Örlög Moggans Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 21. september 2009 06:00 Ritstjórinn á Morgunblaðinu, Ólafur Stephensen, hefur látið af störfum sökum þess að skoðanafrelsi og tjáningarfrelsi er nýjum eigendum blaðsins ekki að skapi. Þeir vilja að í blaðinu ríki þeirra skoðanir á málum sem þeir telja að til framfara horfi. Við áskrifendur og lesendur Moggans höfum ekki tekið eftir öðru en Ólafur hafi staðið sig þokkalega í starfi, blaðið hafi undir hans stjórn frekar styrkst sem opinn fjölmiðill en hitt. Og okkur sem vinnum á miðlum í eigu fyrirtækja sem Jón Ásgeir ræður stórum hlutum í, bregður vitaskuld í brún: misserunum saman höfum við legið undir almennu ámæli: að við göngum daglega til starfa eftir beinum fyrirskipunum frá Jóni og Ingibjörgu um að við skulum hafa þessa og hina hlið uppi á málum í umfjöllun Fréttablaðsins. Hvergi hafa þessar ávirðingar birst ljósar en hjá einstaka blaðamönnum Moggans. Baugsmiðlar skulu þeir heita. Og lygin lifir lengi ef hún er höfð yfir nógu oft. Gamlar konur sögðu jafnan: „Mogginn lýgur ekki" og fylgdi kaldur hæðnishlátur fullyrðingunni: „Mogginn var danskt blað fyrst í stað, svo gerðist hann þýskt blað eða breskt eftir því hvernig stóð í heimsmálunum, á endanum varð hann amerískt blað." Og svo mátti rekja þræðina frá fjölskyldunum sem áttu blaðið inn á ritstjórnina og hvernig það tengdist leynt og ljóst ráðandi öflum í íslensku samfélagi, hvernig auglýsingamáttur heildsala, verslunar og framleiðslufyrirtækja, hélt blaðinu lifandi og þannig fram þeim „áherslum í ritstjórnarstefnu" sem þeim hagsmunum var geðfelld. Á tímabili virtist sú staða komin upp í íslensku samfélagi að hér yrði aðeins eitt dagblað líkt og í harðsvíruðum einræðisríkjum, rétt eins og hér væri bara einn flokkur. Mogginn varð klettur og og undir þá trú tóku menn í Aðalstrætinu. Og í mikillætinu sem rann vinnufólki þar á bæ í blóðið var ráðist í fjárfestingar: reist ný prentsmiðja sem gat prentað öll íslensk dagblöð á hálfri næturvakt, byggt hús teiknað af einum úr fjölskyldunni sem sæmdi blaði hjá milljónaþjóð. En raunveruleikinn bankaði að dyrum: banki hélt blaðinu uppi allt liðið ár þar til útgerðarkona í Eyjum lagði fram fé til að kaupa þrotabúið með miklum afslætti: milljarðar lágu eftir á kostnað almennings sem þá hafði þjóðnýtt bankann. Árvakur reyndist þegar til kom vera illa rekið fyrirtæki. Mogginn var rekinn misserum saman með bullandi tapi. Nú er samankominn eigendahópur að Mogganum sem hefur áður reynt fyrir sér með misjöfnum árangri í fjölmiðlarekstri á Íslandi: Stöð 3 og DV voru síðustu hjallarnir sem þessi hópur sótti yfir: DV drap hann með „áherslum í ritstjórnarstefnu", stórum og tryggum lesendahóp tókst að útrýma með einstefnu í pólitísku trúboði og leiðindum. Og nú á að reyna enn - takist mönnum að öngla saman í kaupverðið sem er ekki að fullu greitt. Og ekki er eigendaskráin að fullu ljós. Né heldur hversu bankinn verður leiðitamur að þessu sinni. Í hinum vestræna heimi eru borgaraleg blöð í vörn. Margt í miðlun bendir til að þau séu liðin tíð. Aðrar leiðir taki yfir í miðlun upplýsinga, áróðurs og skoðana. Og þá hefst kvakið um að Mogginn megi ekki deyja. Hann sé ómissandi með morgunkaffinu, rétt eins og morgunbænin og almættið. En hann hefur alltaf verið prívatbissniss fyrir hina fáu og ríku, tryggur ofbeldi heimsvaldastefnu og auðstétta heimsins. Hann er gamall og grimmur þjónn og hefur alla sína tíð reynst íslenskri alþýðu rándýr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun
Ritstjórinn á Morgunblaðinu, Ólafur Stephensen, hefur látið af störfum sökum þess að skoðanafrelsi og tjáningarfrelsi er nýjum eigendum blaðsins ekki að skapi. Þeir vilja að í blaðinu ríki þeirra skoðanir á málum sem þeir telja að til framfara horfi. Við áskrifendur og lesendur Moggans höfum ekki tekið eftir öðru en Ólafur hafi staðið sig þokkalega í starfi, blaðið hafi undir hans stjórn frekar styrkst sem opinn fjölmiðill en hitt. Og okkur sem vinnum á miðlum í eigu fyrirtækja sem Jón Ásgeir ræður stórum hlutum í, bregður vitaskuld í brún: misserunum saman höfum við legið undir almennu ámæli: að við göngum daglega til starfa eftir beinum fyrirskipunum frá Jóni og Ingibjörgu um að við skulum hafa þessa og hina hlið uppi á málum í umfjöllun Fréttablaðsins. Hvergi hafa þessar ávirðingar birst ljósar en hjá einstaka blaðamönnum Moggans. Baugsmiðlar skulu þeir heita. Og lygin lifir lengi ef hún er höfð yfir nógu oft. Gamlar konur sögðu jafnan: „Mogginn lýgur ekki" og fylgdi kaldur hæðnishlátur fullyrðingunni: „Mogginn var danskt blað fyrst í stað, svo gerðist hann þýskt blað eða breskt eftir því hvernig stóð í heimsmálunum, á endanum varð hann amerískt blað." Og svo mátti rekja þræðina frá fjölskyldunum sem áttu blaðið inn á ritstjórnina og hvernig það tengdist leynt og ljóst ráðandi öflum í íslensku samfélagi, hvernig auglýsingamáttur heildsala, verslunar og framleiðslufyrirtækja, hélt blaðinu lifandi og þannig fram þeim „áherslum í ritstjórnarstefnu" sem þeim hagsmunum var geðfelld. Á tímabili virtist sú staða komin upp í íslensku samfélagi að hér yrði aðeins eitt dagblað líkt og í harðsvíruðum einræðisríkjum, rétt eins og hér væri bara einn flokkur. Mogginn varð klettur og og undir þá trú tóku menn í Aðalstrætinu. Og í mikillætinu sem rann vinnufólki þar á bæ í blóðið var ráðist í fjárfestingar: reist ný prentsmiðja sem gat prentað öll íslensk dagblöð á hálfri næturvakt, byggt hús teiknað af einum úr fjölskyldunni sem sæmdi blaði hjá milljónaþjóð. En raunveruleikinn bankaði að dyrum: banki hélt blaðinu uppi allt liðið ár þar til útgerðarkona í Eyjum lagði fram fé til að kaupa þrotabúið með miklum afslætti: milljarðar lágu eftir á kostnað almennings sem þá hafði þjóðnýtt bankann. Árvakur reyndist þegar til kom vera illa rekið fyrirtæki. Mogginn var rekinn misserum saman með bullandi tapi. Nú er samankominn eigendahópur að Mogganum sem hefur áður reynt fyrir sér með misjöfnum árangri í fjölmiðlarekstri á Íslandi: Stöð 3 og DV voru síðustu hjallarnir sem þessi hópur sótti yfir: DV drap hann með „áherslum í ritstjórnarstefnu", stórum og tryggum lesendahóp tókst að útrýma með einstefnu í pólitísku trúboði og leiðindum. Og nú á að reyna enn - takist mönnum að öngla saman í kaupverðið sem er ekki að fullu greitt. Og ekki er eigendaskráin að fullu ljós. Né heldur hversu bankinn verður leiðitamur að þessu sinni. Í hinum vestræna heimi eru borgaraleg blöð í vörn. Margt í miðlun bendir til að þau séu liðin tíð. Aðrar leiðir taki yfir í miðlun upplýsinga, áróðurs og skoðana. Og þá hefst kvakið um að Mogginn megi ekki deyja. Hann sé ómissandi með morgunkaffinu, rétt eins og morgunbænin og almættið. En hann hefur alltaf verið prívatbissniss fyrir hina fáu og ríku, tryggur ofbeldi heimsvaldastefnu og auðstétta heimsins. Hann er gamall og grimmur þjónn og hefur alla sína tíð reynst íslenskri alþýðu rándýr.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun