Trulli tileinkaði fórnarlömbum jarðskjálta árangurinn 25. apríl 2009 18:09 Sebastian Vettel, Jarno Trulli og Timo Glock voru fremstir í tímatökum í Bahrain í dag. Mynd: Getty Images Formúlu 1 ökumaðurinn Jarno Trulli frá Ítalíu tileinkaði árangurinn í tímatökum í Bahrain í dag fórnarlömbum jarðaskjálftahrinu í héraðinu Ambruzzo á Ítalíu fyrir nokkrum vikum. Hann býr sjálfur í Pescara á Ítalíu sem er í sama héraði. "Það er frábært að vera aftur fremstur á ráslínu. Mótshelgin hefur gengið vel, nema í morgun að þá lenti ég í vandræðum með bremsukerfið. Ég hef smávegis áhyggjur af því fyrir kappaksturinn. Það reynir mikið á bremsurnar á þessari braut. Pedallinn varð linari og linari eftir því sem á leið tímatökuna", sagði Trulli eftir tímatökuna í Bahrain sem var mjög spennandi. "Ég hef náð að halda dekkjunum góðum og það er lokst að allt að ganga upp samkvæmt plani. Fyrstu þrjú mótin voru ekkert sérlega góð. Það vil ég tileinka þennan ráspól liði mínu og fólkinu heima í Abruzzo á Ítalíu sem upplifði skelfilegan jarðskjálfta í síðustu viku", sagði Trulli. Keppnisgalli hans var merktur Abruzzo héraðinu og hjartalaga merki og hann benti ákaft á merkið eftir að hann fagnaði ráspólnum. Kappaksturinn í Bahrain er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11:30 á sunnudag. sjá fleiri ummæli ökumanna Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Valur tímabundið á toppinn Handbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Formúlu 1 ökumaðurinn Jarno Trulli frá Ítalíu tileinkaði árangurinn í tímatökum í Bahrain í dag fórnarlömbum jarðaskjálftahrinu í héraðinu Ambruzzo á Ítalíu fyrir nokkrum vikum. Hann býr sjálfur í Pescara á Ítalíu sem er í sama héraði. "Það er frábært að vera aftur fremstur á ráslínu. Mótshelgin hefur gengið vel, nema í morgun að þá lenti ég í vandræðum með bremsukerfið. Ég hef smávegis áhyggjur af því fyrir kappaksturinn. Það reynir mikið á bremsurnar á þessari braut. Pedallinn varð linari og linari eftir því sem á leið tímatökuna", sagði Trulli eftir tímatökuna í Bahrain sem var mjög spennandi. "Ég hef náð að halda dekkjunum góðum og það er lokst að allt að ganga upp samkvæmt plani. Fyrstu þrjú mótin voru ekkert sérlega góð. Það vil ég tileinka þennan ráspól liði mínu og fólkinu heima í Abruzzo á Ítalíu sem upplifði skelfilegan jarðskjálfta í síðustu viku", sagði Trulli. Keppnisgalli hans var merktur Abruzzo héraðinu og hjartalaga merki og hann benti ákaft á merkið eftir að hann fagnaði ráspólnum. Kappaksturinn í Bahrain er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11:30 á sunnudag. sjá fleiri ummæli ökumanna
Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Valur tímabundið á toppinn Handbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira