Webber og Vettel í fyrsta og öðru sæti 12. júlí 2009 15:12 Webber sótti á þá Barrichello og Button í stigakeppninni með sigri í Þýsklandi í dag. Red Bull liðið vann glæsilegan tvöfaldan sigur á Nurburgring Formúlu 1 brautinni í dag: Mark Webber vann sinn fyrsta Formúlu 1 sigur á ferlinum og saman rúlluðu hann og Vetttel Brawn liðinu upp í þessu móti. Svo mjög klúðraði Brawn liðið málum á óhentugri keppnisáætlun og mistökum í þjónustuhléi Rubens Barrichello að hann vildi ekki við nokkurn mann í liðinu tala eftir keppnina. Barrichello var lengi vel í forystuhlutverki, en biluð bensíndæla sem dælir bensíni á þjónustusvæðinu eyðilagði möguleika hans í kapphlaupinu við Webber. Felipe Massa skaut Ferrari á verðlaunapallinn, en hann varð þriðji á eftir Red Bull mönnum. Mark Webber vann fyrsta sigur Ástrala í Formúlu 1 síðan Alan Jones vann á áttunda áratugnum og sagðist kunna liðinu sínu bestu þakkir. Hann fótbrotnaði illa í reiðhjólaslysi i vetur og lagði hart að sér til að komast í toppform og það kostaði blóð svita og´tár. Hann var mjög hrærður í mótslok. Úrslitin í dag þýða að Red Bull hefur saxað verulega á gott forskot Brawn ökumannanna í stigkeppni ökumanna og einnig í keppni bílasmiða. Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Red Bull liðið vann glæsilegan tvöfaldan sigur á Nurburgring Formúlu 1 brautinni í dag: Mark Webber vann sinn fyrsta Formúlu 1 sigur á ferlinum og saman rúlluðu hann og Vetttel Brawn liðinu upp í þessu móti. Svo mjög klúðraði Brawn liðið málum á óhentugri keppnisáætlun og mistökum í þjónustuhléi Rubens Barrichello að hann vildi ekki við nokkurn mann í liðinu tala eftir keppnina. Barrichello var lengi vel í forystuhlutverki, en biluð bensíndæla sem dælir bensíni á þjónustusvæðinu eyðilagði möguleika hans í kapphlaupinu við Webber. Felipe Massa skaut Ferrari á verðlaunapallinn, en hann varð þriðji á eftir Red Bull mönnum. Mark Webber vann fyrsta sigur Ástrala í Formúlu 1 síðan Alan Jones vann á áttunda áratugnum og sagðist kunna liðinu sínu bestu þakkir. Hann fótbrotnaði illa í reiðhjólaslysi i vetur og lagði hart að sér til að komast í toppform og það kostaði blóð svita og´tár. Hann var mjög hrærður í mótslok. Úrslitin í dag þýða að Red Bull hefur saxað verulega á gott forskot Brawn ökumannanna í stigkeppni ökumanna og einnig í keppni bílasmiða.
Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira