Körfubolti

Íslendingar steinlágu gegn Kýpverjum í körfunni

Ómar Þorgeirsson skrifar
Sigurður Ingimundarson landsliðsþjálfari.
Sigurður Ingimundarson landsliðsþjálfari. Mynd/Valli

Karlalandslið Íslands í körfubolta mátti sætta sig við 54-87 stórtap gegn heimamönnum í Kýpur á Smáþjóðaleikunum í dag en staðan í hálfleik var 28-47 Kýpverjum í vil.

Sigurður Þorvaldsson og Þorleifur Ólafsson voru stigahæstir hjá íslenska liðinu með níu stig hvor.

Íslendingar áttu í stökustu vandræðum í leiknum og gerðu út um vonir sínar um sigur í leiknum í þriðja leikhluta þegar liðið skoraði aðeins sjö stig.

Þetta var annar leikur liðsins í mótinu en sigur vannst gegn Möltu í fyrri leiknum. Íslendingar mæta svo San Marínó á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×