Nú getur Óli ekki horft framhjá mér 21. janúar 2009 15:18 Kári Árnason NordicPhotos/GettyImages Miðjumaðurinn Kári Árnason hefur ákveðið að ganga í raðir Esbjerg sem lánsmaður frá AGF í Danmörku. Þar mun hann spila með Gunnari Heiðari Þorvaldssyni. Lánssamningur Kára, sem er 26 ára gamall, er til loka leiktíðar en þar hittir hann fyrir gamla þjálfara sinn Ove Pedersen sem áður stýrði liði AGF með góðum árangri. "Ove var búinn að byggja þetta lið hérna upp frá grunni og ég var fyrsti maðurinn sem hann keypti til félagsins á sínum tíma. Mér fannst hann vera að gera mjög góða hluti með liðið og því kom það mér mjög á óvart þegar hann var látinn fara á sínum tíma," sagði Kári í samtali við Vísi. Kári missti sæti sitt í byrjunarliði AGF þegar hann meiddist fyrr í vetur og spilaði ekki síðustu þrjár umferðirnar fyrir vetrarhlé í deildinni. Hann sá fram á harða baráttu um sæti í liðinu og stökk því á tækifæri til að spila fyrir gamla þjálfarann sinn hjá Esbjerg þegar það barst. Það leggst vel í Kára að spila með félaga sínum Gunnari Heiðari Þorvaldssyni hjá Esbjerg. "Við Gunnar Heiðar náum vel saman og hann er baráttuhundur eins og ég. Svo er hann líka góður markaskorari. Nú getur Ólafur (Jóhannesson landsliðsþjálfari) líka ekki komist hjá því að skoða mig þegar hann kemur að fylgjast með Gunnar Heiðari," sagði Kári léttur í bragði. Þjálfarinn er líka ánægður að fá sinn gamla lærisvein til liðs við sig á síðari helmingi leiktíðarinnar. "Kári er stríðsmaður og þannig menn þurfum við í þeirri miklu baráttu sem framundan er hjá okkur," sagði Ove Pedersen í sambandi við fjölmiðla í Danmörku. Keppni í dönsku úrvalsdeildinni hefst á ný í byrjun mars, en Esbjerg er í þriðja neðsta sæti deildarinnar með þrettán stig - tveimur meira en botnlið Horsens. AGF er í fimmta sæti með 24 stig. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Fótbolti Fleiri fréttir „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki Sjá meira
Miðjumaðurinn Kári Árnason hefur ákveðið að ganga í raðir Esbjerg sem lánsmaður frá AGF í Danmörku. Þar mun hann spila með Gunnari Heiðari Þorvaldssyni. Lánssamningur Kára, sem er 26 ára gamall, er til loka leiktíðar en þar hittir hann fyrir gamla þjálfara sinn Ove Pedersen sem áður stýrði liði AGF með góðum árangri. "Ove var búinn að byggja þetta lið hérna upp frá grunni og ég var fyrsti maðurinn sem hann keypti til félagsins á sínum tíma. Mér fannst hann vera að gera mjög góða hluti með liðið og því kom það mér mjög á óvart þegar hann var látinn fara á sínum tíma," sagði Kári í samtali við Vísi. Kári missti sæti sitt í byrjunarliði AGF þegar hann meiddist fyrr í vetur og spilaði ekki síðustu þrjár umferðirnar fyrir vetrarhlé í deildinni. Hann sá fram á harða baráttu um sæti í liðinu og stökk því á tækifæri til að spila fyrir gamla þjálfarann sinn hjá Esbjerg þegar það barst. Það leggst vel í Kára að spila með félaga sínum Gunnari Heiðari Þorvaldssyni hjá Esbjerg. "Við Gunnar Heiðar náum vel saman og hann er baráttuhundur eins og ég. Svo er hann líka góður markaskorari. Nú getur Ólafur (Jóhannesson landsliðsþjálfari) líka ekki komist hjá því að skoða mig þegar hann kemur að fylgjast með Gunnar Heiðari," sagði Kári léttur í bragði. Þjálfarinn er líka ánægður að fá sinn gamla lærisvein til liðs við sig á síðari helmingi leiktíðarinnar. "Kári er stríðsmaður og þannig menn þurfum við í þeirri miklu baráttu sem framundan er hjá okkur," sagði Ove Pedersen í sambandi við fjölmiðla í Danmörku. Keppni í dönsku úrvalsdeildinni hefst á ný í byrjun mars, en Esbjerg er í þriðja neðsta sæti deildarinnar með þrettán stig - tveimur meira en botnlið Horsens. AGF er í fimmta sæti með 24 stig.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Fótbolti Fleiri fréttir „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki Sjá meira