Ecclestone segir dóm Briatore of harðan 24. september 2009 10:12 Flavio Briatore og Pat Symonds voru báðir dæmdir í bann frá Formúlu 1. Briatore í ótímabundið bann og Symonds í fimm ára bann. Mynd: Getty Images Bernie Ecclestone sem oft virðist ráða gangi mála í Formúlu 1 segir að dómur FIA yfir Flavio Briatore hafi verið alltof harður. Hann var dæmdur í ótímabundið bann frá Formúlu 1 vegna svindlmáls í Singapúr í fyrra. "Það voru aðeins þrír aðilar sem vissu af þessu samsæri, Briatore, Pat Symonds og Nelson Piquet. Það er búið að afgreiða þá seku, en Briatore fannst mér alltof hart dæmdur. Ég var í nefndinni sem átti hlut að máli og tek því á mig að hann var of hart dæmdur", sagði Ecclestone um málið. "Briatore hefði átt að biðjast afsökunar, frekar en að bera á móti því að hann hefði gerst sekur um svindl. Svo finnst mér ekki gáfulegt ef hann ætlar að fara í einkamál við FIA. Hann ætti frekar að biðja um vægð hjá áfrýjunardómstóli FIA og viðurkenna mistök sín. Almennur dómur gæti sagt að hann hefði sent ungan strák út opinn dauðann með því að segja honum að klessa á vegg. Við erum vinir, en hann hefur ekki talað við mig nýlega. Telur trúlega að ég hefði átt að verja hann. En ég gat það ekki." Symonds hefur beðist afsökunar á atvikinu í Singapúr eins og Piquet, en ekki Briatore. Ítarlega verður fjallað um svindlmálið í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport í kvöld kl. 20.00. Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Bernie Ecclestone sem oft virðist ráða gangi mála í Formúlu 1 segir að dómur FIA yfir Flavio Briatore hafi verið alltof harður. Hann var dæmdur í ótímabundið bann frá Formúlu 1 vegna svindlmáls í Singapúr í fyrra. "Það voru aðeins þrír aðilar sem vissu af þessu samsæri, Briatore, Pat Symonds og Nelson Piquet. Það er búið að afgreiða þá seku, en Briatore fannst mér alltof hart dæmdur. Ég var í nefndinni sem átti hlut að máli og tek því á mig að hann var of hart dæmdur", sagði Ecclestone um málið. "Briatore hefði átt að biðjast afsökunar, frekar en að bera á móti því að hann hefði gerst sekur um svindl. Svo finnst mér ekki gáfulegt ef hann ætlar að fara í einkamál við FIA. Hann ætti frekar að biðja um vægð hjá áfrýjunardómstóli FIA og viðurkenna mistök sín. Almennur dómur gæti sagt að hann hefði sent ungan strák út opinn dauðann með því að segja honum að klessa á vegg. Við erum vinir, en hann hefur ekki talað við mig nýlega. Telur trúlega að ég hefði átt að verja hann. En ég gat það ekki." Symonds hefur beðist afsökunar á atvikinu í Singapúr eins og Piquet, en ekki Briatore. Ítarlega verður fjallað um svindlmálið í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport í kvöld kl. 20.00.
Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira