Hvetur fólk til að elda 23. janúar 2009 06:00 Haukur Valgeir Magnússon gefur uppskrift að lambahryggvöðva með lauksultu og bernaise-smjöri og hvetur fólk til að elda heima.fréttablaðið/stefán Haukur Valgeir Magnússon, matreiðslumaður á Argentínu steikhúsi, vann hjá Jamie Oliver í London. Hann viðurkennir að vera undir áhrifum frá honum í matargerð og fleiru og vill að fólk eldi meira sjálft heima. „Matreiðsla er engin geimvísindi og í raun mjög einföld ef þú ert með uppskrift,“ segir Haukur Valgeir en hann er nýbyrjaður að elda á Argentínu eftir að hafa unnið hjá Jamie Oliver í London. Haukur lætur vel af vistinni hjá Jamie og segist hafa tekið með sér einhverja takta frá honum hingað heim. „Þessi réttur er eiginlega beint þaðan, mín hugmynd en undir áhrifum frá Jamie. Bretar elda mikið kjöt með beini og eru mikið fyrir sultur og kryddsmjör. Eins langar mig að virkja krakka sem eru kannski milli skóla eða atvinnulausir í að læra að elda eins og Jamie Oliver hefur verið að gera. Ég vil að fólk eldi meira sjálft heima,“ segir hann.Lambahryggvöðvi með lauksultu og bernaise-smjöri. Fyrir fjóra.Lambahryggvöðvi: 800 gr. lamb brúnað á pönnu í 3 mínútur á hvorri hlið. Eldað í ofni við 180° C í 5-6 mínútur. Lauksulta: 1 kg laukur, 4 tegundir ½ l hvítvín 50 gr. sykur 100 ml hunang Salt og pipar Lárviðarlauf og vöndur af blönduðum kryddjurtum. Aðferð: Skerið laukinn í þunnar skífur, svitið hann í potti, bætið svo við hvítvíninu, hunangi, sykri og kryddinu. Látið malla við lágan hita í 3 tíma. Bearnaise-smjör: 500 g smjör 20 ml estragonedik Þurrkað estragon 30 ml hvítvínsedik Salt og pipar Aðferð: Smjör er mýkt, sett í hrærivél ásamt öllu hráefninu og hrært saman. Mótað á silíkonmottu. Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið
Haukur Valgeir Magnússon, matreiðslumaður á Argentínu steikhúsi, vann hjá Jamie Oliver í London. Hann viðurkennir að vera undir áhrifum frá honum í matargerð og fleiru og vill að fólk eldi meira sjálft heima. „Matreiðsla er engin geimvísindi og í raun mjög einföld ef þú ert með uppskrift,“ segir Haukur Valgeir en hann er nýbyrjaður að elda á Argentínu eftir að hafa unnið hjá Jamie Oliver í London. Haukur lætur vel af vistinni hjá Jamie og segist hafa tekið með sér einhverja takta frá honum hingað heim. „Þessi réttur er eiginlega beint þaðan, mín hugmynd en undir áhrifum frá Jamie. Bretar elda mikið kjöt með beini og eru mikið fyrir sultur og kryddsmjör. Eins langar mig að virkja krakka sem eru kannski milli skóla eða atvinnulausir í að læra að elda eins og Jamie Oliver hefur verið að gera. Ég vil að fólk eldi meira sjálft heima,“ segir hann.Lambahryggvöðvi með lauksultu og bernaise-smjöri. Fyrir fjóra.Lambahryggvöðvi: 800 gr. lamb brúnað á pönnu í 3 mínútur á hvorri hlið. Eldað í ofni við 180° C í 5-6 mínútur. Lauksulta: 1 kg laukur, 4 tegundir ½ l hvítvín 50 gr. sykur 100 ml hunang Salt og pipar Lárviðarlauf og vöndur af blönduðum kryddjurtum. Aðferð: Skerið laukinn í þunnar skífur, svitið hann í potti, bætið svo við hvítvíninu, hunangi, sykri og kryddinu. Látið malla við lágan hita í 3 tíma. Bearnaise-smjör: 500 g smjör 20 ml estragonedik Þurrkað estragon 30 ml hvítvínsedik Salt og pipar Aðferð: Smjör er mýkt, sett í hrærivél ásamt öllu hráefninu og hrært saman. Mótað á silíkonmottu.
Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið