði til hans spurst dögum saman. Hann mun hafa verið látinn í nokkra daga en krufning mun leiða í ljós dánarorsökina. Ron var sextugur. Ron er frægastur fyrir gítarleik sinn með hljómsveitinni The Stooges, sem hann stofnaði með bróður sínum Scott og Iggy Pop í Ann Arbor árið 1967. Þetta voru utanveltu náungar sem spiluðu hrátt rokk í algjörri mótsögn við ríkjandi „melló" sýru- og hipparokk. Bandið gerði þrjár sígildar plötur fyrir Elektra-útgáfuna sem urðu nokkrum árum síðar mikilvægasti leiðarvísirinn fyrir pönkið. Einfaldur en eitursnjall gítarleikur Rons á því stóran hlut í fæðingu pönksins. Hann var kjörinn 29. besti gítarleikari rokksins í kosningu tímaritsins Rolling Stone. Eftir að Ron hætti í The Stooges skömmu upp úr 1970 lék hann með Destroy All Monsters og fleiri lítt þekktum böndum auk þess að taka upp fyrir ung bönd. Hann og Scott bróðir hans unnu aftur með Iggy á sólóplötu hans Skull Ring árið 2003. Það var neistinn sem kveikti í endurkomu The Stooges og skilaði sér í plötunni The Weirdness. Ron kom til Íslands í maí árið 2006 þegar The Stooges spiluðu á eftirminnilegum tónleikum í Hafnarhúsinu. Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Í gær bárust þær sorgarfréttir að gítarleikarinn Ronald „Ron" Asheton væri látinn. Lögreglan fann hann látinn á heimili hans í Ann Arbor í Michigan-ríki Bandaríkjanna eftir tilkynningu um að ekkert hefði til hans spurst dögum saman. Hann mun hafa verið látinn í nokkra daga en krufning mun leiða í ljós dánarorsökina. Ron var sextugur. Ron er frægastur fyrir gítarleik sinn með hljómsveitinni The Stooges, sem hann stofnaði með bróður sínum Scott og Iggy Pop í Ann Arbor árið 1967. Þetta voru utanveltu náungar sem spiluðu hrátt rokk í algjörri mótsögn við ríkjandi „melló" sýru- og hipparokk. Bandið gerði þrjár sígildar plötur fyrir Elektra-útgáfuna sem urðu nokkrum árum síðar mikilvægasti leiðarvísirinn fyrir pönkið. Einfaldur en eitursnjall gítarleikur Rons á því stóran hlut í fæðingu pönksins. Hann var kjörinn 29. besti gítarleikari rokksins í kosningu tímaritsins Rolling Stone. Eftir að Ron hætti í The Stooges skömmu upp úr 1970 lék hann með Destroy All Monsters og fleiri lítt þekktum böndum auk þess að taka upp fyrir ung bönd. Hann og Scott bróðir hans unnu aftur með Iggy á sólóplötu hans Skull Ring árið 2003. Það var neistinn sem kveikti í endurkomu The Stooges og skilaði sér í plötunni The Weirdness. Ron kom til Íslands í maí árið 2006 þegar The Stooges spiluðu á eftirminnilegum tónleikum í Hafnarhúsinu.
Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira