Lítt þokkaðar vinsældir Júlía Magrét Alexandersdóttir skrifar 22. ágúst 2009 06:00 Ég gerði mér grein fyrir því þegar ég fór að ganga á Esjuna í sumar að það þótti svo sannarlega ekki töff. Kannski fyrir þremur árum - þegar enginn gekk hana. En núna? Nei, ekki þegar allir eru að gera það. Í sama pytt hefur ýmis góð tónlist, matargerð og jafnvel heilu rithöfundurnar dottið þegar þeir öðlast hylli alls lýðsins. Vinsældirnar verða þá að holdsveiki. Fína fólkið getur ekki lengur lesið Arnald Indriðason - því „pakkið" er að lesa hann. „Jaðarfólkið" - hefur þessi hópur fólks, sem fyrirlítur vinsæla hluti, stundum verið nefnt síðustu árin. Eyðimerkurganga þess er löng og endalaus enda neyðist það til að finna alltaf eitthvað nýtt. Því um leið og jaðarfólkið maukar sér nýja tegund af hummus - er Jói Fel kominn með hana. Og þá er þetta búið. Hvað næst? Best að fara að rækta kál. En nei. Þá eru allir farnir að gera það. Best að fara að vefja sínar eigin sígó. En nei. Þá eru hnakkarnir farnir að gera það. Þetta er fullt starf í raun - að vera jaðar. Ætti helst að setja þetta á betur. Jaðarbætur. Einu sinni drakk þetta viskí. Ekki lengur. Ekki eftir að Gilz sást sveifla viskíglasi á barnum. Versti dagur í lífi jaðarfólksins var eflaust þegar tvöfladur makkíadó fór að fást á öllum kaffihúsum. Allt sem er vinsælt er dæmt úr leik. Sama hversu verðskuldað eða óverðskuldað það er. Um leið og þú ert á allra vörum - ertu out. Þannig hafa hinir ótrúlegustu hlutir misst vægi sitt hjá ákveðnum hópi þegar þeir öðlast lýðhylli og sumir listamenn forðast jafnvel að selja margar bækur af ótta við að lenda utan girðingarinnar. Það veit ekki á gott að vakna í sama almenningsgarði og Bubbi Morthens. Um leið og þetta fólk telur sig opið fyrir nýjunum og án allra fordóma, er það í raun það allra þröngsýnasta. Kannski þess vegna hef ég alltaf haft horn í síðu þessa fólks - þar liggja mínir fordómar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ég gerði mér grein fyrir því þegar ég fór að ganga á Esjuna í sumar að það þótti svo sannarlega ekki töff. Kannski fyrir þremur árum - þegar enginn gekk hana. En núna? Nei, ekki þegar allir eru að gera það. Í sama pytt hefur ýmis góð tónlist, matargerð og jafnvel heilu rithöfundurnar dottið þegar þeir öðlast hylli alls lýðsins. Vinsældirnar verða þá að holdsveiki. Fína fólkið getur ekki lengur lesið Arnald Indriðason - því „pakkið" er að lesa hann. „Jaðarfólkið" - hefur þessi hópur fólks, sem fyrirlítur vinsæla hluti, stundum verið nefnt síðustu árin. Eyðimerkurganga þess er löng og endalaus enda neyðist það til að finna alltaf eitthvað nýtt. Því um leið og jaðarfólkið maukar sér nýja tegund af hummus - er Jói Fel kominn með hana. Og þá er þetta búið. Hvað næst? Best að fara að rækta kál. En nei. Þá eru allir farnir að gera það. Best að fara að vefja sínar eigin sígó. En nei. Þá eru hnakkarnir farnir að gera það. Þetta er fullt starf í raun - að vera jaðar. Ætti helst að setja þetta á betur. Jaðarbætur. Einu sinni drakk þetta viskí. Ekki lengur. Ekki eftir að Gilz sást sveifla viskíglasi á barnum. Versti dagur í lífi jaðarfólksins var eflaust þegar tvöfladur makkíadó fór að fást á öllum kaffihúsum. Allt sem er vinsælt er dæmt úr leik. Sama hversu verðskuldað eða óverðskuldað það er. Um leið og þú ert á allra vörum - ertu out. Þannig hafa hinir ótrúlegustu hlutir misst vægi sitt hjá ákveðnum hópi þegar þeir öðlast lýðhylli og sumir listamenn forðast jafnvel að selja margar bækur af ótta við að lenda utan girðingarinnar. Það veit ekki á gott að vakna í sama almenningsgarði og Bubbi Morthens. Um leið og þetta fólk telur sig opið fyrir nýjunum og án allra fordóma, er það í raun það allra þröngsýnasta. Kannski þess vegna hef ég alltaf haft horn í síðu þessa fólks - þar liggja mínir fordómar.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun