Ross Brawn: Button minnir á Schumacher 24. maí 2009 09:28 Jenson Button er efitirlæti fjölmiðlamanna þessa dagana. Mynd: Getty Images Ross Brawn er ánægður með gengi Jenson Button, en hann er fremstur á ráslínu í Mónakó í dag og félagi hans Rubens Barrichello er þriðji, en Kimi Raikkönen á milli þeirra. Brawn segir Button minni dálítið á Michael Schumacher, en þeir unnu náið saman hjá Ferrari."Schumacher og Button eru ólíkir karakterar, en Button hefur gripið tækifærið sem hann fékk með góðum bíl. Hann er mjög einbeittur á starf sitt þessa dagana á þannig minnir hann mig á Schumacher. Hann hugsar í sífellu um hvað er í gangi og næsta mót. Það gera menn sem komast á toppinn", sagði Brawn. Button hefur unnið fjögur mót af fimm á árinu og gæti orðið fyrsti Bretinn síðan 1973 til að vinna Mónakó mótið, eftir að hafa náð fremsta stað á ráslínu. Það gerði Jackie Stewart á Tyrell, en það liðð er einmitt grunnurinn að liði Brawn í dag. Tyrell breyttist í BAR, svo Honda og loks Brawn. Bein útsending frá kappakstrinum hefst kl. 11:30 á Stöð 2 Sport og þátturinn Endmarkaið er á dagskrá kl. 14:15.Sjá brautarlýsingu og tölfræði úr tímatökunni Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti Dagskráin: Enski bikarinn, NBA og baráttan um Vesturlandið Sport „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Ross Brawn er ánægður með gengi Jenson Button, en hann er fremstur á ráslínu í Mónakó í dag og félagi hans Rubens Barrichello er þriðji, en Kimi Raikkönen á milli þeirra. Brawn segir Button minni dálítið á Michael Schumacher, en þeir unnu náið saman hjá Ferrari."Schumacher og Button eru ólíkir karakterar, en Button hefur gripið tækifærið sem hann fékk með góðum bíl. Hann er mjög einbeittur á starf sitt þessa dagana á þannig minnir hann mig á Schumacher. Hann hugsar í sífellu um hvað er í gangi og næsta mót. Það gera menn sem komast á toppinn", sagði Brawn. Button hefur unnið fjögur mót af fimm á árinu og gæti orðið fyrsti Bretinn síðan 1973 til að vinna Mónakó mótið, eftir að hafa náð fremsta stað á ráslínu. Það gerði Jackie Stewart á Tyrell, en það liðð er einmitt grunnurinn að liði Brawn í dag. Tyrell breyttist í BAR, svo Honda og loks Brawn. Bein útsending frá kappakstrinum hefst kl. 11:30 á Stöð 2 Sport og þátturinn Endmarkaið er á dagskrá kl. 14:15.Sjá brautarlýsingu og tölfræði úr tímatökunni
Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti Dagskráin: Enski bikarinn, NBA og baráttan um Vesturlandið Sport „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira