Sveppi í sögubækurnar Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 29. september 2009 06:00 Algjör Sveppi og leitin að Villa sló í gegn um helgina en alls sáu hana 8.500 manns. „Þetta er alveg ótrúlega skemmtilegt og miklu meira en ég bjóst við,“ segir Sverrir Þór Sverrisson en alls sáu 8.500 manns fjölskyldumyndina Algjör Sveppi og leitin að Villa sem frumsýnd var á fimmtudaginn. Þetta þykir nokkuð gott í íslenskum kvikmyndafræðum. Alfreð Ásberg Árnason, framkvæmdastjóri Sambíóanna, segir að aðeins tvær myndir hafi áður fengið jafn mikla aðsókn fyrstu frumsýningarhelgina: Mýrin og Stella í framboði. „Ég hefði verið mjög ánægður ef fimm þúsund gestir hefðu komið þessa fyrstu helgi en yfir 8.000 er framar öllum vonum,“ segir Sverrir, sem var heima með veikt barn þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Sveppi er hæstánægður með aðsóknina. Algjör Sveppi og leitin að Villa fjallar, eins og nafnið gefur til kynna, um fyrrgreindan Sveppa og leit hans að vini sínum Villa sem er rænt af skuggalegum einstaklingum eftir að Villi finnur dularfullan útvarpssendi. Sveppi og Villi hafa um árabil stjórnað morgunsjónvarpinu á Stöð 2 og notið mikilla vinsælda og smávaxnir aðdáendur þáttanna hafa greinilega átt auðvelt með að draga fullorðna fólkið með sér í bíósali Sambíóanna við Álfabakka. Sverrir segir að í ljósi þessara miklu vinsælda iði hann nú í skinninu eftir því að byrja á mynd númer tvö. Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
„Þetta er alveg ótrúlega skemmtilegt og miklu meira en ég bjóst við,“ segir Sverrir Þór Sverrisson en alls sáu 8.500 manns fjölskyldumyndina Algjör Sveppi og leitin að Villa sem frumsýnd var á fimmtudaginn. Þetta þykir nokkuð gott í íslenskum kvikmyndafræðum. Alfreð Ásberg Árnason, framkvæmdastjóri Sambíóanna, segir að aðeins tvær myndir hafi áður fengið jafn mikla aðsókn fyrstu frumsýningarhelgina: Mýrin og Stella í framboði. „Ég hefði verið mjög ánægður ef fimm þúsund gestir hefðu komið þessa fyrstu helgi en yfir 8.000 er framar öllum vonum,“ segir Sverrir, sem var heima með veikt barn þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Sveppi er hæstánægður með aðsóknina. Algjör Sveppi og leitin að Villa fjallar, eins og nafnið gefur til kynna, um fyrrgreindan Sveppa og leit hans að vini sínum Villa sem er rænt af skuggalegum einstaklingum eftir að Villi finnur dularfullan útvarpssendi. Sveppi og Villi hafa um árabil stjórnað morgunsjónvarpinu á Stöð 2 og notið mikilla vinsælda og smávaxnir aðdáendur þáttanna hafa greinilega átt auðvelt með að draga fullorðna fólkið með sér í bíósali Sambíóanna við Álfabakka. Sverrir segir að í ljósi þessara miklu vinsælda iði hann nú í skinninu eftir því að byrja á mynd númer tvö.
Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira