Að loknu fárviðri 10. október 2009 06:00 Segja má að stormur hafi geisað á fjármálamörkuðum, í stjórnmálum og á fleiri sviðum hér á landi undanfarin misseri. Núna, þegar fyrsta alvöru haustlægðin er að ganga yfir, kemur upp í hugann hve mikilvægt er að leita að nýjum tækifærum, því storminn hlýtur að lægja um síðir. Lykilatriðið við að ná árangri er að sjá tækifæri og notfæra sér þau. Ekki horfa of mikið til baka og detta í neikvæðan gír. Við eigum stórkostlega möguleika á að byggja upp hefðbundnar og nýjar atvinnugreinar. Þess vegna þurfum við að styðja við einstaklinga sem eru að gera góða hluti og hvetja þá til að gera enn betur. Það kvað einmitt við nýjan og jákvæðan tón hjá Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra þegar hann hvatti til jákvæðni og bjartsýni í ávarpi á ráðstefnunni Seed Forum Iceland í gær. Steingrímur nefndi það sérstaklega hve ánægjulegt væri að koma í umhverfi þar sem bjartsýni og frumkvöðlastarf væri leiðarljósið. Þarna kynntu fjölmörg lítil sprotafyrirtæki sínar viðskiptahugmyndir. Margir einstaklingar, hvort sem þeir eru rithöfundar, blaðamenn, atvinnurekendur, stjórnmálamenn eða menningarfrömuðir, líða stundum fyrir sínar stjórnmálaskoðanir eða sín störf í atvinnulífinu. Sumir hafa auðvitað gert mistök, en ekki má dæma alla. Hugvit og atorka fjölmargra sem hafa lent í erfiðleikum í kjölfar efnahagshrunsins getur eflt íslenskt atvinnulíf. Nú er ekki tími fyrir galdrabrennur. Að því kemur þó að ýmsir þurfa að axla ábyrgð og verða dæmdir. Jákvæðni er til góðs. Þeir sem eru jákvæðir eru yfirleitt hvetjandi og uppbyggilegir í sínu lífi. Fyrirgefningin er einnig jákvæð og hjálpar okkur að losna við reiði og ásakanir. Það er oft erfitt að fyrirgefa þegar hin innri rödd og jafnvel staðreyndir segja okkur að refsa beri þeim sem hafa sært okkur og gert eitthvað á okkar hlut. Þess vegna byggir trúrækni á því að útrýma hatri og hefnd mannsins. Friðarboðskapur John Lennon og Yoko Ono er okkur einnig áminning um þetta. Erfiðleikar lífsins og mistök verða ekki flúin. Besta aðferðin til að standa af sér erfiðleika í lífinu kann að vera sú að sýna umburðarlyndi og þolinmæði og takast á við málin af þekkingu og æðruleysi. Sama gildir um fyrirtæki sem eru að gera frábæra hluti. Þau kunna að vera umdeild, en við þurfum að horfa á tækifærin og jákvæða hluti í þeirra starfi. Ekki má afskrifa gömul og góð fyrirtæki eða verkefni af því að þau urðu píslarvottar bankahrunsins. Við verðum að nota kreppuna til að breyta og bæta okkar þjóðfélag. Ekki horfa bara á neikvæðar hliðar kreppunnar heldur ekki síður þær jákvæðu. Við þurfum öll, einstaklingar, fyrirtæki og sveitarfélög, að nota þau tækifæri sem við höfum til að gera betur. Stuðlum að jákvæðni, bjartsýni og hamingju, en forðumst bölsýni, hefnd og hatur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun
Segja má að stormur hafi geisað á fjármálamörkuðum, í stjórnmálum og á fleiri sviðum hér á landi undanfarin misseri. Núna, þegar fyrsta alvöru haustlægðin er að ganga yfir, kemur upp í hugann hve mikilvægt er að leita að nýjum tækifærum, því storminn hlýtur að lægja um síðir. Lykilatriðið við að ná árangri er að sjá tækifæri og notfæra sér þau. Ekki horfa of mikið til baka og detta í neikvæðan gír. Við eigum stórkostlega möguleika á að byggja upp hefðbundnar og nýjar atvinnugreinar. Þess vegna þurfum við að styðja við einstaklinga sem eru að gera góða hluti og hvetja þá til að gera enn betur. Það kvað einmitt við nýjan og jákvæðan tón hjá Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra þegar hann hvatti til jákvæðni og bjartsýni í ávarpi á ráðstefnunni Seed Forum Iceland í gær. Steingrímur nefndi það sérstaklega hve ánægjulegt væri að koma í umhverfi þar sem bjartsýni og frumkvöðlastarf væri leiðarljósið. Þarna kynntu fjölmörg lítil sprotafyrirtæki sínar viðskiptahugmyndir. Margir einstaklingar, hvort sem þeir eru rithöfundar, blaðamenn, atvinnurekendur, stjórnmálamenn eða menningarfrömuðir, líða stundum fyrir sínar stjórnmálaskoðanir eða sín störf í atvinnulífinu. Sumir hafa auðvitað gert mistök, en ekki má dæma alla. Hugvit og atorka fjölmargra sem hafa lent í erfiðleikum í kjölfar efnahagshrunsins getur eflt íslenskt atvinnulíf. Nú er ekki tími fyrir galdrabrennur. Að því kemur þó að ýmsir þurfa að axla ábyrgð og verða dæmdir. Jákvæðni er til góðs. Þeir sem eru jákvæðir eru yfirleitt hvetjandi og uppbyggilegir í sínu lífi. Fyrirgefningin er einnig jákvæð og hjálpar okkur að losna við reiði og ásakanir. Það er oft erfitt að fyrirgefa þegar hin innri rödd og jafnvel staðreyndir segja okkur að refsa beri þeim sem hafa sært okkur og gert eitthvað á okkar hlut. Þess vegna byggir trúrækni á því að útrýma hatri og hefnd mannsins. Friðarboðskapur John Lennon og Yoko Ono er okkur einnig áminning um þetta. Erfiðleikar lífsins og mistök verða ekki flúin. Besta aðferðin til að standa af sér erfiðleika í lífinu kann að vera sú að sýna umburðarlyndi og þolinmæði og takast á við málin af þekkingu og æðruleysi. Sama gildir um fyrirtæki sem eru að gera frábæra hluti. Þau kunna að vera umdeild, en við þurfum að horfa á tækifærin og jákvæða hluti í þeirra starfi. Ekki má afskrifa gömul og góð fyrirtæki eða verkefni af því að þau urðu píslarvottar bankahrunsins. Við verðum að nota kreppuna til að breyta og bæta okkar þjóðfélag. Ekki horfa bara á neikvæðar hliðar kreppunnar heldur ekki síður þær jákvæðu. Við þurfum öll, einstaklingar, fyrirtæki og sveitarfélög, að nota þau tækifæri sem við höfum til að gera betur. Stuðlum að jákvæðni, bjartsýni og hamingju, en forðumst bölsýni, hefnd og hatur.