Rosenborg varð í dag Noregsmeistari í knattpsyrnu eftir 2-0 sigur á Molde á útivelli í dag.
Rosenborg varð meistari með miklum glæsibrag en liðið hefur ekki enn tapað leik á tímabilinu. Liðið er með sautján stiga forystu á Molde sem er í öðru sæti deildarinnar þegar fjórum umferðum er ólokið.
Steffen Iversen kom Rosenborg yfir í leiknum á 79. mínútu en síðara mark liðsins var skráð sem sjálfsmark á Knut Dörum Lillebakk, markvörð Molde.
Þetta er í 21. sinn í sögu félagsins sem Rosenborg verður Noregsmeistari. Félagið varð síðast meistari árið 2006 og í þrettán ár í röð frá 1992 til 2004.
Rosenborg Noregsmeistari
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



„Urðum okkur sjálfum til skammar“
Körfubolti

Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni
Enski boltinn






Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá
Körfubolti