Lewis Hamilton, ökuþór McLaren og núverandi heimsmeistari, fagnaði góðum sigri í Formúlu 1-keppninni í Singapúr í dag.
Þetta var annar sigur Hamilton á tímabilinu en úrslitin voru einnig jákvæð fyrir landa hans, Jensen Button, sem er nú með 15 stiga forystu í stigakeppni ökuþóra þegar 30 stig eru enn í pottinum.
Sebastian Vettel hjá Red Bull varð í öðru sæti í keppninni en dæmdur niður í það fjórða. Button varð í fimmta sæti og félagi hans hjá Brawn, Rubins Barrichello, varð fimmti.
Barrichello er annar í stigakeppni ökuþóra, fimmtán stigum á eftir Button. Vettel er þriðji, 25 stigum á eftir Button.
Timo Glock varð í öðru sæti í dag vegna refsingu Vettel og Fernando Alonso í því þriðja.
Vettel var refsað fyrir að keyra of hratt á viðgerðarsvæðinu. Félagi hans hjá Red Bull, Mark Webber, á nú engan möguleika á heimsmeistaratitlinum þar sem hann varð að hætta keppni á 46. hring.