Dagsatt rugl Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar 16. maí 2009 00:01 Vinkona mín þurfti að koma cocker spaniel-hundinum sínum, honum Nökkva, fyrir á nýju heimili í vikunni. Eftirfarandi er sönn saga. Vitnað er í símtöl sem áttu sér stað yfir einn sólarhring. (Nöfnum hefur verið breytt.) 13.00: „Júlía, ég hringdi áðan í skakkt númer. Byrjaði símtalið svona (hélt ég væri að tala við stelpu á hárgreiðslustofu sem vildi kannski taka Nökkva): „Viltu hundinn eða ekki?" Konan sem svaraði sagði bara: „Ha?" og sagði þetta vera skakkt númer. Ég hafði óvart hringt í ræstitækninn sem skúrar hjá mömmu. Ég spurði hvort hún vildi samt ekki hundinn. Hún sagði mágkonu sína í Njarðvíkum spennta, hana Lóu, og spurði hvort þær mættu ekki allar koma. Svo brunaði hún hingað heim við þriðja mann (á tveimur ræstitæknibílum), þær tóku Nökkva og keyrðu á brott. Gólandi æstar." Lóa, sem fékk Nökkva, hringdi hins vegar síðar um kvöldið. Karlinn hennar hafði tekið tryllinginn á Nökkva og vildi ekki sjá hann. 19.45: „Júlía. Ég grátbað hana um að finna einhvern annan. Lóa hringdi út í sveit í Önnu Jónu sem átti þrjá labrador-hunda sem allir létu lífið í fyrra. (Þarna tók hún það fram að þetta væri ekki lygasaga, hún hefði ekki hugmyndaflugið í þetta bull). En Anna Jóna treysti sér ekki í Nökkva en benti á góða konu í Breiðholtinu. Svo, Nökkvi er á leið til Önnu Jónu sem mun svo ferja hann í Breiðholtið til konu sem heitir Karítas." 22.00: „Ég hringdi í Karítas og hún hljómaði ekki traustvekjandi. Ég hef áhyggjur." 13.00 (daginn eftir): „Þú munt ekki trúa hverju ég lenti í í morgun. Ég hringdi aftur í konuna í Breiðholti. Eftir svefnlausa nótt tilkynnti ég henni að ég ætlaði að koma og sækja hundinn. Hún skellti á mig. Ég brunaði upp í Breiðholt að blokkinni, hringdi bjöllunni, ekkert svar. Ég hringdi aftur og aftur. Ekkert svar. (Þarna var ég byrjuð að gráta og hringdi í Njarðvíkina og skammaði ræstitækninn). Svo hringdi ég á öllum bjöllum í stigaganginum og komst inn. Íbúð Karítasar var eins og dópgreni+blómabúð eftir húsleit. Ég sá glitta í mann í stól í stofunni sem starði út í tómið (gæti hafa verið lík). Nökkvi stökk fram, beint í fangið á mér og ég hljóp út. Júlía, ég fann hvað ég elskaði hann þegar hann stökk út úr draslinu, þá gleymdi ég öllu, ég elska þetta helvítis dýr." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Júlía Margrét Alexandersdóttir Mest lesið Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun
Vinkona mín þurfti að koma cocker spaniel-hundinum sínum, honum Nökkva, fyrir á nýju heimili í vikunni. Eftirfarandi er sönn saga. Vitnað er í símtöl sem áttu sér stað yfir einn sólarhring. (Nöfnum hefur verið breytt.) 13.00: „Júlía, ég hringdi áðan í skakkt númer. Byrjaði símtalið svona (hélt ég væri að tala við stelpu á hárgreiðslustofu sem vildi kannski taka Nökkva): „Viltu hundinn eða ekki?" Konan sem svaraði sagði bara: „Ha?" og sagði þetta vera skakkt númer. Ég hafði óvart hringt í ræstitækninn sem skúrar hjá mömmu. Ég spurði hvort hún vildi samt ekki hundinn. Hún sagði mágkonu sína í Njarðvíkum spennta, hana Lóu, og spurði hvort þær mættu ekki allar koma. Svo brunaði hún hingað heim við þriðja mann (á tveimur ræstitæknibílum), þær tóku Nökkva og keyrðu á brott. Gólandi æstar." Lóa, sem fékk Nökkva, hringdi hins vegar síðar um kvöldið. Karlinn hennar hafði tekið tryllinginn á Nökkva og vildi ekki sjá hann. 19.45: „Júlía. Ég grátbað hana um að finna einhvern annan. Lóa hringdi út í sveit í Önnu Jónu sem átti þrjá labrador-hunda sem allir létu lífið í fyrra. (Þarna tók hún það fram að þetta væri ekki lygasaga, hún hefði ekki hugmyndaflugið í þetta bull). En Anna Jóna treysti sér ekki í Nökkva en benti á góða konu í Breiðholtinu. Svo, Nökkvi er á leið til Önnu Jónu sem mun svo ferja hann í Breiðholtið til konu sem heitir Karítas." 22.00: „Ég hringdi í Karítas og hún hljómaði ekki traustvekjandi. Ég hef áhyggjur." 13.00 (daginn eftir): „Þú munt ekki trúa hverju ég lenti í í morgun. Ég hringdi aftur í konuna í Breiðholti. Eftir svefnlausa nótt tilkynnti ég henni að ég ætlaði að koma og sækja hundinn. Hún skellti á mig. Ég brunaði upp í Breiðholt að blokkinni, hringdi bjöllunni, ekkert svar. Ég hringdi aftur og aftur. Ekkert svar. (Þarna var ég byrjuð að gráta og hringdi í Njarðvíkina og skammaði ræstitækninn). Svo hringdi ég á öllum bjöllum í stigaganginum og komst inn. Íbúð Karítasar var eins og dópgreni+blómabúð eftir húsleit. Ég sá glitta í mann í stól í stofunni sem starði út í tómið (gæti hafa verið lík). Nökkvi stökk fram, beint í fangið á mér og ég hljóp út. Júlía, ég fann hvað ég elskaði hann þegar hann stökk út úr draslinu, þá gleymdi ég öllu, ég elska þetta helvítis dýr."
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun