McLaren lítur á björtu hliðarnar 12. maí 2009 09:02 McLaren liðið bíður spennt eftir mótinu í Mónakó þar sem Lewis Hamilton vann í fyrra. Martin Whitmarsh framkvæmdarstjóri McLaren segir að lið sitt verði öflugra í Mónakó um aðra helgi, en reyndist rauninn í Barcelona á sunnudaginn. Hvorugur ökumanna liðsins komst á verðlaunapall, Lewis Hamilton varð tíundi og Heikki Kovalainen féll úr leik vegna bilunnar. "Við vissum að þetta yrði erfitt mót, en í mótinu á undan vorum við nærri því að komast á verðlaunapall. Við erum miklu betur staddir en fyrir tveimur mánuðum og við verðum öflugri í Mónakó", sagði Whitmarsh. Hamilton vann mótið í Mónakó í fyrra og tryggði sér meistaratitilinn á árinu, en hefur ekki unnið mót til þessa. Jenson Button er efstur að stigum á Brawn bíl, á meðan allt gengur á afturfótunum hjá Ferrari og McLaren. Þá er Red Bull annað spútniklið á þessu ári. "Mónakó mótið verður allt annar handleggur. Við verðum sterkir þar og þó við munum ekki beita göldrum til að bæta gengi okkar, þá verður við örugglega sterkari. Það væri vissilega gaman að upplifa kraftaverk í Mónakó, en við teljum að bíll okkar henti vel á götur Mónakó. Hamilton er frábær þar", sagði Whitmarsh.Sjá brautarlýsingu í Mónakó Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Martin Whitmarsh framkvæmdarstjóri McLaren segir að lið sitt verði öflugra í Mónakó um aðra helgi, en reyndist rauninn í Barcelona á sunnudaginn. Hvorugur ökumanna liðsins komst á verðlaunapall, Lewis Hamilton varð tíundi og Heikki Kovalainen féll úr leik vegna bilunnar. "Við vissum að þetta yrði erfitt mót, en í mótinu á undan vorum við nærri því að komast á verðlaunapall. Við erum miklu betur staddir en fyrir tveimur mánuðum og við verðum öflugri í Mónakó", sagði Whitmarsh. Hamilton vann mótið í Mónakó í fyrra og tryggði sér meistaratitilinn á árinu, en hefur ekki unnið mót til þessa. Jenson Button er efstur að stigum á Brawn bíl, á meðan allt gengur á afturfótunum hjá Ferrari og McLaren. Þá er Red Bull annað spútniklið á þessu ári. "Mónakó mótið verður allt annar handleggur. Við verðum sterkir þar og þó við munum ekki beita göldrum til að bæta gengi okkar, þá verður við örugglega sterkari. Það væri vissilega gaman að upplifa kraftaverk í Mónakó, en við teljum að bíll okkar henti vel á götur Mónakó. Hamilton er frábær þar", sagði Whitmarsh.Sjá brautarlýsingu í Mónakó
Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira