Körfubolti

Kevin Jolley sendur heim fyrir agabrot

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kevin Jolley í Hattabúningnum.
Kevin Jolley í Hattabúningnum. Mynd/www.hottur.is
Kevin Jolley, bandaríski framherji Hattar í 1. deild karla í körfubolta, hefur verið sendur heim eftir að hafa uppvís að agabroti en þetta kemur fram á karfan.is.

Jolley hefur skoraði 25,0 stig og tekið 15,1 fráköst að meðaltali hjá Hetti í vetur en hann var frákastahæsti maður deildarinnar. Jolley byrjaði mjög vel og var með 30,3 stig og 17,7 fráköst í fyrstu þremur leikjum sínum sem unnust allir. Síðan þá hefur liðið tapað fimm leikjum í röð og Jolley hefur „aðeins" verið með 21,8 stig og 13,6 fráköst að meðaltali í þeim.

Björn Einarsson þjálfari Hattarliðsins útskýrir ákvörðun sína á karfan.is. „Björn sagði ástæðu uppsagnarinnar þá að Jolley hafi orðið uppvís að agabroti og því verið sendur heim. Aðspurður um hvort einhver erlendur leikmaður kæmi í staðinn sagði Björn að það væri verið að skoða alla möguleika," segir í frétt á karfan.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×