Titanium plata grædd í höfuð Massa 8. september 2009 08:22 Felipe Massa þurfti að fara í höfuðagerð til að lagfæra höfuðkúpuna eftir slys í kappakstri. mynd: kappakstur.is Læknar settu sérstaka titanum plötu í höfuð Formúlu 1 ökumannsins Felipe Massa svo hann eigi möguleika á að keppa í Formúlu 1 í framtíðinni. Þetta var gert með liðlega 4 tíma skurðaðgerð á spítala í Florida. Þetta kom fram í viðtali við Massa í The Guardian í dag. "Ég hef engar efasemdir um að vilja keppa aftur í Formúlu 1. Konan mín er búinn að spyrja mig að þessu tíu sinnum. En ég vil keppa á næsta ári, þegar ég hef náð fullri heilsu", sagði Massa. Hann er nú að jafna sig eftir skurðaðgerðina, sem var til að lagfæra höfuðkúpuna, en hluti hennar skemmdist eftir að hann fékk gorm úr bíl Rubens Barrichello í höfuðið í tímatökunum í Ungverjalandi. Massa segir að venjulegur maður hefði ekki þurft þessa aðgerð, en vegna átakanna sem fylgja þátttöku í Formúlu 1, þá hafði verið nauðsynlegt að styrja höfuðkúpuna með titanium plötu. "Ég vona að ekkert hafi breyst hjá mér þegar ég fer að keyra aftur. Kappakstur er mitt líf og yndi og ég mundi ekkert eftir slysinu og vaknaði bara þremur dögum síðar upp á spítala. Það er slæmt að geta ekki keppt í ár, en ég ætla að mæta á mótið í Brasilíu og horfa á. Það verður erfitt, en ég mæti...", sagði Massa. Sjá meira um ástand Massa Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Læknar settu sérstaka titanum plötu í höfuð Formúlu 1 ökumannsins Felipe Massa svo hann eigi möguleika á að keppa í Formúlu 1 í framtíðinni. Þetta var gert með liðlega 4 tíma skurðaðgerð á spítala í Florida. Þetta kom fram í viðtali við Massa í The Guardian í dag. "Ég hef engar efasemdir um að vilja keppa aftur í Formúlu 1. Konan mín er búinn að spyrja mig að þessu tíu sinnum. En ég vil keppa á næsta ári, þegar ég hef náð fullri heilsu", sagði Massa. Hann er nú að jafna sig eftir skurðaðgerðina, sem var til að lagfæra höfuðkúpuna, en hluti hennar skemmdist eftir að hann fékk gorm úr bíl Rubens Barrichello í höfuðið í tímatökunum í Ungverjalandi. Massa segir að venjulegur maður hefði ekki þurft þessa aðgerð, en vegna átakanna sem fylgja þátttöku í Formúlu 1, þá hafði verið nauðsynlegt að styrja höfuðkúpuna með titanium plötu. "Ég vona að ekkert hafi breyst hjá mér þegar ég fer að keyra aftur. Kappakstur er mitt líf og yndi og ég mundi ekkert eftir slysinu og vaknaði bara þremur dögum síðar upp á spítala. Það er slæmt að geta ekki keppt í ár, en ég ætla að mæta á mótið í Brasilíu og horfa á. Það verður erfitt, en ég mæti...", sagði Massa. Sjá meira um ástand Massa
Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira