Fisichella: Besta stund lífs míns 29. ágúst 2009 18:33 Giancarlo Fisichella var kampakátur eftir að hafa náð besta tíma í Belgíu í dag. mynd: Getty Images Giancarlo Fisichella var í hæstu hæðum eftir að hafa náð besta tíma í tímatökum og að Force India hafði slegið stórliðunum við á Spa brautinni í dag. "Þetta var besti hringur sem ég hef ekið í Formúlu 1 og ég náð nokkrum hringjum þar sem allt gekk upp. Þetta var minn dagur og besta stund lífs míns", sagði Fisichella. "Miðað við hvaða fjármagn við höfum, þá höfum við staðið okkur betur en McLaren og Ferrari. Við vorum tveimur sekúndum hægari en toppliðin í upphafi ársins, en erum núna nokkrum sekúndubrotum á eftir. Ég var í vanda með bílinn í gær og í morgun, en svo náðum við að vinna okkur út úr því." "Ég vænti þess að vera meðal fyrstu 15, en ekki fremstur á ráslínu... Það væri stórmennska að ætla sér sigur, en við erum í færi á að sækja dýrmæt stig og að ljúka keppni í fyrstu sex sætunum. Það er líka möguleiki á verðlaunasæti", sagði Fisichella. Bein útsending er frá kappastrinum kl. 11:30 á sunnudag á Stöð 2 Sport. Sjá brautarlýsingu og tölfræði um mótið. Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Giancarlo Fisichella var í hæstu hæðum eftir að hafa náð besta tíma í tímatökum og að Force India hafði slegið stórliðunum við á Spa brautinni í dag. "Þetta var besti hringur sem ég hef ekið í Formúlu 1 og ég náð nokkrum hringjum þar sem allt gekk upp. Þetta var minn dagur og besta stund lífs míns", sagði Fisichella. "Miðað við hvaða fjármagn við höfum, þá höfum við staðið okkur betur en McLaren og Ferrari. Við vorum tveimur sekúndum hægari en toppliðin í upphafi ársins, en erum núna nokkrum sekúndubrotum á eftir. Ég var í vanda með bílinn í gær og í morgun, en svo náðum við að vinna okkur út úr því." "Ég vænti þess að vera meðal fyrstu 15, en ekki fremstur á ráslínu... Það væri stórmennska að ætla sér sigur, en við erum í færi á að sækja dýrmæt stig og að ljúka keppni í fyrstu sex sætunum. Það er líka möguleiki á verðlaunasæti", sagði Fisichella. Bein útsending er frá kappastrinum kl. 11:30 á sunnudag á Stöð 2 Sport. Sjá brautarlýsingu og tölfræði um mótið.
Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira