Massa stóðst þolpróf í Ferrari ökuhermi 7. október 2009 09:50 Felipe Massa saknar þess að keyra ekki í Formúlu 1 og stóðst sex tíma þolpróf í ökuhermi Ferrari. mynd: kappakstur.is Felipe Massa er á góðri leið í endurhæfingu sinni eftir slysið í Ungverjalandi í sumar. Hann ók sex tíma í ökuhermi Ferrari liðsins og er að vonast eftir að geta keppt í lokamótinu í Abu Dhabi í byrjun nóvember. Hann hefur þegar reynt sig á kartbíl og hefur verið í herbúðum Ferrari síðustu daga og endurnýjað kynni sína af liðsmönnum og stundað líkamsrækt. Hann mun keyra Ferrari 2007 á næstu dögum á brautnni í Firano. "Það gekk vel að keyra ökuherminn og engin vandamál komu upp líkamlega séð. Ökuhermirinn er reyndar eins og A1 GP bíll, ekki Formúlu 1 bíll, en nógu nálægt samt. Ég ók brautina í Barcelona, sem tekur ekki eins mikið á og margar aðrar brautir", sagði Massa. "Ég sakna þess að vera ekki í Formúlu 1 umhverfinu. Það er ástríða mín, ekki bara vinna. Það var erfitt að horfa á mótin í sjónvarpnu og sérstaklega þegar ég þurfti að vakna um miðjar nætur", sagði Massa í gamasömum dúr. Næsta mót er á heimavelli Massa í Brasilíu, en hann vann mótið í Interlagos í fyrra og var einu stigi frá því að verða heimsmeistari. Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Felipe Massa er á góðri leið í endurhæfingu sinni eftir slysið í Ungverjalandi í sumar. Hann ók sex tíma í ökuhermi Ferrari liðsins og er að vonast eftir að geta keppt í lokamótinu í Abu Dhabi í byrjun nóvember. Hann hefur þegar reynt sig á kartbíl og hefur verið í herbúðum Ferrari síðustu daga og endurnýjað kynni sína af liðsmönnum og stundað líkamsrækt. Hann mun keyra Ferrari 2007 á næstu dögum á brautnni í Firano. "Það gekk vel að keyra ökuherminn og engin vandamál komu upp líkamlega séð. Ökuhermirinn er reyndar eins og A1 GP bíll, ekki Formúlu 1 bíll, en nógu nálægt samt. Ég ók brautina í Barcelona, sem tekur ekki eins mikið á og margar aðrar brautir", sagði Massa. "Ég sakna þess að vera ekki í Formúlu 1 umhverfinu. Það er ástríða mín, ekki bara vinna. Það var erfitt að horfa á mótin í sjónvarpnu og sérstaklega þegar ég þurfti að vakna um miðjar nætur", sagði Massa í gamasömum dúr. Næsta mót er á heimavelli Massa í Brasilíu, en hann vann mótið í Interlagos í fyrra og var einu stigi frá því að verða heimsmeistari.
Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira