F1: Milljarðamæringurinn ánægður með silfrið 30. ágúst 2009 19:23 Vijay Mallay er eigandi Force India liðsins og er hér með Giancarlo Fisichella. mynd: Getty Images Vijay Mallay, eigandi Force India liðsins sem náði öðru sæti í belgíska kappakstrinum í dag er hæstánægður með árangur liðsins. Giancarlo Fisichella frá Ítalíu ók bíl liðsins af kappi en varð að lúta í lægra haldi fyrir Kimi Raikkönen frá Ferrari. Fisichella hafði náð besta tíma í tímatökum, en missti Raikkönen framúr sér. "Það er augljóst að KERS kerfið í bíl Kimi Raikkönen réð úrslitum, en Fisichella var mjög fljótur og elti Raikkönen á röndum frá upphafi til enda og varð sekúndu á eftir í endamark", sagði Vijay Mallay eigandi Force India liðsins. "Ég er ánægður með árangurinn og vill ekkert vera of gráðugur. Við erum stoltir af árangri Force India í dag. Lánið lék ekki við okkur í dag , en við höfum verið nærri stigasæti í þremur mótum, en ég átti ekki von á svona árangri hjá Fisichella í dag." Mallay er forríkur Indverji og rekur bæði bruggverksmiðjur sem framleiðir bjór og selur um allan heim og rekur einnig stórt flugfélag. Hvorutveggja nefnist Kingfisher og Mallay er þekktur fyrir að vera forláta gullhringa og keðjur hvert sem hann fer. Þá eru feitir vindlar aldrei langt undan. Sjá meira um Fisichella og Force Indeia Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Vijay Mallay, eigandi Force India liðsins sem náði öðru sæti í belgíska kappakstrinum í dag er hæstánægður með árangur liðsins. Giancarlo Fisichella frá Ítalíu ók bíl liðsins af kappi en varð að lúta í lægra haldi fyrir Kimi Raikkönen frá Ferrari. Fisichella hafði náð besta tíma í tímatökum, en missti Raikkönen framúr sér. "Það er augljóst að KERS kerfið í bíl Kimi Raikkönen réð úrslitum, en Fisichella var mjög fljótur og elti Raikkönen á röndum frá upphafi til enda og varð sekúndu á eftir í endamark", sagði Vijay Mallay eigandi Force India liðsins. "Ég er ánægður með árangurinn og vill ekkert vera of gráðugur. Við erum stoltir af árangri Force India í dag. Lánið lék ekki við okkur í dag , en við höfum verið nærri stigasæti í þremur mótum, en ég átti ekki von á svona árangri hjá Fisichella í dag." Mallay er forríkur Indverji og rekur bæði bruggverksmiðjur sem framleiðir bjór og selur um allan heim og rekur einnig stórt flugfélag. Hvorutveggja nefnist Kingfisher og Mallay er þekktur fyrir að vera forláta gullhringa og keðjur hvert sem hann fer. Þá eru feitir vindlar aldrei langt undan. Sjá meira um Fisichella og Force Indeia
Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira