McLaren í fyrsta og öðru sæti 24. júlí 2009 13:32 Lewis Hamilton náði besta tíma sínum í síðasta hring æfingarinanr í dag. mynd: kappakstur.is Heimsmeistarinn Lewis Hamilton var með besta tíma á seinni æfingu keppnisliða á Búdapest brautinni í dag og félagi hans Heikki Kovalainen var aðeins 47/1000 á eftir honum. Kovalainen var sneggstur á fyrri æfingunni. Nico Rosberg á Williams var aðeins 75/1000 á eftir forystubílunum tveimur og ljóst að hart verður barist í tímatökunni á laugardag, en lokaæfing keppnisliða er á undan í fyrramálið. Hvorutveggja er í beinni útsendinu á Stöð 2 Sport. Hamilton tók hressilega á McLaren bílnum á krókóttri Hungaroring brautinni í dag og fór útaf í tvígang áður en hann náði besta tíma í blálokinm á 90 mínútna langri æfingunni. Mark Webber sem vann síðasta mót var fljótur á báðum æfingum dagsins og varð fjórði á þeirri síðari og Kazuki Nakajima á Wiliams á eftir honum. Williams bíllinn virðist því henta vel á brautina í Búdapest. Forystumaður stigamótsins, Jenson Button var með 13. besta tíma og gekk því ekki vel. Nýliðinn Jamie Alguersuari frá Spáni var með slakasta tímann í dag á Torro Rosso, en hann hefur litla æfingu fengið á bílinn fyrir frumraun sína í Formúlu 1 kappakstri á sunnudaginn. Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Heimsmeistarinn Lewis Hamilton var með besta tíma á seinni æfingu keppnisliða á Búdapest brautinni í dag og félagi hans Heikki Kovalainen var aðeins 47/1000 á eftir honum. Kovalainen var sneggstur á fyrri æfingunni. Nico Rosberg á Williams var aðeins 75/1000 á eftir forystubílunum tveimur og ljóst að hart verður barist í tímatökunni á laugardag, en lokaæfing keppnisliða er á undan í fyrramálið. Hvorutveggja er í beinni útsendinu á Stöð 2 Sport. Hamilton tók hressilega á McLaren bílnum á krókóttri Hungaroring brautinni í dag og fór útaf í tvígang áður en hann náði besta tíma í blálokinm á 90 mínútna langri æfingunni. Mark Webber sem vann síðasta mót var fljótur á báðum æfingum dagsins og varð fjórði á þeirri síðari og Kazuki Nakajima á Wiliams á eftir honum. Williams bíllinn virðist því henta vel á brautina í Búdapest. Forystumaður stigamótsins, Jenson Button var með 13. besta tíma og gekk því ekki vel. Nýliðinn Jamie Alguersuari frá Spáni var með slakasta tímann í dag á Torro Rosso, en hann hefur litla æfingu fengið á bílinn fyrir frumraun sína í Formúlu 1 kappakstri á sunnudaginn.
Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira