Segð' ekki nei Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar 17. apríl 2009 06:00 Metsölubókahöfundurinn og matarvitringurinn Nanna Rögnvaldardóttir sagði mér eitt sinn að hún hefði þá reglu að segja aldrei nei þegar hún væri beðin um að tala í blöðum eða ljósvakamiðlum - af þeirri einföldu ástæðu að hún hefði heyrt að erfiðara væri að fá konur sem viðmælendur. Það yrði þá kannski hennar eina framlag á jafnréttisvogarskálarnar. Því miður stemmir þetta við reynslu undirritaðrar. Getur verið að fjölmiðlar, þar sem þó svo margar konur starfa, séu svo fjandsamlegir kvenfólki, að þeir inni þær sjaldnar eftir áliti í fréttum eða fréttaþáttum og taki þær síður fyrir sem umfjöllunarefni? Niðurstöðurnar liggja fyrir sem staðreynd, til að mynda í rannsókn frá árinu 2005. Konur eru sjaldnar á síðum blaða og á öldum ljósvakans. En getur verið að okkur konum sé sjálfum um að kenna að einhverju leyti? Margar konur taka vel í að tala fyrir opnum tjöldum og víla ekki fyrir sér að gefa álit sitt, séu þær inntar eftir því. Hitt er annað mál að skoði ég hversu langan tíma ég þarf að eyða í það að fá karlmann eða konu í spjall, þá vinnur karlmaðurinn, sem segir samkvæmt mínum skráningum oftar já og fljótar. Of langt mál er að fara í gegnum alla þá lista en sem lítið dæmi nefni ég að fyrir um einu ári sendi ég út spurningar á hóp fólks, með jöfnu kynjahlutfalli, og bað um álit á ákveðnu efni. Svör bárust frá tíu konum og 25 karlmönnum. Af hverju þetta er reyndin er svo annað rannsóknarefni. Ég hef heyrt þekktar konur hér í bæ klappa sjálfum sér á bakið og segja sig „fjölmiðlafælnar". Þær séu að „spara sig" og láta í það skína að þeim finnist þær fínn pappír að segja nei og aftur nei þegar blaðamenn hringja í þær. Slíkt er helber misskilningur og gerir lítið í að þoka jafnréttinu fram. Ég veit að til eru líka þeir karlmenn sem forðast að láta eitthvað eftir sér hafa opinberlega. Munurinn er sá að karlpeningurinn má alveg við því. Nóg er af karlmönnum sem vilja koma fram í blöðum og sjónvarpi. Við konur eigum hins vegar að gera hver annarri greiða og nýta okkur það þegar sóst er eftir kvenlegum sjónarmiðum á opinberum vettvangi. Og setja okkur það markmið að segja sem oftast já. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Júlía Margrét Alexandersdóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun
Metsölubókahöfundurinn og matarvitringurinn Nanna Rögnvaldardóttir sagði mér eitt sinn að hún hefði þá reglu að segja aldrei nei þegar hún væri beðin um að tala í blöðum eða ljósvakamiðlum - af þeirri einföldu ástæðu að hún hefði heyrt að erfiðara væri að fá konur sem viðmælendur. Það yrði þá kannski hennar eina framlag á jafnréttisvogarskálarnar. Því miður stemmir þetta við reynslu undirritaðrar. Getur verið að fjölmiðlar, þar sem þó svo margar konur starfa, séu svo fjandsamlegir kvenfólki, að þeir inni þær sjaldnar eftir áliti í fréttum eða fréttaþáttum og taki þær síður fyrir sem umfjöllunarefni? Niðurstöðurnar liggja fyrir sem staðreynd, til að mynda í rannsókn frá árinu 2005. Konur eru sjaldnar á síðum blaða og á öldum ljósvakans. En getur verið að okkur konum sé sjálfum um að kenna að einhverju leyti? Margar konur taka vel í að tala fyrir opnum tjöldum og víla ekki fyrir sér að gefa álit sitt, séu þær inntar eftir því. Hitt er annað mál að skoði ég hversu langan tíma ég þarf að eyða í það að fá karlmann eða konu í spjall, þá vinnur karlmaðurinn, sem segir samkvæmt mínum skráningum oftar já og fljótar. Of langt mál er að fara í gegnum alla þá lista en sem lítið dæmi nefni ég að fyrir um einu ári sendi ég út spurningar á hóp fólks, með jöfnu kynjahlutfalli, og bað um álit á ákveðnu efni. Svör bárust frá tíu konum og 25 karlmönnum. Af hverju þetta er reyndin er svo annað rannsóknarefni. Ég hef heyrt þekktar konur hér í bæ klappa sjálfum sér á bakið og segja sig „fjölmiðlafælnar". Þær séu að „spara sig" og láta í það skína að þeim finnist þær fínn pappír að segja nei og aftur nei þegar blaðamenn hringja í þær. Slíkt er helber misskilningur og gerir lítið í að þoka jafnréttinu fram. Ég veit að til eru líka þeir karlmenn sem forðast að láta eitthvað eftir sér hafa opinberlega. Munurinn er sá að karlpeningurinn má alveg við því. Nóg er af karlmönnum sem vilja koma fram í blöðum og sjónvarpi. Við konur eigum hins vegar að gera hver annarri greiða og nýta okkur það þegar sóst er eftir kvenlegum sjónarmiðum á opinberum vettvangi. Og setja okkur það markmið að segja sem oftast já.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun