Eto'o: Kyssi ekki merkið, læt frekar verkin tala á vellinum Ómar Þorgeirsson skrifar 28. júlí 2009 15:45 Samuel Eto'o. Nordic photos/AFP Kamerúnmaðurinn Samuel Eto'o var í dag kynntur fyrir stuðningsmönnum Inter eftir að félagsskipti hans frá Barcelona gengu í gegn. Framherjinn yfirlýsingarglaði lagði ríka áherslu á það í viðtali við Gazzetta dello Sport að hann væri kominn til Ítalíumeistaranna á eigin forsendum, en ekki til þess að fylla skarð Zlatan Ibrahimovic sem fór í skiptunum til Barcelona og sást á fréttaljósmyndum í dag kyssa merki Katalóníufélagsins. „Ég heiti Samuel Eto'o og ber mig ekki saman við neinn annan leikmann. Fortíð mín í boltanum segir allt sem segja þarf um mig. Ég óska Ibra annars góðs gengis hjá Barca og þakka öllum hjá félaginu fyrir gott samstarf. Ég kýs hins vegar að kyssa ekki merki míns nýja félags, heldur læt ég frekar verkin tala inni á vellinum. Ég þarf að vinna traust aðdáenda Inter með því að standa mig vel í hvert skipti sem ég klæðist treyju félagsins," segir Eto'o. Eto'o lét hafa eftir sér þegar tilkynnt var um félagsskiptin að hans fyrsta markmið með Inter væri að vinna Meistaradeildina og hann stendur við þau orð. „Það sem hvetur mig áfram hjá Inter er að reyna að vinna Meistaradeildina með félaginu. Það yrði eins og að vinna keppnina í fyrra skiptið með Barca, þegar félagið var ekki búið að vinna hana í langan tíma. Ef þú nærð markmiðum sem þessum munu aðdáendur félagsins aldrei gleyma þér. Ég vill annars bara vera hluti af sigurliði og það eru þau verðlaun sem ég sækist eftir. Að vera hluti af sigurliði og vinna alla titla sem í boði er mikilvægara fyrir mér en að verða kosinn besti leikmaður heims," segir Eto'o. Ítalski boltinn Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Sjá meira
Kamerúnmaðurinn Samuel Eto'o var í dag kynntur fyrir stuðningsmönnum Inter eftir að félagsskipti hans frá Barcelona gengu í gegn. Framherjinn yfirlýsingarglaði lagði ríka áherslu á það í viðtali við Gazzetta dello Sport að hann væri kominn til Ítalíumeistaranna á eigin forsendum, en ekki til þess að fylla skarð Zlatan Ibrahimovic sem fór í skiptunum til Barcelona og sást á fréttaljósmyndum í dag kyssa merki Katalóníufélagsins. „Ég heiti Samuel Eto'o og ber mig ekki saman við neinn annan leikmann. Fortíð mín í boltanum segir allt sem segja þarf um mig. Ég óska Ibra annars góðs gengis hjá Barca og þakka öllum hjá félaginu fyrir gott samstarf. Ég kýs hins vegar að kyssa ekki merki míns nýja félags, heldur læt ég frekar verkin tala inni á vellinum. Ég þarf að vinna traust aðdáenda Inter með því að standa mig vel í hvert skipti sem ég klæðist treyju félagsins," segir Eto'o. Eto'o lét hafa eftir sér þegar tilkynnt var um félagsskiptin að hans fyrsta markmið með Inter væri að vinna Meistaradeildina og hann stendur við þau orð. „Það sem hvetur mig áfram hjá Inter er að reyna að vinna Meistaradeildina með félaginu. Það yrði eins og að vinna keppnina í fyrra skiptið með Barca, þegar félagið var ekki búið að vinna hana í langan tíma. Ef þú nærð markmiðum sem þessum munu aðdáendur félagsins aldrei gleyma þér. Ég vill annars bara vera hluti af sigurliði og það eru þau verðlaun sem ég sækist eftir. Að vera hluti af sigurliði og vinna alla titla sem í boði er mikilvægara fyrir mér en að verða kosinn besti leikmaður heims," segir Eto'o.
Ítalski boltinn Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn