Skrifleg geymd Þorvaldur Gylfason skrifar 8. október 2009 06:00 Ýmsar sprungur í innviðum íslenzks samfélags minna nú á tilveru sína í kjölfar hrunsins. Margir þóttust ekki þurfa að taka eftir sprungunum, meðan allt virtist leika í lyndi, og þrættu jafnvel fyrir þær, en nú er ný staða komin upp. Landið leikur á reiðiskjálfi. Nú verður ekki lengur undan því vikizt að horfast í augu við ýmsar óþægilegar staðreyndir. Hér ætla ég að staldra við eina slíka. SjálftökusamfélagÍsland er sjálftökusamfélag. Forréttindahópum hefur með fulltingi stjórnmálamanna haldizt uppi að skara eld að eigin köku með því að skammta sjálfum sér hlunnindi og fé á kostnað almennings. Ókeypis úthlutun aflaheimilda til útvegsmanna samkvæmt lögum, sem þeir sömdu sjálfir og Alþingi samþykkti, er augljóst og afdrifaríkt dæmi.Illa útfærð einkavæðing bankanna fyrir fáeinum árum fylgdi sömu forskrift með afleiðingum, sem blasa nú við heiminum öllum. Sjálftökuhefðin nær marga áratugi aftur í tímann. Hver skyldi hafa reist sér sumarbústað í þjóðgarðinum á Þingvöllum næst Valhöll, sem nú er nýbrunnin? Það var formaður Þingvallanefndar, nema hvað, þá þingmaður Sjálfstæðisflokksins, nú löngu látinn. Ætli Morgunblaðið hafi mótmælt sjálftökunni? Eða Tíminn? Nei, þetta var partur af hefðbundnum helmingaskiptum. Hin flokksblöðin andæfðu ekki heldur að neinu gagni, ef þau þá sögðu múkk.Æ síðan hefur Þingvallanefnd notað þjóðgarðinn til að búa til ýmis einkahreiður í blóra við lög. Í fyrstu grein laga um þjóðgarðinn á Þingvöllum segir: „Hið friðlýsta land skal vera undir vernd Alþingis og ævinleg eign íslensku þjóðarinnar. Það má aldrei selja eða veðsetja." Samt hefur Þingvallanefnd heimilað byggingu fjölda einkabústaða og aðrar framkvæmdir í þjóðgarðinum fram á síðustu ár. Allir vita um lögleysurnar, en enginn gerir neitt. Á allra vörumSpilling af þessu tagi hefur áratugum saman verið á allra vörum. Hún er varðveitt í munnlegri geymd, en fáar skrifaðar heimildir eru til um hana. Blöðin voru flokksblöð og urðu bankablöð, og Mogginn er nú útvegsblað. Viðskiptasaga landsins er að mestum hluta sjálfsævisaga. Bankarnir hafa sjálfir líkt og ýmis stórfyrirtæki og fyrirtækjasamtök ráðið sagnfræðinga og aðra til að skrá sögu sína. Hvernig ætli stjórnmálasaga heimsins liti út, væri hún eingöngu reist á sjálfsævisögum stjórnmálamanna? Hún myndi þá breiða yfir ýmsar óþægilegar staðreyndir. Einmitt þannig er viðskiptasaga Íslands.Til eru skrifaðar heimildir á stangli um gamalt bankamisferli, til dæmis ritgerð í Skírni eftir Sigurð Nordal prófessor 1924 og nokkru yngri bréfaskipti bræðranna Bjarna og Péturs Benediktssona, sem ég hef rifjað upp á þessum stað og víðar, en misferlið var aldrei dregið fram í dagsljósið. Þess er hvergi getið í sjálfsævisögum bankanna. Hvergi er heldur til skrifleg heimild um erindið, sem einn ríkisbankastjórinn bar upp við aðstoðarmann ónefnds ráðherra, en erindið var þetta: bankastjórinn sagðist mundu kunna betur við, að hann fengi að vita fyrir fram um gengisfellingar líkt og bankastjórar hinna bankanna. Kannski hefðu menn gætt sín betur við einkavæðingu bankanna, hefði hulunni verið svipt í tæka tíð af gömlu ríkisbankahneykslunum. Tvær færar leiðirBrýnt er að færa til bókar gömlu spillingarsögurnar, svo að komandi kynslóðir þurfi ekki að ganga gruflandi að sögu landsins. Fólkið í landinu þarf að fá að bera vitni um ástand fyrri tíðar. Til þess eru tvær leiðir færar. Í fyrsta lagi er nú starfrækt í Háskóla Íslands Miðstöð munnlegrar sögu, sem Guðmundur Jónsson, prófessor í sagnfræði, veitir stjórnarforustu. Til miðstöðvarinnar geta menn beint upplýsingum, sem þeir telja geta komið að gagni við að skrá sögu landsins rétt. Gefi nógu margir glöggir menn sig fram, hlýtur miðstöðin að veita upplýsingum þeirra í frjóan farveg.Í annan stað hefur Þjóðminjasafn Íslands lengi safnað skipulega heimildum um lífshætti á eldri tíð, til dæmis um fráfærur og refagildrur úr grjóti, með því að semja spurningaskrár og senda fólki. Þar hefur í þessu skyni frá 1963 verið starfrækt sérstök þjóðháttadeild fyrir frumkvæði Kristjáns Eldjárn, þá þjóðminjavarðar og síðar forseta Íslands. Margir af þessum spurningalistum safnsins eru til komnir fyrir tilstilli annarra. Þjóðminjasafnið þyrfti að láta semja og senda út slíka spurningalista um gömlu spillinguna: forréttindi, frænddrægni, fyrirgreiðslu, klíkuskap, mútur, nápot og annað hefðhelgað svindl, sem fólk ýmist þekkir sjálft af eigin raun eða man eftir öðrum leiðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ýmsar sprungur í innviðum íslenzks samfélags minna nú á tilveru sína í kjölfar hrunsins. Margir þóttust ekki þurfa að taka eftir sprungunum, meðan allt virtist leika í lyndi, og þrættu jafnvel fyrir þær, en nú er ný staða komin upp. Landið leikur á reiðiskjálfi. Nú verður ekki lengur undan því vikizt að horfast í augu við ýmsar óþægilegar staðreyndir. Hér ætla ég að staldra við eina slíka. SjálftökusamfélagÍsland er sjálftökusamfélag. Forréttindahópum hefur með fulltingi stjórnmálamanna haldizt uppi að skara eld að eigin köku með því að skammta sjálfum sér hlunnindi og fé á kostnað almennings. Ókeypis úthlutun aflaheimilda til útvegsmanna samkvæmt lögum, sem þeir sömdu sjálfir og Alþingi samþykkti, er augljóst og afdrifaríkt dæmi.Illa útfærð einkavæðing bankanna fyrir fáeinum árum fylgdi sömu forskrift með afleiðingum, sem blasa nú við heiminum öllum. Sjálftökuhefðin nær marga áratugi aftur í tímann. Hver skyldi hafa reist sér sumarbústað í þjóðgarðinum á Þingvöllum næst Valhöll, sem nú er nýbrunnin? Það var formaður Þingvallanefndar, nema hvað, þá þingmaður Sjálfstæðisflokksins, nú löngu látinn. Ætli Morgunblaðið hafi mótmælt sjálftökunni? Eða Tíminn? Nei, þetta var partur af hefðbundnum helmingaskiptum. Hin flokksblöðin andæfðu ekki heldur að neinu gagni, ef þau þá sögðu múkk.Æ síðan hefur Þingvallanefnd notað þjóðgarðinn til að búa til ýmis einkahreiður í blóra við lög. Í fyrstu grein laga um þjóðgarðinn á Þingvöllum segir: „Hið friðlýsta land skal vera undir vernd Alþingis og ævinleg eign íslensku þjóðarinnar. Það má aldrei selja eða veðsetja." Samt hefur Þingvallanefnd heimilað byggingu fjölda einkabústaða og aðrar framkvæmdir í þjóðgarðinum fram á síðustu ár. Allir vita um lögleysurnar, en enginn gerir neitt. Á allra vörumSpilling af þessu tagi hefur áratugum saman verið á allra vörum. Hún er varðveitt í munnlegri geymd, en fáar skrifaðar heimildir eru til um hana. Blöðin voru flokksblöð og urðu bankablöð, og Mogginn er nú útvegsblað. Viðskiptasaga landsins er að mestum hluta sjálfsævisaga. Bankarnir hafa sjálfir líkt og ýmis stórfyrirtæki og fyrirtækjasamtök ráðið sagnfræðinga og aðra til að skrá sögu sína. Hvernig ætli stjórnmálasaga heimsins liti út, væri hún eingöngu reist á sjálfsævisögum stjórnmálamanna? Hún myndi þá breiða yfir ýmsar óþægilegar staðreyndir. Einmitt þannig er viðskiptasaga Íslands.Til eru skrifaðar heimildir á stangli um gamalt bankamisferli, til dæmis ritgerð í Skírni eftir Sigurð Nordal prófessor 1924 og nokkru yngri bréfaskipti bræðranna Bjarna og Péturs Benediktssona, sem ég hef rifjað upp á þessum stað og víðar, en misferlið var aldrei dregið fram í dagsljósið. Þess er hvergi getið í sjálfsævisögum bankanna. Hvergi er heldur til skrifleg heimild um erindið, sem einn ríkisbankastjórinn bar upp við aðstoðarmann ónefnds ráðherra, en erindið var þetta: bankastjórinn sagðist mundu kunna betur við, að hann fengi að vita fyrir fram um gengisfellingar líkt og bankastjórar hinna bankanna. Kannski hefðu menn gætt sín betur við einkavæðingu bankanna, hefði hulunni verið svipt í tæka tíð af gömlu ríkisbankahneykslunum. Tvær færar leiðirBrýnt er að færa til bókar gömlu spillingarsögurnar, svo að komandi kynslóðir þurfi ekki að ganga gruflandi að sögu landsins. Fólkið í landinu þarf að fá að bera vitni um ástand fyrri tíðar. Til þess eru tvær leiðir færar. Í fyrsta lagi er nú starfrækt í Háskóla Íslands Miðstöð munnlegrar sögu, sem Guðmundur Jónsson, prófessor í sagnfræði, veitir stjórnarforustu. Til miðstöðvarinnar geta menn beint upplýsingum, sem þeir telja geta komið að gagni við að skrá sögu landsins rétt. Gefi nógu margir glöggir menn sig fram, hlýtur miðstöðin að veita upplýsingum þeirra í frjóan farveg.Í annan stað hefur Þjóðminjasafn Íslands lengi safnað skipulega heimildum um lífshætti á eldri tíð, til dæmis um fráfærur og refagildrur úr grjóti, með því að semja spurningaskrár og senda fólki. Þar hefur í þessu skyni frá 1963 verið starfrækt sérstök þjóðháttadeild fyrir frumkvæði Kristjáns Eldjárn, þá þjóðminjavarðar og síðar forseta Íslands. Margir af þessum spurningalistum safnsins eru til komnir fyrir tilstilli annarra. Þjóðminjasafnið þyrfti að láta semja og senda út slíka spurningalista um gömlu spillinguna: forréttindi, frænddrægni, fyrirgreiðslu, klíkuskap, mútur, nápot og annað hefðhelgað svindl, sem fólk ýmist þekkir sjálft af eigin raun eða man eftir öðrum leiðum.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun