Titilslagurinn riðlast vegna árangurs McLaren 22. ágúst 2009 18:24 Lewis Hamilton var fljótastur í Valencia í dag. Árangur McLaren manna í tímatökum á Spáni í dag mun setja svip sinn á titilslaginn, þar sem Lewis Hamilton og Heikki Kovalainen eru fremstir á ráslínu. Fjórir ökumenn eru að berjast um titilinn og Rubens Barrichello er fremstur þeirra í þriðja sæti. Hinir eru Sebastian Vettel, sem er fjórði, Jenson Button í fimmta sæti og Mark Webber sem varð níundi. Hver stig sem þeir ná er dýrmætt og því setur það strik í reikninginn að tveir ökumenn sem ætla að barjast um sigur eru fremstir á ráslínunni. Brawn Barrichello er bensínþyngri en McLaren bílarnir og spurning hvort það hjálpar honum í kappakstrinum að smokra sér framúr í þjónustuhléum eður ei. Hamilton vann síðustu keppni, sem var í Ungverjalandi og er til alls líklegur. Kovalainen er að berjast fyrir sæti sínu hjá McLaren á næsta ári og mun ekkert gefa eftir. Honum var uppálagt að ná betri árangri, ellegar missa sæti sitt hjá liðinu. Barrichello var með besta tíma á fyrstu æfingu keppnisliða á föstudag og það er viss hvatning fyrir hann að ná góðum árangri í keppni sem Felipe Massa vinur hans vann í fyrra. Massa er í hvíld frá Formúlu 1 eftir óhapp í Ungverjalandi. Barrichello keyrir með hjálm sem búið er að mála hvatningu til Massa. Það yrði huggun gegn harmi, ef Barrichello færði vini sínum sigur og næði þannig dýrmætum stigum í stigakeppni ökumanna. Ræsingin skiptir verulegu máli og McLaren bílarnir eru með KERS kerfið, 80 auka hestöfl og einnig Ferrari KImi Raikkönen, sem er sjötti. Hann hefur náð framúr mörgum bílum í ræsingu í síðustu mótum. Hvað sem gerist er ljóst að kapparnir í titilslagnum munu berjast fyrir hverju stigi sem er í boði. Sjá stigastöðuna og brautarlýsingu Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Árangur McLaren manna í tímatökum á Spáni í dag mun setja svip sinn á titilslaginn, þar sem Lewis Hamilton og Heikki Kovalainen eru fremstir á ráslínu. Fjórir ökumenn eru að berjast um titilinn og Rubens Barrichello er fremstur þeirra í þriðja sæti. Hinir eru Sebastian Vettel, sem er fjórði, Jenson Button í fimmta sæti og Mark Webber sem varð níundi. Hver stig sem þeir ná er dýrmætt og því setur það strik í reikninginn að tveir ökumenn sem ætla að barjast um sigur eru fremstir á ráslínunni. Brawn Barrichello er bensínþyngri en McLaren bílarnir og spurning hvort það hjálpar honum í kappakstrinum að smokra sér framúr í þjónustuhléum eður ei. Hamilton vann síðustu keppni, sem var í Ungverjalandi og er til alls líklegur. Kovalainen er að berjast fyrir sæti sínu hjá McLaren á næsta ári og mun ekkert gefa eftir. Honum var uppálagt að ná betri árangri, ellegar missa sæti sitt hjá liðinu. Barrichello var með besta tíma á fyrstu æfingu keppnisliða á föstudag og það er viss hvatning fyrir hann að ná góðum árangri í keppni sem Felipe Massa vinur hans vann í fyrra. Massa er í hvíld frá Formúlu 1 eftir óhapp í Ungverjalandi. Barrichello keyrir með hjálm sem búið er að mála hvatningu til Massa. Það yrði huggun gegn harmi, ef Barrichello færði vini sínum sigur og næði þannig dýrmætum stigum í stigakeppni ökumanna. Ræsingin skiptir verulegu máli og McLaren bílarnir eru með KERS kerfið, 80 auka hestöfl og einnig Ferrari KImi Raikkönen, sem er sjötti. Hann hefur náð framúr mörgum bílum í ræsingu í síðustu mótum. Hvað sem gerist er ljóst að kapparnir í titilslagnum munu berjast fyrir hverju stigi sem er í boði. Sjá stigastöðuna og brautarlýsingu
Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira