Neyðaraðgerð bjargaði lífi Massa 27. júlí 2009 21:41 Samstarfsmenn Massa senda honum kveðjur á mótinu á sunnudaginn. mynd: kappakstur.is Brasilíumaðurinn Felipe Massa hefur verið vakinn úr dái, en honum hefur verið haldið meira og minna sofandi síðan hann lenti í óhappi í tímatökum í Búdapest á laugardag. Sérstakur blaðamannafundur var haldin á AEK spítalanum í Búdapest í kvöld. "Massa hefur skánað síðustu 24 tíma og líðan hans er stöðug. Við tókum hann úr öndunarvél og hættum að svæfa hann milli vakninga. Hann er syfjaður, en svaraði spurningum og gat hreyft hendur og fætur eftir leiðbeiningum. Massa er hitalaus og við höfum trú á því að hann jafni sig betur á næstu dögum", sagði Zsiros, læknir á AEK spítalanum í Búdapest. Enn er óljóst hvort Massa varð fyrir augnskaða, þar sem bólgur og mar hafa hamlað því að hann gæti opnað vinstra augað almennilega. Læknar segja að neyðaraðgerð á laugardag hafi bjargað lífi Massa eftir óhappið.Sjá nánar um ástand Massa Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Brasilíumaðurinn Felipe Massa hefur verið vakinn úr dái, en honum hefur verið haldið meira og minna sofandi síðan hann lenti í óhappi í tímatökum í Búdapest á laugardag. Sérstakur blaðamannafundur var haldin á AEK spítalanum í Búdapest í kvöld. "Massa hefur skánað síðustu 24 tíma og líðan hans er stöðug. Við tókum hann úr öndunarvél og hættum að svæfa hann milli vakninga. Hann er syfjaður, en svaraði spurningum og gat hreyft hendur og fætur eftir leiðbeiningum. Massa er hitalaus og við höfum trú á því að hann jafni sig betur á næstu dögum", sagði Zsiros, læknir á AEK spítalanum í Búdapest. Enn er óljóst hvort Massa varð fyrir augnskaða, þar sem bólgur og mar hafa hamlað því að hann gæti opnað vinstra augað almennilega. Læknar segja að neyðaraðgerð á laugardag hafi bjargað lífi Massa eftir óhappið.Sjá nánar um ástand Massa
Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira