Sport

Kvennalandsliðið tapaði gegn Möltu

Helena Sverrisdóttir.
Helena Sverrisdóttir. Mynd/

Kvennalandslið Íslands í körfubolta byrjaði illa á Smáþjóðaleikunum þegar það tapaði fyrir Möltu, 53-69, í fyrsta leik en staðan í hálfleik var 24-34 Möltu í vil.

Íslensku stelpurnar komust aftur inn í leikinn í þriðja leikhluta þegar þær skoruðu fjórtán stig á móti átta stigum Maltverja og staðan því 38-42 fyrir lokaleikhlutann.

Íslenska liðið fann sig hins vegar ekki nógu vel í fjórða leikhluta og lokatölur sem segir, 53-69.

Helena Sverrisdóttir var stigahæst hjá íslenska liðinu að þessu sinni með 16 stig en Kristrún Sigurjónsdóttir kom næst með 14 stig.

Stelpurnar mæta Lúxemborg í næsta leik sínum á miðvikudag kl. 11 að íslenskum tíma.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×