Röð óhappa í tímatökum í Japan í nótt 3. október 2009 07:18 Tiimo Glock var fluttur með þyrlu á spítala eftir óhapp á Suzuka brautinni í nótt. mynd: Getty Images Fjöldi ökumanna lentu í slæmum óhöppum í tímatökum fyrir Formúlu 1 kappaksturinn í Japan í nótt, en allir sluppu við meiðsli. Sebastian Vettel náði besta tíma á Red Bull, rétt marði Jarno Trulli á Toyota. Tímatakan tafðist um rúman hálftíma vegna fjölda árekstra. Fyrst fór Jamie Alguersuari útaf á Torro Rosso, en steig frá borði. Næst missti Timoi Glock stjórn á bíl sínum þegar stýrisbúnaður virtist bila. Tók langan tíma að ná honum úr Toyota bílnum, en hann varð í öðru sæti í síðustu keppni. Glock var fluttur með þyrlu á spítala en reyndist bara hruflaður á fæti. Þó er óljóst hvort hann fær að keppa á sunnudag, þar sem hann fékk þungt höfuðhögg. Það verður ákveðið á sunnudagsmorgun. Heikki Kovalainen var næstur til að lenda á varnarvegg og loks hreinsaði Sebastian Buemi framvæng og fleira af sínum bíl með útafakstri. Í sama mund þeystu Rubens Barrichello og Jenson Button framhjá og hugsanlegt er að þeir fái refsingu fyrir, þar sem þeir óku á fullu þar sem viðvörunarflöggum var veifað. Þeir gætu verið færðir aftar á ráslínu, en þeir náðu fimmta og sjöunda sæti. Tímatakan er endursýnd í dag á Stöð 2 Sport kl. 12.00. Sjá alsturstímanna Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Fjöldi ökumanna lentu í slæmum óhöppum í tímatökum fyrir Formúlu 1 kappaksturinn í Japan í nótt, en allir sluppu við meiðsli. Sebastian Vettel náði besta tíma á Red Bull, rétt marði Jarno Trulli á Toyota. Tímatakan tafðist um rúman hálftíma vegna fjölda árekstra. Fyrst fór Jamie Alguersuari útaf á Torro Rosso, en steig frá borði. Næst missti Timoi Glock stjórn á bíl sínum þegar stýrisbúnaður virtist bila. Tók langan tíma að ná honum úr Toyota bílnum, en hann varð í öðru sæti í síðustu keppni. Glock var fluttur með þyrlu á spítala en reyndist bara hruflaður á fæti. Þó er óljóst hvort hann fær að keppa á sunnudag, þar sem hann fékk þungt höfuðhögg. Það verður ákveðið á sunnudagsmorgun. Heikki Kovalainen var næstur til að lenda á varnarvegg og loks hreinsaði Sebastian Buemi framvæng og fleira af sínum bíl með útafakstri. Í sama mund þeystu Rubens Barrichello og Jenson Button framhjá og hugsanlegt er að þeir fái refsingu fyrir, þar sem þeir óku á fullu þar sem viðvörunarflöggum var veifað. Þeir gætu verið færðir aftar á ráslínu, en þeir náðu fimmta og sjöunda sæti. Tímatakan er endursýnd í dag á Stöð 2 Sport kl. 12.00. Sjá alsturstímanna
Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira