Vítahringur smáflokkanna Stefán Pálsson skrifar 31. júlí 2009 06:00 Frjálslyndi flokkurinn lét á sér kræla í vikunni með yfirlýsingu um að fjárhagsleg endurskipulagning hreyfingarinnar gengi vel, auk þess sem boðuð var „óvænt fréttatilkynning" í haust sem koma muni flokknum á pólitíska kortið á nýjan leik. Þrátt fyrir baráttuhug forystunnar er erfitt að trúa því að endurkoma Frjálslyndra sé á næsta leiti. Hætt er við að flokkurinn muni innan skamms breytast í félag utan um gamlar kosningaskuldir. Þessi spá er ekki sett fram af illvilja í garð Frjálslynda flokksins. Á þeim tæpu ellefu árum sem liðin eru frá stofnun hans hefur flokkurinn lagt ýmislegt gott til íslenskra stjórnmála, þrátt fyrir óheppileg hliðarspor á borð við það þegar einstakir forystumenn hans virtust daðra við útlendingahræðslu í málflutningi sínum. Hin jákvæða arfleifð Frjálslyndra felst meðal annars í því að hafa aldrei misst sjónar á því hverjar hinar raunverulegu undirstöður íslensks atvinnulífs eru, líka á þeim tímum þegar flestir aðrir landsmenn töldu sig heimsmeistara í verslunar- og bankarekstri. Sagan gefur hins vegar stjórnmálahreyfingum sem falla út af þingi ekki tilefni til bjartsýni. Ein af höfuðmeinsemdum íslenskra stjórnmála er hversu bundin þau eru við sali Alþingis. Þannig sýnir reynslan að jafnvel formenn stórra stjórnmálaflokka eiga í stökustu vandræðum með að gera sig gildandi í umræðunni, eigi þeir ekki jafnframt sæti á þingi eða í ríkisstjórn. Í þessu efni er ábyrgð fjölmiðla talsverð. Það er til dæmis sláandi hvað fulltrúum Frjálslynda flokksins hefur verið haldið utan við allar umræður um nýlegar og boðaðar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu, þrátt fyrir að Frjálslyndir hafi um tíma stappað nærri því að vera einsmálsflokkur gegn kvótakerfinu. Fjölmiðlar virðast nefnilega taka mun meira mark á þingflokki en grasrótarhreyfingu - enda þótt málstaðurinn hafi ekki breyst. Stjórnmálakerfið íslenska felur því í sér þann andstyggilega vítahring að vonlítið er fyrir flokka að koma mönnum á þing, nema flokkarnir hafi þar fulltrúa fyrir. Vænlegasta leiðin til að rjúfa vítahringinn er sú að ryðjast fram með áhlaupi, í þeirri von að stemningin í kringum nýstofnaða hreyfingu dugi til að tryggja nokkur þingsæti. Þess vegna er það sameiginlegt einkenni flestra framboða utan við fjórflokkinn að þeim er hróflað upp í skyndingu fáeinum mánuðum fyrir kosningar. Það gildir í stjórnmálum eins og í lífinu sjálfu að vanda þarf það sem lengi á að standa. Flokkar sem stofnaðir eru í flýti hafa tilhneigingu til að vera málefnalega veikir, enda gjarnan myndaðir um lægsta samnefnara eða snúast fyrst og fremst um persónur forystumanna. Óskandi er að íslensk stjórnmálaumræðuhefð þróist á þann hátt að hreyfingar geti byggt sig upp og reynst lífvænlegar án þess að eiga stöðugt sæti á þingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Frjálslyndi flokkurinn lét á sér kræla í vikunni með yfirlýsingu um að fjárhagsleg endurskipulagning hreyfingarinnar gengi vel, auk þess sem boðuð var „óvænt fréttatilkynning" í haust sem koma muni flokknum á pólitíska kortið á nýjan leik. Þrátt fyrir baráttuhug forystunnar er erfitt að trúa því að endurkoma Frjálslyndra sé á næsta leiti. Hætt er við að flokkurinn muni innan skamms breytast í félag utan um gamlar kosningaskuldir. Þessi spá er ekki sett fram af illvilja í garð Frjálslynda flokksins. Á þeim tæpu ellefu árum sem liðin eru frá stofnun hans hefur flokkurinn lagt ýmislegt gott til íslenskra stjórnmála, þrátt fyrir óheppileg hliðarspor á borð við það þegar einstakir forystumenn hans virtust daðra við útlendingahræðslu í málflutningi sínum. Hin jákvæða arfleifð Frjálslyndra felst meðal annars í því að hafa aldrei misst sjónar á því hverjar hinar raunverulegu undirstöður íslensks atvinnulífs eru, líka á þeim tímum þegar flestir aðrir landsmenn töldu sig heimsmeistara í verslunar- og bankarekstri. Sagan gefur hins vegar stjórnmálahreyfingum sem falla út af þingi ekki tilefni til bjartsýni. Ein af höfuðmeinsemdum íslenskra stjórnmála er hversu bundin þau eru við sali Alþingis. Þannig sýnir reynslan að jafnvel formenn stórra stjórnmálaflokka eiga í stökustu vandræðum með að gera sig gildandi í umræðunni, eigi þeir ekki jafnframt sæti á þingi eða í ríkisstjórn. Í þessu efni er ábyrgð fjölmiðla talsverð. Það er til dæmis sláandi hvað fulltrúum Frjálslynda flokksins hefur verið haldið utan við allar umræður um nýlegar og boðaðar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu, þrátt fyrir að Frjálslyndir hafi um tíma stappað nærri því að vera einsmálsflokkur gegn kvótakerfinu. Fjölmiðlar virðast nefnilega taka mun meira mark á þingflokki en grasrótarhreyfingu - enda þótt málstaðurinn hafi ekki breyst. Stjórnmálakerfið íslenska felur því í sér þann andstyggilega vítahring að vonlítið er fyrir flokka að koma mönnum á þing, nema flokkarnir hafi þar fulltrúa fyrir. Vænlegasta leiðin til að rjúfa vítahringinn er sú að ryðjast fram með áhlaupi, í þeirri von að stemningin í kringum nýstofnaða hreyfingu dugi til að tryggja nokkur þingsæti. Þess vegna er það sameiginlegt einkenni flestra framboða utan við fjórflokkinn að þeim er hróflað upp í skyndingu fáeinum mánuðum fyrir kosningar. Það gildir í stjórnmálum eins og í lífinu sjálfu að vanda þarf það sem lengi á að standa. Flokkar sem stofnaðir eru í flýti hafa tilhneigingu til að vera málefnalega veikir, enda gjarnan myndaðir um lægsta samnefnara eða snúast fyrst og fremst um persónur forystumanna. Óskandi er að íslensk stjórnmálaumræðuhefð þróist á þann hátt að hreyfingar geti byggt sig upp og reynst lífvænlegar án þess að eiga stöðugt sæti á þingi.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun