Hamilton hlær í betri bíl 22. janúar 2009 06:22 Lewis Hamilton ók McLaren Mercedes bílnum eftir brautinni í Portimao í fyrsta skipti í gær. mynd: Kappakstur.is Heimsmeistarinn Lewis Hamilton ók nýjasta Formúlu 1 bíl McLaren í fyrsta skipti í gær, eftir að hann varð meistari í Brasiíu fyrir tveimur mánuðum. Hann var meðal ökumanna á Portimao brautinni í Portúgal. Öll lið sem hafa frumsýnt 2009 bíla sína hafa verið við æfingar á ýmsum brautum. BMW æfir í Valencia á Spáni, Ferrari á Mugello á Ítalíu og önnur lið á Portimao brautnni. Rigning hefur gert mönnum lífið leitt og Jarno Trulli hjá Toyota vildi meina að 2009 bíllinn væri mjög erfiður á hálli braut, en bílarnir eru gjörbreyttir frá fyrra ári. Nokkur lið eru að prófa KERS kerfið í bílum sínum sem færir ökumönnum 80 auka hestöfl þegar ástæða þykir til. Takki er í stýrinu sem spýtir aukaafl í drifrásina í 6.5 sekúndur. Ferrari, Toyota, BMW og McLaren hafa öll prófað búnaðinn rækilega, en ökumenn eru ekkert vissir um að búnaðurinn munu auka möguleika á framúrakstri. Það eru skiptar skoðanir á því. Hamilton var ánægður með afrakstur dagsins með McLaren og tilbúinn í slaginn eftir langt frí. "Ég einbeitti mér að því að stilla bílnum upp og finna inn á hvernig nýr bíll virkar. Mér leið vel í bílnum og hann virkar vel. Það var gott að keyra aftur. Það eru langar og strangar æfingar framundan fram að fyrsta móti. Það er langur listi verkefna alla þessa viku", sagði Hamilton en Heikki Kovalainen ekur fyrir McLaren í dag. Sjá nánar um æfingarnar Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Heimsmeistarinn Lewis Hamilton ók nýjasta Formúlu 1 bíl McLaren í fyrsta skipti í gær, eftir að hann varð meistari í Brasiíu fyrir tveimur mánuðum. Hann var meðal ökumanna á Portimao brautinni í Portúgal. Öll lið sem hafa frumsýnt 2009 bíla sína hafa verið við æfingar á ýmsum brautum. BMW æfir í Valencia á Spáni, Ferrari á Mugello á Ítalíu og önnur lið á Portimao brautnni. Rigning hefur gert mönnum lífið leitt og Jarno Trulli hjá Toyota vildi meina að 2009 bíllinn væri mjög erfiður á hálli braut, en bílarnir eru gjörbreyttir frá fyrra ári. Nokkur lið eru að prófa KERS kerfið í bílum sínum sem færir ökumönnum 80 auka hestöfl þegar ástæða þykir til. Takki er í stýrinu sem spýtir aukaafl í drifrásina í 6.5 sekúndur. Ferrari, Toyota, BMW og McLaren hafa öll prófað búnaðinn rækilega, en ökumenn eru ekkert vissir um að búnaðurinn munu auka möguleika á framúrakstri. Það eru skiptar skoðanir á því. Hamilton var ánægður með afrakstur dagsins með McLaren og tilbúinn í slaginn eftir langt frí. "Ég einbeitti mér að því að stilla bílnum upp og finna inn á hvernig nýr bíll virkar. Mér leið vel í bílnum og hann virkar vel. Það var gott að keyra aftur. Það eru langar og strangar æfingar framundan fram að fyrsta móti. Það er langur listi verkefna alla þessa viku", sagði Hamilton en Heikki Kovalainen ekur fyrir McLaren í dag. Sjá nánar um æfingarnar
Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira