Staðgengill Massa nýtur stuðnings Schumachers 19. ágúst 2009 09:36 Luca Badoer hefur ekið þúsundir km með Ferrari og verður í stað Felipe Massa í Valencia um helgina. Luca Badoer frá Ítalíu ekur í staðinn fyrir Felipe Massa í kappakstrinum í Valencia um helgina. Hann var valinn eftir að ljóst varð að Michael Schumacher getur ekki keppt vegna hálsmeiðsla. "Það bíður mín vandasamt verkefni í Valencia og fyrsta mótshelgin mun kenna mér að skilja hvernig mótshelgi fer fram. Eina markmið mitt er að komast í endamark", sagði Badoer. Schumacher segir að Badoer sé rétti maðurinn til að fylla skarð Massa, sem stefnir á að keppa í lokamótinu í Brasilíu ef hann verður búinn að ná sér eftir óhappið í Ungverjalandi. "Schumacher verður með okkur í Valencia og ég veit hann mun hjálpa mér. Við höfum talað mikið saman síðustu daga. Mér þótti verulega leitt að hann gat ekki keppt, því ég dái afrek hans gegnum tíðina og við erum góðir vinir. Mér líkar líka vel við Kimi Raikkönen og við eigum eftir að vinna vel saman", sagði Badoer. Fjallað verður sérstaklega um Badoer í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport á fimmtudagskvöld. Sjá brautarlýsingu frá Valencia. Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Luca Badoer frá Ítalíu ekur í staðinn fyrir Felipe Massa í kappakstrinum í Valencia um helgina. Hann var valinn eftir að ljóst varð að Michael Schumacher getur ekki keppt vegna hálsmeiðsla. "Það bíður mín vandasamt verkefni í Valencia og fyrsta mótshelgin mun kenna mér að skilja hvernig mótshelgi fer fram. Eina markmið mitt er að komast í endamark", sagði Badoer. Schumacher segir að Badoer sé rétti maðurinn til að fylla skarð Massa, sem stefnir á að keppa í lokamótinu í Brasilíu ef hann verður búinn að ná sér eftir óhappið í Ungverjalandi. "Schumacher verður með okkur í Valencia og ég veit hann mun hjálpa mér. Við höfum talað mikið saman síðustu daga. Mér þótti verulega leitt að hann gat ekki keppt, því ég dái afrek hans gegnum tíðina og við erum góðir vinir. Mér líkar líka vel við Kimi Raikkönen og við eigum eftir að vinna vel saman", sagði Badoer. Fjallað verður sérstaklega um Badoer í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport á fimmtudagskvöld. Sjá brautarlýsingu frá Valencia.
Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira