Smá sannindi og góð Karen D. Kjartansdóttir skrifar 24. febrúar 2009 06:00 Nýverið fór ég inn á spítala. Þar inni rak ég augun í nokkur vönduð tæki og muni sem á stóð að hefðu verið gefin af félagasamtökum á borð við Lions, Kiwanis, Oddfellow og kvenfélögum ýmiss konar. Þessi tæki bættu stofnunina og þar með líðan þeirra sem þurftu á þjónustunni þar inni að halda og ég velti fyrir mér því mikla starfi sem félagasamtök hér á landi inna af hendi án þess að störfum fólksins innan þeirra sé gefinn mikill gaumur, ef nokkur. Við tökum góðvildinni sem sjálfsagðri og göngum að henni sem vísri. Það hef ég sjálf gert og á ég minningar um fjölda fréttatilkynninga sem ekki þóttu þó efni í fréttir þótt þær innihéldu vitnisburð um mikið og óeigingjarnt starf og gjafmildi venjulegs fólks. Aftur á móti á ég einnig fjölda minninga um fréttir af góðverkum fínni karla. Gæfi svokallaður auðmaður tæki, tól, aðgöngumiða, styrk til íþróttafélags eða eitthvað álíka sem líkast til var lagt til af ímyndarsérfræðingi, upplýsingafulltrúa nú eða áhugamáli gefandans, þótti það fréttnæmt. Fólk tók andköf af því að heyra af góðvild þessa góða auðmanns, velti því fyrir sér hve ægilega mikilvægt það væri fyrir samfélagið að eiga svona ofsaríka menn. Það gleymdi þó oftast að hugsa til þess að flest fólk gefur reglulega styrk til góðs málefnis sem hlutfallslega var sambærilegur styrk fína mannsins. Vangavelturnar rifjuðust upp fyrir mér í gær þegar ég skoðaði litlar peysur sem gamlar konur höfðu prjónað og gefið Rauða krossi Íslands. Þótt fréttir alls staðar í heiminum segi oftast frá fólki sem á einhvern hátt þykir merkilegri en fjöldinn þá skiptir meðaljóninn og gerðir hans afskaplega miklu máli og hamingja okkar stýrist miklu frekar af fólkinu í kringum okkur heldur en öðru, þótt klisjulega hljómi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karen Kjartansdóttir Mest lesið Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun
Nýverið fór ég inn á spítala. Þar inni rak ég augun í nokkur vönduð tæki og muni sem á stóð að hefðu verið gefin af félagasamtökum á borð við Lions, Kiwanis, Oddfellow og kvenfélögum ýmiss konar. Þessi tæki bættu stofnunina og þar með líðan þeirra sem þurftu á þjónustunni þar inni að halda og ég velti fyrir mér því mikla starfi sem félagasamtök hér á landi inna af hendi án þess að störfum fólksins innan þeirra sé gefinn mikill gaumur, ef nokkur. Við tökum góðvildinni sem sjálfsagðri og göngum að henni sem vísri. Það hef ég sjálf gert og á ég minningar um fjölda fréttatilkynninga sem ekki þóttu þó efni í fréttir þótt þær innihéldu vitnisburð um mikið og óeigingjarnt starf og gjafmildi venjulegs fólks. Aftur á móti á ég einnig fjölda minninga um fréttir af góðverkum fínni karla. Gæfi svokallaður auðmaður tæki, tól, aðgöngumiða, styrk til íþróttafélags eða eitthvað álíka sem líkast til var lagt til af ímyndarsérfræðingi, upplýsingafulltrúa nú eða áhugamáli gefandans, þótti það fréttnæmt. Fólk tók andköf af því að heyra af góðvild þessa góða auðmanns, velti því fyrir sér hve ægilega mikilvægt það væri fyrir samfélagið að eiga svona ofsaríka menn. Það gleymdi þó oftast að hugsa til þess að flest fólk gefur reglulega styrk til góðs málefnis sem hlutfallslega var sambærilegur styrk fína mannsins. Vangavelturnar rifjuðust upp fyrir mér í gær þegar ég skoðaði litlar peysur sem gamlar konur höfðu prjónað og gefið Rauða krossi Íslands. Þótt fréttir alls staðar í heiminum segi oftast frá fólki sem á einhvern hátt þykir merkilegri en fjöldinn þá skiptir meðaljóninn og gerðir hans afskaplega miklu máli og hamingja okkar stýrist miklu frekar af fólkinu í kringum okkur heldur en öðru, þótt klisjulega hljómi.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun