Fótbolti

Klinsmann glataði virðingu leikmanna

AFP

Franz Beckenbauer, forseti Bayern Munchen, segir að Jurgen Klinsmann hafi verið vikið úr starfi af því hann hafi glatað virðingu stjórnarinnar og leikmanna liðsins.

Klinsmann var rekinn á mánudaginn eftir enn eitt tap stórliðsins, sem situr nú í þriðja sæti deildarinnar og á mátulega möguleika á titlinum. Svartsýnustu menn óttast að liðið missi jafnvel af Evrópusæti og það yrði stórslys.

"Það er mesta synd að Klinsmann skuli ekki hafa náð að klára tímabilið. Hann lagði sig allan fram í verkefnið frá fyrstu mínútu. Hann kom með nýja og ferska hluti inn á ævingasvæðið, en honum tókst ekki að ná í úrslitin á vellinum. Hann hafði tapað trausti stjórnarinnar og leikmanna liðsins," sagði hinn opinskái forseti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×