Nú getur Óli ekki horft framhjá mér 21. janúar 2009 15:18 Kári Árnason NordicPhotos/GettyImages Miðjumaðurinn Kári Árnason hefur ákveðið að ganga í raðir Esbjerg sem lánsmaður frá AGF í Danmörku. Þar mun hann spila með Gunnari Heiðari Þorvaldssyni. Lánssamningur Kára, sem er 26 ára gamall, er til loka leiktíðar en þar hittir hann fyrir gamla þjálfara sinn Ove Pedersen sem áður stýrði liði AGF með góðum árangri. "Ove var búinn að byggja þetta lið hérna upp frá grunni og ég var fyrsti maðurinn sem hann keypti til félagsins á sínum tíma. Mér fannst hann vera að gera mjög góða hluti með liðið og því kom það mér mjög á óvart þegar hann var látinn fara á sínum tíma," sagði Kári í samtali við Vísi. Kári missti sæti sitt í byrjunarliði AGF þegar hann meiddist fyrr í vetur og spilaði ekki síðustu þrjár umferðirnar fyrir vetrarhlé í deildinni. Hann sá fram á harða baráttu um sæti í liðinu og stökk því á tækifæri til að spila fyrir gamla þjálfarann sinn hjá Esbjerg þegar það barst. Það leggst vel í Kára að spila með félaga sínum Gunnari Heiðari Þorvaldssyni hjá Esbjerg. "Við Gunnar Heiðar náum vel saman og hann er baráttuhundur eins og ég. Svo er hann líka góður markaskorari. Nú getur Ólafur (Jóhannesson landsliðsþjálfari) líka ekki komist hjá því að skoða mig þegar hann kemur að fylgjast með Gunnar Heiðari," sagði Kári léttur í bragði. Þjálfarinn er líka ánægður að fá sinn gamla lærisvein til liðs við sig á síðari helmingi leiktíðarinnar. "Kári er stríðsmaður og þannig menn þurfum við í þeirri miklu baráttu sem framundan er hjá okkur," sagði Ove Pedersen í sambandi við fjölmiðla í Danmörku. Keppni í dönsku úrvalsdeildinni hefst á ný í byrjun mars, en Esbjerg er í þriðja neðsta sæti deildarinnar með þrettán stig - tveimur meira en botnlið Horsens. AGF er í fimmta sæti með 24 stig. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Dagskráin: Topplið Valsmanna í Evrópu og Besta kvenna aftur af stað Sport Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Fleiri fréttir Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sjá meira
Miðjumaðurinn Kári Árnason hefur ákveðið að ganga í raðir Esbjerg sem lánsmaður frá AGF í Danmörku. Þar mun hann spila með Gunnari Heiðari Þorvaldssyni. Lánssamningur Kára, sem er 26 ára gamall, er til loka leiktíðar en þar hittir hann fyrir gamla þjálfara sinn Ove Pedersen sem áður stýrði liði AGF með góðum árangri. "Ove var búinn að byggja þetta lið hérna upp frá grunni og ég var fyrsti maðurinn sem hann keypti til félagsins á sínum tíma. Mér fannst hann vera að gera mjög góða hluti með liðið og því kom það mér mjög á óvart þegar hann var látinn fara á sínum tíma," sagði Kári í samtali við Vísi. Kári missti sæti sitt í byrjunarliði AGF þegar hann meiddist fyrr í vetur og spilaði ekki síðustu þrjár umferðirnar fyrir vetrarhlé í deildinni. Hann sá fram á harða baráttu um sæti í liðinu og stökk því á tækifæri til að spila fyrir gamla þjálfarann sinn hjá Esbjerg þegar það barst. Það leggst vel í Kára að spila með félaga sínum Gunnari Heiðari Þorvaldssyni hjá Esbjerg. "Við Gunnar Heiðar náum vel saman og hann er baráttuhundur eins og ég. Svo er hann líka góður markaskorari. Nú getur Ólafur (Jóhannesson landsliðsþjálfari) líka ekki komist hjá því að skoða mig þegar hann kemur að fylgjast með Gunnar Heiðari," sagði Kári léttur í bragði. Þjálfarinn er líka ánægður að fá sinn gamla lærisvein til liðs við sig á síðari helmingi leiktíðarinnar. "Kári er stríðsmaður og þannig menn þurfum við í þeirri miklu baráttu sem framundan er hjá okkur," sagði Ove Pedersen í sambandi við fjölmiðla í Danmörku. Keppni í dönsku úrvalsdeildinni hefst á ný í byrjun mars, en Esbjerg er í þriðja neðsta sæti deildarinnar með þrettán stig - tveimur meira en botnlið Horsens. AGF er í fimmta sæti með 24 stig.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Dagskráin: Topplið Valsmanna í Evrópu og Besta kvenna aftur af stað Sport Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Fleiri fréttir Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sjá meira